Viðar segir norskum fjölmiðlamanni að fara að vinna vinnuna sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 10:31 Viðar Örn Kjartansson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Kjartansson er kominn í fjölmiðlastríð við norskan fótboltasérfræðing sem hafði gagnrýnt leik hans og þá sérstaklega litla vinnusemi hans á vellinum. Íslenski landsliðsframherjinn hjá Vålerenga er allt annað en sáttur með gagnrýni frá Christian Gauseth sem starfar sem sjónvarpssérfræðingur í umfjöllun um norsku deildina. Gauseth gagnrýndi Viðar fyrir slæma líkamstjáningu inn á vellinum, að honum væri sama um liðsfélaga sína og að Viðar stæði sig illa í pressunni. Viðar sá ástæðu til að svara þessari gagnrýni í viðtali við Verdens Gang. Kjartansson ut mot TV-profil: Det er pisspreik https://t.co/N0Og7f8UBg— VG Sporten (@vgsporten) May 24, 2022 Gauseth er fyrrum fyrirliði Mjöndalen en hann er nú 37 ára gamall. „Þetta er alveg í takti við það að þarna er gæi sem er skítsama um liðið sitt,“ sagði Christian Gauseth meðal annars. Viðar ræddi við blaðamann VG eftir að hafa skorað sitt fjórða mark í átta leikjum í 2-3 tapi Vålerenga á móti Strømsgodset um helgina. „Ég skora ekki bara mörk heldur tel ég að þjálfarinn sé ánægður með mig af því að ég legg mig mikið fram og geri liðsfélaga mína betri. Það hafa komið slæmir leikir hjá mér eins og á móti HamKam en að halda því fram að allt tímabilið hafi verið þannig er algjör þvaður,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. „Ég tel að vinur minn „Christiano“ Gauseth ætti að horfa á fleiri leiki ekki bara þennan leik á móti HamKam. Ég var slakur í þeim leik og missti mikið boltann. Ef hann horfir á leikinn í dag þá þarf hann á gleraugum að halda ef hann sér ekki að ég stóð mig vel,“ sagði Viðar. Gauseth var í VGTV myndverinu og tjáði sig strax um gagnrýni Viðars. „Ég get fullvissað Viðar Örn Kjartansson að ef það er einhver sem situr og horfir á alla leiki og allar sekúndurnar í þeim, þá er það ég. Það er ekkert sem gerist í norsku úrvalsdeildinni sem fer fram hjá mér,“ sagði Gauseth. „Þegar ég segir eitthvað þá er ástæða fyrir því. Ég hef ekki bara horft á þennan HamKam því ég hef séð marga aðra leiki með honum. Það er ekki gagnrýnin mín sem er vandamálið heldur vinnusemi íslenska framherjans hjá Vålerenga. Við búumst við svo miklu meira af honum,“ sagði Gauseth. Aðeins tveir leikmenn í deildinni hafa samt skorað meira en Viðar Örn á leiktíðinni en það eru þeir Veton Berisha hjá Viking (6 mörk) og Sigurd Haugen hjá Aalesund. Norski boltinn Tengdar fréttir Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn hjá Vålerenga er allt annað en sáttur með gagnrýni frá Christian Gauseth sem starfar sem sjónvarpssérfræðingur í umfjöllun um norsku deildina. Gauseth gagnrýndi Viðar fyrir slæma líkamstjáningu inn á vellinum, að honum væri sama um liðsfélaga sína og að Viðar stæði sig illa í pressunni. Viðar sá ástæðu til að svara þessari gagnrýni í viðtali við Verdens Gang. Kjartansson ut mot TV-profil: Det er pisspreik https://t.co/N0Og7f8UBg— VG Sporten (@vgsporten) May 24, 2022 Gauseth er fyrrum fyrirliði Mjöndalen en hann er nú 37 ára gamall. „Þetta er alveg í takti við það að þarna er gæi sem er skítsama um liðið sitt,“ sagði Christian Gauseth meðal annars. Viðar ræddi við blaðamann VG eftir að hafa skorað sitt fjórða mark í átta leikjum í 2-3 tapi Vålerenga á móti Strømsgodset um helgina. „Ég skora ekki bara mörk heldur tel ég að þjálfarinn sé ánægður með mig af því að ég legg mig mikið fram og geri liðsfélaga mína betri. Það hafa komið slæmir leikir hjá mér eins og á móti HamKam en að halda því fram að allt tímabilið hafi verið þannig er algjör þvaður,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. „Ég tel að vinur minn „Christiano“ Gauseth ætti að horfa á fleiri leiki ekki bara þennan leik á móti HamKam. Ég var slakur í þeim leik og missti mikið boltann. Ef hann horfir á leikinn í dag þá þarf hann á gleraugum að halda ef hann sér ekki að ég stóð mig vel,“ sagði Viðar. Gauseth var í VGTV myndverinu og tjáði sig strax um gagnrýni Viðars. „Ég get fullvissað Viðar Örn Kjartansson að ef það er einhver sem situr og horfir á alla leiki og allar sekúndurnar í þeim, þá er það ég. Það er ekkert sem gerist í norsku úrvalsdeildinni sem fer fram hjá mér,“ sagði Gauseth. „Þegar ég segir eitthvað þá er ástæða fyrir því. Ég hef ekki bara horft á þennan HamKam því ég hef séð marga aðra leiki með honum. Það er ekki gagnrýnin mín sem er vandamálið heldur vinnusemi íslenska framherjans hjá Vålerenga. Við búumst við svo miklu meira af honum,“ sagði Gauseth. Aðeins tveir leikmenn í deildinni hafa samt skorað meira en Viðar Örn á leiktíðinni en það eru þeir Veton Berisha hjá Viking (6 mörk) og Sigurd Haugen hjá Aalesund.
Norski boltinn Tengdar fréttir Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00