Sindri: Fannst þetta vera fullorðins frammistaða Smári Jökull Jónsson skrifar 22. maí 2022 19:32 Sindri í leik með Keflavík. Vísir/Vilhelm „Þessi var alveg 8,5, hann var mjög sætur. Það er mjög gaman að vinna FH á heimavelli,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur eftir sigur gegn FH í Bestu deildinni í knattspyrnu. Frammistaða Keflavíkur í dag var góð og lengst af voru FH-ingar í stökustu vandræðum með að skapa eitthvað sóknarlega. „Mér fannst þetta mjög fullorðins frammistaða. Við vorum að spila vel þegar þeir voru með vindinn í bakið, vorum með línuna hátt og leyfðu þeim að sparka aðeins. Þeir vilja setja boltann afturfyrir línuna, völlurinn var aðeins rakur þannig að boltinn var að fara mikið afturfyrir,“ sagði Sindri Kristinn sem átti góðan leik fyrir Keflavík. „Í seinni hálfleik duttum við aðeins aftar og mér fannst við gera mjög vel. Ég á eftir að sjá markið þeirra aftur en mér fannst það vera smá klaufaskapur hjá okkur. Vissulega á FH tvö til þrjú dauðafæri en við áttum okkar færi og þetta féll með okkur í dag.“ Það vantaði leikmenn í lið Keflavíkur í dag. Joey Gibbs er meiddur og þá var Rúnar Már Sigurgeirsson í leikbanni. „Það er búið að vanta risastóra pósta síðan í janúar og við eigum inni til dæmis Sindra Snæ (Magnússon) sem er ekki búinn að spila eina mínútu með okkur. Það er hörku leikmaður og hann styrkir leikmannahópinn á æfingum og á leikdag þó hann sé ekki að spila.“ „Ég held að langflest lið í deildinni séu að glíma við það að það eru menn meiddir. Mér finnst menn gera þetta vel þegar þeir koma inn og þeir skila sínu.“ FH fékk tvö dauðafæri undir lok leiksins. Fyrst Steven Lennon sem var aleinn gegn Sindra og svo Baldur Logi Guðlaugsson í keimlíku færi en Sindri gerði frábærlega í bæði skiptin. Hvað fer í gegnum huga hans þegar hann sér sóknarmenn andstæðingana koma aleina á móti honum? „Maður þarf að huga að mörgu. Maður þarf að gera sig stóran og síðan eru leikmenn orðnir það góðir að þeir fara bara framhjá manni. Ég hef lent í Lenny áður og hann hefur aldrei farið framhjá mér.“ „Hitt var bara að henda sér fyrir þetta. Mig langar ekki að segja að ég hafi verið heppinn en þeir fóru ekki framhjá mér eins og þeir hefðu getað gert. Það er gaman að geta hjálpað liðinu.“ Keflavík ÍF FH Besta deild karla Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Frammistaða Keflavíkur í dag var góð og lengst af voru FH-ingar í stökustu vandræðum með að skapa eitthvað sóknarlega. „Mér fannst þetta mjög fullorðins frammistaða. Við vorum að spila vel þegar þeir voru með vindinn í bakið, vorum með línuna hátt og leyfðu þeim að sparka aðeins. Þeir vilja setja boltann afturfyrir línuna, völlurinn var aðeins rakur þannig að boltinn var að fara mikið afturfyrir,“ sagði Sindri Kristinn sem átti góðan leik fyrir Keflavík. „Í seinni hálfleik duttum við aðeins aftar og mér fannst við gera mjög vel. Ég á eftir að sjá markið þeirra aftur en mér fannst það vera smá klaufaskapur hjá okkur. Vissulega á FH tvö til þrjú dauðafæri en við áttum okkar færi og þetta féll með okkur í dag.“ Það vantaði leikmenn í lið Keflavíkur í dag. Joey Gibbs er meiddur og þá var Rúnar Már Sigurgeirsson í leikbanni. „Það er búið að vanta risastóra pósta síðan í janúar og við eigum inni til dæmis Sindra Snæ (Magnússon) sem er ekki búinn að spila eina mínútu með okkur. Það er hörku leikmaður og hann styrkir leikmannahópinn á æfingum og á leikdag þó hann sé ekki að spila.“ „Ég held að langflest lið í deildinni séu að glíma við það að það eru menn meiddir. Mér finnst menn gera þetta vel þegar þeir koma inn og þeir skila sínu.“ FH fékk tvö dauðafæri undir lok leiksins. Fyrst Steven Lennon sem var aleinn gegn Sindra og svo Baldur Logi Guðlaugsson í keimlíku færi en Sindri gerði frábærlega í bæði skiptin. Hvað fer í gegnum huga hans þegar hann sér sóknarmenn andstæðingana koma aleina á móti honum? „Maður þarf að huga að mörgu. Maður þarf að gera sig stóran og síðan eru leikmenn orðnir það góðir að þeir fara bara framhjá manni. Ég hef lent í Lenny áður og hann hefur aldrei farið framhjá mér.“ „Hitt var bara að henda sér fyrir þetta. Mig langar ekki að segja að ég hafi verið heppinn en þeir fóru ekki framhjá mér eins og þeir hefðu getað gert. Það er gaman að geta hjálpað liðinu.“
Keflavík ÍF FH Besta deild karla Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn