KUSK og Óviti gefa út lagið Elsku vinur: „Samið í einu góðu útrásarkasti í stúdíóinu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. maí 2022 11:31 Kolbrún Óskarsdóttir, KUSK, og Hrannar Máni, Óviti, voru að gefa út lagið Elsku vinur. Aðsend Tónlistarfólkið Kolbrún og Hrannar, jafnan þekkt sem KUSK og Óviti, sendu frá sér lagið Elsku vinur í dag. Þetta er í annað sinn sem þau sameina krafta sína en áður hafa þau gefið út lagið Flugvélar. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að forvitnast um nýja lagið. Hvernig varð lagið Elsku vinur til? Lagið var samið í einu góðu útrásarkasti í stúdíóinu. Við sömdum það og tókum allt upp á rúmlega fjórum klukkutímum, sem er persónulegt met. Þetta byrjaði með skemmtilegum gítarhljómum sem þróuðust út í orkumikið popplag. Hrannar pródúseraði allt lagið, samdi undirspilið og tók upp öll hljóðfærin í því, mætti segja að eins manns hljómsveit væri á ferð. Kolbrún hins vegar samdi textana í laginu og laglínu viðlagsins. Þetta er í rauninni mjög hefðbundin uppskrift af því hvernig við vinnum saman. Mætum í stúdíóið án þess að vera með neitt ákveðið heldur byrjum bara á einhverju einu, sem í þessu tilfelli var gítarinn. Svo fór lagið í langt mix og master ferli sem Snorri Beck tók að sér. View this post on Instagram A post shared by ÓVITI (@oviti_) Hvaðan sóttuð þið innblástur fyrir laginu? Það var heillandi að búa til lag sem skemmtilegt væri að spila live með hljómsveit, og sóttu við því mikið í að taka upp live hljóðfæri í stúdíóinu. Við vorum nýbúin að byrja upptökuferli í hljómsveitinni okkar, Keikó, þar sem Hrannar pródúseraði með live hljóðfærum. Hrannar langaði að fara meira í live áttina með tónlistina sína og er því Elsku Vinur eins konar frumburður nýrrar stefnu. Innblástur sóttum við mikið í líðandi stundir. View this post on Instagram A post shared by ÓVITI (@oviti_) Nú vinnið þið vel saman sem tónlistarfólk - stefnið þið á að gefa út breiðskífu saman eða eru fleiri lög á döfinni? Við stefnum klárlega á það að vinna mikið saman á næstunni, og þá mikið í sumar. Við förum meðal annars saman og spilum á tónlistarhátíðinni Westerpop í Delft, Hollandi. Hrannar stefnir á að halda áfram í live geiranum og gefa út Óvita plötu á næstunni. Þetta væri önnur plata Óvita þar sem hann gaf út plötuna Ranka Við síðastliðið haust. Kolbrún og Hrannar vinna vel saman.Aðsend Þar sem við vinnum svo mikið saman stefnum við einnig á það að vera með sameiginlegt stúdíó og erum að sanka að okkur ýmis konar skemmtilegum græjum. Stærsta vandamálið er þó góð aðstaða og erum við því í sífelldri leit að skemmtilegum rýmum. Einnig er það draumur okkar beggja að fara hringferð um landið og spila á mismunandi stöðum, mikið í heimabæjum þar sem við erum bæði ættuð utan af landi. Ef tækifæri gefst munum við reyna að framkvæma tónleikaferð í sumar. Kolbrún, hvernig var tilfinningin að vinna músíktilraunir og hvað er framundan? Þetta er í rauninni búið að vera mjög skrítið ferli, er ekki alveg búin að ná utan um allt sem er búið að gerast seinasta mánuð. Er búin að fá að upplifa hluti sem mig hefði aldrei getað dreymt um og kynnast fullt af ótrúlega hæfileikaríku og frábæru fólki. View this post on Instagram A post shared by Kolbru n - KUSK (@kolbrunoskars) Það er vissulega búið að vera mikið álag en samt skemmtilegt álag og er þakklát fyrir að hafa bara gott fólk í kringum mig sem styður allt sem ég geri. Núna er ég að klára plötu að nafni Skvaldur þar sem hægt verður að finna ýmis lög sem heyrst hafa hér og þar, eins og til dæmis Undan Berum Himni, Snúðu Þér og Lúpínur. Ég stefni svo á það að spila eins mikið af tónlist og ég get í sumar, þar sem það er það skemmtilegasta sem ég geri. Við Hrannar erum líka alltaf eitthvað að bralla og stefnum svo sannarlega á það að gera eitthvað sameiginlegt verkefni á næstunni. Annað sem þið viljið taka fram? Til að fagna útgáfu lagsins þá ætlum við að halda útgáfutónleika á KEX hostel föstudaginn 27. maí næstkomandi. Það verður frítt inn og engin önnur en hljómsveitin Inspector Spacetime spilar með okkur. Hlökkum til að sjá sem flesta og njótið lagsins. Tónlist Tengdar fréttir „Langar að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum“ Söngkonan Kolbrún Óskarsdóttir er 18 ára gömul og lýsir sér sem miðbæjarrottu úr Reykjavík. Þessi unga söngkona gengur undir listamannsnafninu KUSK og sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Flugvélar og er unnið með dúóinu Óviti, sem Hrannar Máni og Snorri Beck skipa. 4. mars 2022 14:30 Mest lesið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hvernig varð lagið Elsku vinur til? Lagið var samið í einu góðu útrásarkasti í stúdíóinu. Við sömdum það og tókum allt upp á rúmlega fjórum klukkutímum, sem er persónulegt met. Þetta byrjaði með skemmtilegum gítarhljómum sem þróuðust út í orkumikið popplag. Hrannar pródúseraði allt lagið, samdi undirspilið og tók upp öll hljóðfærin í því, mætti segja að eins manns hljómsveit væri á ferð. Kolbrún hins vegar samdi textana í laginu og laglínu viðlagsins. Þetta er í rauninni mjög hefðbundin uppskrift af því hvernig við vinnum saman. Mætum í stúdíóið án þess að vera með neitt ákveðið heldur byrjum bara á einhverju einu, sem í þessu tilfelli var gítarinn. Svo fór lagið í langt mix og master ferli sem Snorri Beck tók að sér. View this post on Instagram A post shared by ÓVITI (@oviti_) Hvaðan sóttuð þið innblástur fyrir laginu? Það var heillandi að búa til lag sem skemmtilegt væri að spila live með hljómsveit, og sóttu við því mikið í að taka upp live hljóðfæri í stúdíóinu. Við vorum nýbúin að byrja upptökuferli í hljómsveitinni okkar, Keikó, þar sem Hrannar pródúseraði með live hljóðfærum. Hrannar langaði að fara meira í live áttina með tónlistina sína og er því Elsku Vinur eins konar frumburður nýrrar stefnu. Innblástur sóttum við mikið í líðandi stundir. View this post on Instagram A post shared by ÓVITI (@oviti_) Nú vinnið þið vel saman sem tónlistarfólk - stefnið þið á að gefa út breiðskífu saman eða eru fleiri lög á döfinni? Við stefnum klárlega á það að vinna mikið saman á næstunni, og þá mikið í sumar. Við förum meðal annars saman og spilum á tónlistarhátíðinni Westerpop í Delft, Hollandi. Hrannar stefnir á að halda áfram í live geiranum og gefa út Óvita plötu á næstunni. Þetta væri önnur plata Óvita þar sem hann gaf út plötuna Ranka Við síðastliðið haust. Kolbrún og Hrannar vinna vel saman.Aðsend Þar sem við vinnum svo mikið saman stefnum við einnig á það að vera með sameiginlegt stúdíó og erum að sanka að okkur ýmis konar skemmtilegum græjum. Stærsta vandamálið er þó góð aðstaða og erum við því í sífelldri leit að skemmtilegum rýmum. Einnig er það draumur okkar beggja að fara hringferð um landið og spila á mismunandi stöðum, mikið í heimabæjum þar sem við erum bæði ættuð utan af landi. Ef tækifæri gefst munum við reyna að framkvæma tónleikaferð í sumar. Kolbrún, hvernig var tilfinningin að vinna músíktilraunir og hvað er framundan? Þetta er í rauninni búið að vera mjög skrítið ferli, er ekki alveg búin að ná utan um allt sem er búið að gerast seinasta mánuð. Er búin að fá að upplifa hluti sem mig hefði aldrei getað dreymt um og kynnast fullt af ótrúlega hæfileikaríku og frábæru fólki. View this post on Instagram A post shared by Kolbru n - KUSK (@kolbrunoskars) Það er vissulega búið að vera mikið álag en samt skemmtilegt álag og er þakklát fyrir að hafa bara gott fólk í kringum mig sem styður allt sem ég geri. Núna er ég að klára plötu að nafni Skvaldur þar sem hægt verður að finna ýmis lög sem heyrst hafa hér og þar, eins og til dæmis Undan Berum Himni, Snúðu Þér og Lúpínur. Ég stefni svo á það að spila eins mikið af tónlist og ég get í sumar, þar sem það er það skemmtilegasta sem ég geri. Við Hrannar erum líka alltaf eitthvað að bralla og stefnum svo sannarlega á það að gera eitthvað sameiginlegt verkefni á næstunni. Annað sem þið viljið taka fram? Til að fagna útgáfu lagsins þá ætlum við að halda útgáfutónleika á KEX hostel föstudaginn 27. maí næstkomandi. Það verður frítt inn og engin önnur en hljómsveitin Inspector Spacetime spilar með okkur. Hlökkum til að sjá sem flesta og njótið lagsins.
Tónlist Tengdar fréttir „Langar að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum“ Söngkonan Kolbrún Óskarsdóttir er 18 ára gömul og lýsir sér sem miðbæjarrottu úr Reykjavík. Þessi unga söngkona gengur undir listamannsnafninu KUSK og sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Flugvélar og er unnið með dúóinu Óviti, sem Hrannar Máni og Snorri Beck skipa. 4. mars 2022 14:30 Mest lesið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Langar að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum“ Söngkonan Kolbrún Óskarsdóttir er 18 ára gömul og lýsir sér sem miðbæjarrottu úr Reykjavík. Þessi unga söngkona gengur undir listamannsnafninu KUSK og sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Flugvélar og er unnið með dúóinu Óviti, sem Hrannar Máni og Snorri Beck skipa. 4. mars 2022 14:30