Skammaði sína æðstu embættismenn fyrir „vanþroska“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2022 12:17 Kim Jong Un á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði sína æðstu embættismenn fyrir þroskaleysi og fyrir að bregðast í viðbrögðum við faraldri Covid-19 þar í landi. Þetta segja ríkismiðlar Norður-Kóreu að Kim hafi gert á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu (Politburo) á dögunum. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja 232.880 íbúa landsins vera með hitaeinkenni eftir að sex voru sagðir hafa dáið vegna Covid. Ekki hafa verið gefnar upp tölur um hve margir hafa greinst með Covid. Í heildina hafa 1,72 milljónir manna greinst með hitaeinkenni, samkvæmt yfirvöldum og 62 hafa dáið, samkvæmt frétt Reuters. Norður-Kórea er einangraðasta ríki í heimi og þar eru landsmenn óbólusettir. Til viðbótar við það er heilbrigðiskerfi landsins verulega vanþróað og heilt yfir er fólk ekki talið við góða heilsu, að hluta til vegna langvarandi fæðuskorts í Norður-Kóreu. Ríkið hefur ekki mikla skimunargetu og óttast sérfræðingar að faraldurinn gæti haft verulega slæm áhrif á ríkið. Ríkisstjórn Norður-Kóreu segir hins vegar að jákvæð teikn séu á lofti í faraldrinum og fólki með einkennum fari fækkandi milli daga. Yonhap fréttaveitan hefur eftir Kim að embættismenn hafi ekki brugðist nógu hratt við á fyrstu stigum faraldursins í Norður-Kóreu. Það hefði leitt til aukinna vandræða fyrir þjóðina og það þyrfti að bæta sem fyrst. Athygli hefur vakið að Kim og aðrir á fundinum voru ekki með grímur, því Kim sást með tvær grímur fyrr í vikunni. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. 17. maí 2022 19:10 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu segja 232.880 íbúa landsins vera með hitaeinkenni eftir að sex voru sagðir hafa dáið vegna Covid. Ekki hafa verið gefnar upp tölur um hve margir hafa greinst með Covid. Í heildina hafa 1,72 milljónir manna greinst með hitaeinkenni, samkvæmt yfirvöldum og 62 hafa dáið, samkvæmt frétt Reuters. Norður-Kórea er einangraðasta ríki í heimi og þar eru landsmenn óbólusettir. Til viðbótar við það er heilbrigðiskerfi landsins verulega vanþróað og heilt yfir er fólk ekki talið við góða heilsu, að hluta til vegna langvarandi fæðuskorts í Norður-Kóreu. Ríkið hefur ekki mikla skimunargetu og óttast sérfræðingar að faraldurinn gæti haft verulega slæm áhrif á ríkið. Ríkisstjórn Norður-Kóreu segir hins vegar að jákvæð teikn séu á lofti í faraldrinum og fólki með einkennum fari fækkandi milli daga. Yonhap fréttaveitan hefur eftir Kim að embættismenn hafi ekki brugðist nógu hratt við á fyrstu stigum faraldursins í Norður-Kóreu. Það hefði leitt til aukinna vandræða fyrir þjóðina og það þyrfti að bæta sem fyrst. Athygli hefur vakið að Kim og aðrir á fundinum voru ekki með grímur, því Kim sást með tvær grímur fyrr í vikunni.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. 17. maí 2022 19:10 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. 17. maí 2022 19:10