Fernudraumurinn lifir eftir endurkomusigur Liverpool Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2022 20:38 Roberto Firmino og félagar gátu leyft sér að fagna í kvöld. Clive Rose/Getty Images Liverpool heldur enn í vonina um Englandsmeistaratitilinn eftir 1-2 útisigur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Liverpool þurftu svo sannarlega á sigri að halda er liðið heimsótti Southampton í kvöld, en tap hefði þýtt að Manchester City væri enskur meistari annað árið í röð. Það voru heimamenn í Southampton sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Nathan Redmond kom boltanum í netið með góðu skoti í fjærhornið á 13. mínútu sem hafði þó viðkomu í varnarmanni Liverpool á leið sinni í markið. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var æfur á hliðarlínunni þegar boltinn hafnaði í netinu, enda fannst honum Lyanco brjóta á Diogo Jota í aðdraganda marksins. Þjóðverjinn hafði líklega eitthvað til síns máls, en ekkert var dæmt og markið stóð. Gestirnir í Liverpool létu það þó ekki slá sig út af laginu og japanski landsliðsmaðurinn Takumi Minamino jafnaði metin á 27. mínútu eftir stoðsendingu frá Diogo Jota og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo Joel Matip sem tryggði gestunum í Liverpool sigurinn á 67. mínútu þegar hann stangaði hornspyrnu Konstantinos Tsimikas í netið. Niðurstaðan varð því 1-2 sigur Liverpool og liðið heldur enn í vonina um að vinna fjórfalt á tímabilinu. Liverpool situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 89 stig fyrir lokaumferðina, aðeins einu stigi á eftir Manchester City. Liverpool mætir Wolves í lokaumferðinni og á sama tíma tekur Manchester City á móti Aston Villa. Liverpool þarf á sigri að halda og treysta því að Aston Villa taki stig af Englandsmeisturunum. Enski boltinn
Liverpool heldur enn í vonina um Englandsmeistaratitilinn eftir 1-2 útisigur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Liverpool þurftu svo sannarlega á sigri að halda er liðið heimsótti Southampton í kvöld, en tap hefði þýtt að Manchester City væri enskur meistari annað árið í röð. Það voru heimamenn í Southampton sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Nathan Redmond kom boltanum í netið með góðu skoti í fjærhornið á 13. mínútu sem hafði þó viðkomu í varnarmanni Liverpool á leið sinni í markið. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var æfur á hliðarlínunni þegar boltinn hafnaði í netinu, enda fannst honum Lyanco brjóta á Diogo Jota í aðdraganda marksins. Þjóðverjinn hafði líklega eitthvað til síns máls, en ekkert var dæmt og markið stóð. Gestirnir í Liverpool létu það þó ekki slá sig út af laginu og japanski landsliðsmaðurinn Takumi Minamino jafnaði metin á 27. mínútu eftir stoðsendingu frá Diogo Jota og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo Joel Matip sem tryggði gestunum í Liverpool sigurinn á 67. mínútu þegar hann stangaði hornspyrnu Konstantinos Tsimikas í netið. Niðurstaðan varð því 1-2 sigur Liverpool og liðið heldur enn í vonina um að vinna fjórfalt á tímabilinu. Liverpool situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 89 stig fyrir lokaumferðina, aðeins einu stigi á eftir Manchester City. Liverpool mætir Wolves í lokaumferðinni og á sama tíma tekur Manchester City á móti Aston Villa. Liverpool þarf á sigri að halda og treysta því að Aston Villa taki stig af Englandsmeisturunum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti