Rivian klúðrar tilkynningu um afhendingu á R1S Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. maí 2022 07:00 Vidya Rajagopalan yfirmaður vélbúnaðarþróunar hjá Rivian með nýja R1S bílinn sinn. Bandaríski rafbílaframleiðandinn Rivian setti á Twitter reikning sinn mynd af afhendingu á Rivian R1S jeppanum. Mikil eftirvænting hefur verið vegna afhendinga R1S. Myndin þykir frekar vandræðaleg þar sem eigandinn á myndinni er yfirmaður vélbúanaðarþróunar hjá fyrirtækinu, Vidya Rajagopalan. Talsmaður Rivian hefur viðurkennt að Vidya sé eigandi bílsins en bætti í snatri við að „afhendingar á R1S eru hafnar. Við höldum áfram að auka framleiðslugetu okkar á R1S og erum að afhenda bíla af þessari gerð,“ bætti talsmaður Rivian við. We're just as excited as you are, new R1 owners! ✨ pic.twitter.com/lvHS15Tlyb— Rivian (@Rivian) May 12, 2022 Afhendingar eru hafnar miðað við samfélagsmiðla Rivian. Rivian hefur tíst myndum af haningjusömum eigendum. Hingað til hefur Rivian einungis afhent R1T pallbílinn og svo tveimur starfsmönnum sínum R1S. Í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs sagði Rivian að afhendir hefðu verið 1227 bílar og 2552 smíðaðir. Hins vegar voru bílarnir ekki sundurliðaðir niður á undirtegund. Rivian R1S er fáanlegur á heimasíðu Rivian með upphafsverð á 72.500 dollara eða um 9,5 milljónir króna í Explore útfærslu, sem er fjórhjóladrifin tveggja mótora bíll. Sá bíll verður ekki afhendur fyrr en árið 2024. Hægt er að fá bíl í Adventure og Launch Edition útfærslum á þessu ári, samkvæmt heimasíðu Rivian. Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent
Talsmaður Rivian hefur viðurkennt að Vidya sé eigandi bílsins en bætti í snatri við að „afhendingar á R1S eru hafnar. Við höldum áfram að auka framleiðslugetu okkar á R1S og erum að afhenda bíla af þessari gerð,“ bætti talsmaður Rivian við. We're just as excited as you are, new R1 owners! ✨ pic.twitter.com/lvHS15Tlyb— Rivian (@Rivian) May 12, 2022 Afhendingar eru hafnar miðað við samfélagsmiðla Rivian. Rivian hefur tíst myndum af haningjusömum eigendum. Hingað til hefur Rivian einungis afhent R1T pallbílinn og svo tveimur starfsmönnum sínum R1S. Í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs sagði Rivian að afhendir hefðu verið 1227 bílar og 2552 smíðaðir. Hins vegar voru bílarnir ekki sundurliðaðir niður á undirtegund. Rivian R1S er fáanlegur á heimasíðu Rivian með upphafsverð á 72.500 dollara eða um 9,5 milljónir króna í Explore útfærslu, sem er fjórhjóladrifin tveggja mótora bíll. Sá bíll verður ekki afhendur fyrr en árið 2024. Hægt er að fá bíl í Adventure og Launch Edition útfærslum á þessu ári, samkvæmt heimasíðu Rivian.
Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent