Úkraína 1. sæti

Kalush Orchestra flutti lagið Stefania fyrir Úkraínu. Heildarfjöldi stiga þeirra var 631. Keppnin var einstaklega spennandi og Svíþjóð, Spánn Úkraína og Bretland börðust hart á toppnum.
Bretland í 2. sæti
Sam Ryder flutti lagið Space Man fyrir Bretland. Hann endaði í öðru sæti með 466 stig.
Spánn í 3. sæti
Chanel söng fyrir Spán í ár lagið SloMo. Hún hlaut alls 459 stig.
Svíþjóð í 4. sæti
Cornelia Jakobs söng lagið Hold Me Closer fyrir Svíþjóð. Hún hlaut alls 438 stig.
Serbía í 5. sæti
Konstrakta söng lagið In Corporate Sano fyrir Serbíu. Hún endaði í fimmta sæti með 312 stig.
Ítalía í 6. sæti
Mahmood & Blanco sungu Brividi fyrir Ítalíu. Þeir enduðu með 268 stig í sjötta sæti.
Ísland í 23. sæti
Ísland endaði í 23.sæti í Eurovision í ár og endaði með 20 stig, tíu frá dómnefndum og 10 frá símakosningu. Systur stóðu sig ótrúlega vel og gekk flutningur þeirra á Með hækkandi sól algjörlega upp.
Tíundu upp úr riðlinum
Opinberað hefur verið hvernig kosningin var í undankeppnum Eurovision. Á þriðjudag var Ísland í tíunda sæti af þeim tíu löndum sem komust áfram.
Alls voru sautján lög í riðlinum. Mia Dimšić, sem keppti fyrir hönd Króatíu með lagið Guilty Pleasure, sat í ellefta sæti og var með 75 stig en Ísland var 28 stigum yfir. Kalush Orchestra frá Úkraínu fengu 337 stig á fyrra undankvöldinu og voru í fyrsta sæti.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.