„Sokknum verður ekki skilað“ Atli Arason skrifar 13. maí 2022 23:32 Gunnar Magnús Jónsson með sokkinn umtalaða. Vísir/Atli Arason Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sagði að liðið sitt hefði ekki mætt klárt til leiks gegn Aftureldingu í 1-2 tapi liðsins í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta. „Mér fannst við ekki mæta tilbúnar. Við vorum búnar að ræða það fyrir leik að þetta yrði gríðarlega mikill baráttu leikur en við vorum ekki tilbúnar í baráttuna og fengum á okkur ódýr mörk. Svo voru þær mikið til baka í síðari hálfleik og við náðum ekki að skapa okkur neitt svakalegt en svona getur fótboltinn verið,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Lið Keflavíkur kom öllum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni og þar á meðal stórlið Breiðabliks. Eftir þann leik vildi Gunnar koma sokk til skila til Helenu Ólafs og fleiri sem höfðu spáð Keflavíkingum hrakfalls gengi á tímabilinu og vakti það mikla athygli. Eftir tvo tapleiki í röð var Gunnar eðlilega spurður að því hvort það væri þá tímabært að skila sokknum til baka. „Ég veit það nú ekki. Þetta er þannig í fótboltanum að maður þarf að gleðjast þegar það gengur vel og það er bara eðlilegt. Ég ætla að vona það hlakki ekki í skólasystur minni henni Helenu þegar það gengur illa hjá okkur, en nei nei, sokknum verður ekki skilað,“ svaraði Gunnar og gat leyft sér að horfa á kímnislega hlið þessa umtalaða atviks. Keflvíkingar styrktu hóp sinn fyrir gluggalok með því að fá til liðs við sig spænskan miðjumann að nafni Maria Corral Pinon. Maria spilaði með Ana Paula Santos, leikmanni Keflavíkur, í William Carey háskólanum í Mississippi í Bandaríkjunum. „Hún kemur til landsins seinni hlutann í maí. Það vill svo til að þetta er vinkona hennar Önnu Pálu og hún er bara að koma í heimsókn og ætlar að fá að æfa með okkur og við létum hana bara fá félagaskipti. Síðan kemur í ljós hvort hún muni spila með okkur eða ekki,“ sagði Gunnar að lokum, aðspurður út í nýjasta liðsstyrk Keflavíkur. Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
„Mér fannst við ekki mæta tilbúnar. Við vorum búnar að ræða það fyrir leik að þetta yrði gríðarlega mikill baráttu leikur en við vorum ekki tilbúnar í baráttuna og fengum á okkur ódýr mörk. Svo voru þær mikið til baka í síðari hálfleik og við náðum ekki að skapa okkur neitt svakalegt en svona getur fótboltinn verið,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Lið Keflavíkur kom öllum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni og þar á meðal stórlið Breiðabliks. Eftir þann leik vildi Gunnar koma sokk til skila til Helenu Ólafs og fleiri sem höfðu spáð Keflavíkingum hrakfalls gengi á tímabilinu og vakti það mikla athygli. Eftir tvo tapleiki í röð var Gunnar eðlilega spurður að því hvort það væri þá tímabært að skila sokknum til baka. „Ég veit það nú ekki. Þetta er þannig í fótboltanum að maður þarf að gleðjast þegar það gengur vel og það er bara eðlilegt. Ég ætla að vona það hlakki ekki í skólasystur minni henni Helenu þegar það gengur illa hjá okkur, en nei nei, sokknum verður ekki skilað,“ svaraði Gunnar og gat leyft sér að horfa á kímnislega hlið þessa umtalaða atviks. Keflvíkingar styrktu hóp sinn fyrir gluggalok með því að fá til liðs við sig spænskan miðjumann að nafni Maria Corral Pinon. Maria spilaði með Ana Paula Santos, leikmanni Keflavíkur, í William Carey háskólanum í Mississippi í Bandaríkjunum. „Hún kemur til landsins seinni hlutann í maí. Það vill svo til að þetta er vinkona hennar Önnu Pálu og hún er bara að koma í heimsókn og ætlar að fá að æfa með okkur og við létum hana bara fá félagaskipti. Síðan kemur í ljós hvort hún muni spila með okkur eða ekki,“ sagði Gunnar að lokum, aðspurður út í nýjasta liðsstyrk Keflavíkur.
Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira