Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Þróttur R. 1-2 | Endurkomusigur Þróttar í Eyjum Einar Kárason skrifar 14. maí 2022 20:20 Vísir/Hulda Margrét Kalt var og vindurinn blés úr austri þegar ÍBV tók á móti Þrótti á Hásteinsvelli. Eyjastúlkur hófu leikinn með vindinn í bakið og léku í átt að Herjólfsdal. Strax á fjórðu mínútu átti Ameera Abdella Hussen skot að marki gestanna en boltinn í stöngina. Sú tilraun var sú fyrsta í skotárás heimastúlkna sem áttu hverja tilraunina á fætur annarri en Íris Dögg Gunnarsdóttir í marki Þróttara átti frábæran dag milli stanganna. Leikurinn fór nánast einungis fram á vallarhelmingi gestanna en það var ekki fyrr en eftir rétt rúman hálftíma leik að fyrsta markið leit dagsins ljós. Kristín Erna Sigurlásdóttir, sem hafði lagt upp urmul færa fram að þessu, renndi boltanum inn á fyrrnefnda Ameeru sem skoraði með föstu skoti á nærstöng. Heimastúlkur loksins komnar yfir. Eyjastúlkur sóttu án afláts eftir markið og vildu þær fá víti þegar Olga Sevcova féll í teignum en ekkert dæmt. Þrátt fyrir ótal tilraunir og góð færi var munurinn ekki nema eitt mark milli liðanna þegar komið var að hálfleik. Í síðari hálfleik sáu gestirnir, með vindinn í bakið, mun meira af boltanum og átti Danielle Julia Marcano fínt skot að marki eftir tíu mínútna leik en Guðný Geirsdóttir varði vel í marki ÍBV. Bæði lið fengu færi en sóknir Þróttara voru þyngri og fengu þær betri færin. Guðný varði aftur vel frá Danielle um miðjan hálfleikinn en þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum náði Murphy Alexandra Agnew að jafna leikinn þegar hún fylgdi eftir skoti Kötlu Tryggvadóttur sem hafnaði stönginni. Allt jafnt á nýjan leik og spennandi loka mínútur framundan. Fimm mínútum síðar komust gestirnir yfir og það með marki af dýrari gerðinni. Sæunn Björnsdóttir fékk þá boltann örlítið fyrir framan miðjuhring og lét vaða að marki með sterkan vindinn í bakið. Boltinn fór í þráðbeinni línu í samskeytin þar sem Guðný gat engum vörnum við komið og endurkoma gestanna fullkomnuð. Við markið fór allur vindur úr liði ÍBV og var Katla nálægt því að tvöfalda forskot Þróttara þegar hún skaut í stöngina með fínu skoti úr teignum. Mörkin urðu ekki fleiri og frábær útisigur Þróttara niðurstaðan í hörkuleik. Af hverju vann Þróttur? Eyjastúlkur hljóta að horfa til baka á öll þau færi sem fóru forgörðum í fyrri hálfleik. Þær fóru með eitt mark inn í hálfleikinn vitandi það að gestirnir myndu sækja mun meira með vindinn í bakið í þeim síðari. Hverjar stóðu upp úr? Í fyrri hálfleiknum var Íris Dögg frábær í marki Þróttar og í raun hélt þeim inni í leiknum. Kristín Erna og Ameera fóru mikinn í sóknarleik ÍBV en það vantaði að koma boltanum oftar yfir línuna. Í síðari hálfleiknum átti Guðný í marki ÍBV fínan leik þar sem hún var hugrökk og varði nokkrum sinnum vel. Katla var mun meira áberandi í liði Þróttara í seinni hálfleiknum og var sífellt ógnandi. Danielle Julia var einnig spræk. Hvað gekk illa? Eins og áður kom fram var hreint ótrúlegt að ÍBV hafi einungis skorað eitt mark á fyrstu fjörtíu og fimm mínútunum og var refsað með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Annars er lítið annað hægt að lasta en bæði lið spiluðu fínan fótbolta við erfiðar aðstæður. Hvað gerist næst? Eyjastúlkur eiga fyrir erfitt verkefni gegn Breiðablik á útivelli en Þróttur tekur á móti Þór/KA. Báðir þessir leikir eru á miðvikudaginn næstkomandi. Jonathan Glenn: Tveir ólíkir hálfleikar ,,Þetta voru tveir ólíkir hálfleikar,” sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Vindurinn spilaði stórt hlutverk í leiknum. Við gerðum meira en nóg í fyrri hálfleiknum til að skora fleiri mörk. Í seinni hálfleiknum voru þær með vindinn í bakið og voru beinskeyttari í sínum aðgerðum.” ,,Hefðum við nýtt eitthvað af þessum færum í fyrrhálfleik hefðum við haft eitthvað til að falla aftur á en á sama tíma pressuðum við vel og sköpuðum nokkur færi í seinni hálfleik. Ég er gríðarlega svekktur. Það var eitt augnablik þar sem við missum boltann í fyrsta markinu og þær refsa okkur. Seinna markið er svo í heimsklassa en vindurinn spilaði stórt hlutverk í því marki.” ,,Við erum vaxandi í okkar leik og erum sífellt að bæta okkur. Við horfum á það jákvæða í okkar leik og byggjum ofan á það.” Nik: Vindurinn gerði erfitt fyrir Nik Chamberlain var ánægður með stigin þrjú. ,,Vindurinn gerði þetta erfitt fyrir. Við vildum hafa vindinn í seinni hálfleik og ég taldi okkur hafa næga orku til að klára verkefnið. Þetta var klárlega leikur tveggja ólíkra hálfleika. ÍBV átti ótal færi í fyrri hálfleiknum og nokkra í þeim síðari en Íris (Dögg Gunnarsdóttir) varði nokkrum sinnum frábærlega. Það að koma hingað og ná í þrjú stig við þessar aðstæður er risastórt.” ,,Við hefðum getað verið tveimur, þremur mörkum undir í hálfleik og út úr leiknum en aðeins einu marki undir í hálfleik fannst mér við hafa sjálfstraustið til að koma til baka. Það tók okkur smá tíma að komast í gang en þetta var varla dagur til að spila fótbolta. Við þurftum að grafa djúpt og vinna og með smá heppni og gæðum náðum við að koma þessu yfir línuna.” ,,Við erum búnar að spila á tveimur grasvöllum í röð og taka fjögur stig. Það er stórt. Þetta er besta byrjun á tímabili sem við höfum átt. Venjulega tekur það okkur sex til sjö leiki til að vakna og taka stig. Við erum núna að sækja stig snemma án þess að spila of vel. Spilamennskan mun batna með nýju leikmönnunum og ungu leikmönnunum en það er mikilvægt að ná í stig núna.” Alvöru sigurmark ,,Sæunn (Björnsdóttir) getur skotið. Það var eitthvað sem við vildum fá í seinni hálfleiknum. Hún hefur gæðin til að skjóta langt frá marki og með vindinn bakið flaug boltinn eins og raketta í samskeytin.” ÍBV Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna
Kalt var og vindurinn blés úr austri þegar ÍBV tók á móti Þrótti á Hásteinsvelli. Eyjastúlkur hófu leikinn með vindinn í bakið og léku í átt að Herjólfsdal. Strax á fjórðu mínútu átti Ameera Abdella Hussen skot að marki gestanna en boltinn í stöngina. Sú tilraun var sú fyrsta í skotárás heimastúlkna sem áttu hverja tilraunina á fætur annarri en Íris Dögg Gunnarsdóttir í marki Þróttara átti frábæran dag milli stanganna. Leikurinn fór nánast einungis fram á vallarhelmingi gestanna en það var ekki fyrr en eftir rétt rúman hálftíma leik að fyrsta markið leit dagsins ljós. Kristín Erna Sigurlásdóttir, sem hafði lagt upp urmul færa fram að þessu, renndi boltanum inn á fyrrnefnda Ameeru sem skoraði með föstu skoti á nærstöng. Heimastúlkur loksins komnar yfir. Eyjastúlkur sóttu án afláts eftir markið og vildu þær fá víti þegar Olga Sevcova féll í teignum en ekkert dæmt. Þrátt fyrir ótal tilraunir og góð færi var munurinn ekki nema eitt mark milli liðanna þegar komið var að hálfleik. Í síðari hálfleik sáu gestirnir, með vindinn í bakið, mun meira af boltanum og átti Danielle Julia Marcano fínt skot að marki eftir tíu mínútna leik en Guðný Geirsdóttir varði vel í marki ÍBV. Bæði lið fengu færi en sóknir Þróttara voru þyngri og fengu þær betri færin. Guðný varði aftur vel frá Danielle um miðjan hálfleikinn en þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum náði Murphy Alexandra Agnew að jafna leikinn þegar hún fylgdi eftir skoti Kötlu Tryggvadóttur sem hafnaði stönginni. Allt jafnt á nýjan leik og spennandi loka mínútur framundan. Fimm mínútum síðar komust gestirnir yfir og það með marki af dýrari gerðinni. Sæunn Björnsdóttir fékk þá boltann örlítið fyrir framan miðjuhring og lét vaða að marki með sterkan vindinn í bakið. Boltinn fór í þráðbeinni línu í samskeytin þar sem Guðný gat engum vörnum við komið og endurkoma gestanna fullkomnuð. Við markið fór allur vindur úr liði ÍBV og var Katla nálægt því að tvöfalda forskot Þróttara þegar hún skaut í stöngina með fínu skoti úr teignum. Mörkin urðu ekki fleiri og frábær útisigur Þróttara niðurstaðan í hörkuleik. Af hverju vann Þróttur? Eyjastúlkur hljóta að horfa til baka á öll þau færi sem fóru forgörðum í fyrri hálfleik. Þær fóru með eitt mark inn í hálfleikinn vitandi það að gestirnir myndu sækja mun meira með vindinn í bakið í þeim síðari. Hverjar stóðu upp úr? Í fyrri hálfleiknum var Íris Dögg frábær í marki Þróttar og í raun hélt þeim inni í leiknum. Kristín Erna og Ameera fóru mikinn í sóknarleik ÍBV en það vantaði að koma boltanum oftar yfir línuna. Í síðari hálfleiknum átti Guðný í marki ÍBV fínan leik þar sem hún var hugrökk og varði nokkrum sinnum vel. Katla var mun meira áberandi í liði Þróttara í seinni hálfleiknum og var sífellt ógnandi. Danielle Julia var einnig spræk. Hvað gekk illa? Eins og áður kom fram var hreint ótrúlegt að ÍBV hafi einungis skorað eitt mark á fyrstu fjörtíu og fimm mínútunum og var refsað með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Annars er lítið annað hægt að lasta en bæði lið spiluðu fínan fótbolta við erfiðar aðstæður. Hvað gerist næst? Eyjastúlkur eiga fyrir erfitt verkefni gegn Breiðablik á útivelli en Þróttur tekur á móti Þór/KA. Báðir þessir leikir eru á miðvikudaginn næstkomandi. Jonathan Glenn: Tveir ólíkir hálfleikar ,,Þetta voru tveir ólíkir hálfleikar,” sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Vindurinn spilaði stórt hlutverk í leiknum. Við gerðum meira en nóg í fyrri hálfleiknum til að skora fleiri mörk. Í seinni hálfleiknum voru þær með vindinn í bakið og voru beinskeyttari í sínum aðgerðum.” ,,Hefðum við nýtt eitthvað af þessum færum í fyrrhálfleik hefðum við haft eitthvað til að falla aftur á en á sama tíma pressuðum við vel og sköpuðum nokkur færi í seinni hálfleik. Ég er gríðarlega svekktur. Það var eitt augnablik þar sem við missum boltann í fyrsta markinu og þær refsa okkur. Seinna markið er svo í heimsklassa en vindurinn spilaði stórt hlutverk í því marki.” ,,Við erum vaxandi í okkar leik og erum sífellt að bæta okkur. Við horfum á það jákvæða í okkar leik og byggjum ofan á það.” Nik: Vindurinn gerði erfitt fyrir Nik Chamberlain var ánægður með stigin þrjú. ,,Vindurinn gerði þetta erfitt fyrir. Við vildum hafa vindinn í seinni hálfleik og ég taldi okkur hafa næga orku til að klára verkefnið. Þetta var klárlega leikur tveggja ólíkra hálfleika. ÍBV átti ótal færi í fyrri hálfleiknum og nokkra í þeim síðari en Íris (Dögg Gunnarsdóttir) varði nokkrum sinnum frábærlega. Það að koma hingað og ná í þrjú stig við þessar aðstæður er risastórt.” ,,Við hefðum getað verið tveimur, þremur mörkum undir í hálfleik og út úr leiknum en aðeins einu marki undir í hálfleik fannst mér við hafa sjálfstraustið til að koma til baka. Það tók okkur smá tíma að komast í gang en þetta var varla dagur til að spila fótbolta. Við þurftum að grafa djúpt og vinna og með smá heppni og gæðum náðum við að koma þessu yfir línuna.” ,,Við erum búnar að spila á tveimur grasvöllum í röð og taka fjögur stig. Það er stórt. Þetta er besta byrjun á tímabili sem við höfum átt. Venjulega tekur það okkur sex til sjö leiki til að vakna og taka stig. Við erum núna að sækja stig snemma án þess að spila of vel. Spilamennskan mun batna með nýju leikmönnunum og ungu leikmönnunum en það er mikilvægt að ná í stig núna.” Alvöru sigurmark ,,Sæunn (Björnsdóttir) getur skotið. Það var eitthvað sem við vildum fá í seinni hálfleiknum. Hún hefur gæðin til að skjóta langt frá marki og með vindinn bakið flaug boltinn eins og raketta í samskeytin.”
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti