Tottenham galopnaði baráttuna um fjórða sætið með öruggum sigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. maí 2022 20:39 Tottenham vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn erkifjendum sínum í kvöld. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Tottenham vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og baráttan um laust sæti í Meistaradeildinni lifir enn góðu lífi. Gestirnir í Arsenal virtust hættulegri á upphafsmínútum leiksins, en það átti svo sannarlega eftir að breytast. Eftir um tuttugu mínútna leik gerðist Cedric Soares sekur um klaufaleg mistök þegar hann braut á Heung-Min Son innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Harry Kane fór á punktinn og sendi Aaron Ramsdale í rangt horn, 1-0. Ekki batnaði útlitið fyrir gestina á 33. mínútu þegar Rob Holding fékk sitt annað gula spjald á stuttum tíma fyrir að brjóta á Kóreumanninum Heunh-Min Son og þar með rautt. Gestirnir þurftu því að leika seinasta klukkutíman manni færri. Aðeins fjórum mínútum eftir rauða spjaldið nýttu heimamenn sér liðsmuninn þegar Harry Kane skallaði boltann í netið eftir að Rodrigo Bentancur hafði stýrt hornspyrnu í átt að marki. Þetta reyndist seinasta mark fyrri hálfleiks og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Það var svo Kóreumaðurinn Heung-Min Son sem skoraði það sem reyndist seinasta mark leiksins þegar hann kom boltanum í netið af stuttu færi snemma í síðari hálfleik og tryggði liðinu þar með öruggan 3-0 sigur. That one felt good 🔥 pic.twitter.com/Q4BpW3b4rn— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) May 12, 2022 Þrátt fyrir ósigurinn gegn erkifjendum sínum er Arsenal enn í bílstjórasætinu í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið er með 66 stig í fjórða sæti þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu, einu stigi meira en Tottenham sem situr sæti neðar. Enski boltinn
Tottenham vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og baráttan um laust sæti í Meistaradeildinni lifir enn góðu lífi. Gestirnir í Arsenal virtust hættulegri á upphafsmínútum leiksins, en það átti svo sannarlega eftir að breytast. Eftir um tuttugu mínútna leik gerðist Cedric Soares sekur um klaufaleg mistök þegar hann braut á Heung-Min Son innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Harry Kane fór á punktinn og sendi Aaron Ramsdale í rangt horn, 1-0. Ekki batnaði útlitið fyrir gestina á 33. mínútu þegar Rob Holding fékk sitt annað gula spjald á stuttum tíma fyrir að brjóta á Kóreumanninum Heunh-Min Son og þar með rautt. Gestirnir þurftu því að leika seinasta klukkutíman manni færri. Aðeins fjórum mínútum eftir rauða spjaldið nýttu heimamenn sér liðsmuninn þegar Harry Kane skallaði boltann í netið eftir að Rodrigo Bentancur hafði stýrt hornspyrnu í átt að marki. Þetta reyndist seinasta mark fyrri hálfleiks og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Það var svo Kóreumaðurinn Heung-Min Son sem skoraði það sem reyndist seinasta mark leiksins þegar hann kom boltanum í netið af stuttu færi snemma í síðari hálfleik og tryggði liðinu þar með öruggan 3-0 sigur. That one felt good 🔥 pic.twitter.com/Q4BpW3b4rn— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) May 12, 2022 Þrátt fyrir ósigurinn gegn erkifjendum sínum er Arsenal enn í bílstjórasætinu í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið er með 66 stig í fjórða sæti þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu, einu stigi meira en Tottenham sem situr sæti neðar.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti