Þrenna frá De Bruyne á 24 mínútum og City með 3 stiga forskot á toppi deildarinnar Atli Arason skrifar 11. maí 2022 21:45 De Bruyne skoraði fjögur mörk gegn Wolves. Getty Manchester City skoraði fimm mörk annan leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni, í þetta sinn í 1-5 sigri gegn Wolves á útivelli. Kevin De Bruyne gerði þrennu á tæpum 24 mínútum en það fyrsta kom á sjöundu mínútu leiksins þegar hann kemur boltanum snyrtilega í netið eftir stungusendingu Bernardo Silva. Leander Dendoncker jafnaði fyrir leikinn fyrir Wolves einungis fjórum mínútum síðar eftir flotta fyrirgjöf frá Pedro Neto. De Bruyne kom City svo aftur í forystu á 16. mínútu þegar fyrirgjöf hans er varin af Jose Sá, markverði Wolves, en boltinn skoppar aftur til Belgans sem kemur honum auðveldlega í netið. De Bruyne hætti þó ekki þar, hann fullkomnaði þrennu sína með flottu einstaklings marki þegar hann hleypur á vörn Wolves og smellir boltanum niður í fjær hornið á 24 mínútu. Fyrsta þrenna De Bruyne í 12 ár og það á tæpum 24 mínútum. Hálfleikstölur voru því 1-3. Eftir klukkutíma leik bætti De Bruyne fjórða marki sínu og City við þegar fyrirgjöf Foden, sem ætluð var Sterling, fór framhjá öllum og beint í lappir De Bruyne sem gerði enginn mistök og kom City í þriggja marka forystu og leiknum nánast formlega lokið. Sterling bætti svo við fimmta markinu á 84. mínútu þegar hann nær frákasti af skoti eða fyrirgjöf Joao Cancelo og potar boltanum yfir línuna í autt mark Wolves. Ósigur Wolves gerir nánast út um Evrópu drauma liðsins. Liðið er áfram í 8. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir West Ham en sjöunda sæti deildarinnar gefur sæti í Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili. Sigur City þýðir þó að liðið er nú þremur stigum á undan Liverpool og sjö mörkum betur í markatölu með tvo leiki eftir af deildinni. Það virðist því fátt koma í veg fyrir fjórða Englandsmeistaratitill City á fimm árum. Enski boltinn
Manchester City skoraði fimm mörk annan leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni, í þetta sinn í 1-5 sigri gegn Wolves á útivelli. Kevin De Bruyne gerði þrennu á tæpum 24 mínútum en það fyrsta kom á sjöundu mínútu leiksins þegar hann kemur boltanum snyrtilega í netið eftir stungusendingu Bernardo Silva. Leander Dendoncker jafnaði fyrir leikinn fyrir Wolves einungis fjórum mínútum síðar eftir flotta fyrirgjöf frá Pedro Neto. De Bruyne kom City svo aftur í forystu á 16. mínútu þegar fyrirgjöf hans er varin af Jose Sá, markverði Wolves, en boltinn skoppar aftur til Belgans sem kemur honum auðveldlega í netið. De Bruyne hætti þó ekki þar, hann fullkomnaði þrennu sína með flottu einstaklings marki þegar hann hleypur á vörn Wolves og smellir boltanum niður í fjær hornið á 24 mínútu. Fyrsta þrenna De Bruyne í 12 ár og það á tæpum 24 mínútum. Hálfleikstölur voru því 1-3. Eftir klukkutíma leik bætti De Bruyne fjórða marki sínu og City við þegar fyrirgjöf Foden, sem ætluð var Sterling, fór framhjá öllum og beint í lappir De Bruyne sem gerði enginn mistök og kom City í þriggja marka forystu og leiknum nánast formlega lokið. Sterling bætti svo við fimmta markinu á 84. mínútu þegar hann nær frákasti af skoti eða fyrirgjöf Joao Cancelo og potar boltanum yfir línuna í autt mark Wolves. Ósigur Wolves gerir nánast út um Evrópu drauma liðsins. Liðið er áfram í 8. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir West Ham en sjöunda sæti deildarinnar gefur sæti í Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili. Sigur City þýðir þó að liðið er nú þremur stigum á undan Liverpool og sjö mörkum betur í markatölu með tvo leiki eftir af deildinni. Það virðist því fátt koma í veg fyrir fjórða Englandsmeistaratitill City á fimm árum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti