Neitar því að hafa verið rekinn úr liðinu fyrir að prumpa í klefanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. maí 2022 07:01 Marcelo Guedes var að eigin sögn ekki rekinn frá Lyon fyrir að leysa vind í klefanum. Vísir/Getty Í gær fóru af stað furðulegar sögur af því að Marcelo Guedes, fyrrum leikmaður franska liðsins Lyon, hafi verið rekinn úr liðinu fyrir að prumpa í klefanum og hlæja að því eftir 3-0 tap liðsins gegn Angers í ágúst á síðasta ári. Leikmaðurinn hefur hins vegar neitað þessum sögusögnum. Það kom mörgum stuðningsmönnum Lyon á óvart þegar Marcelo var færður niður í varalið félagsins í ágúst á síðasta ári og þeir sömu klóruðu sér í höfðinu yfir því þegar samningi leikmannsins var sagt upp nú í janúar. Það kom svo enn fleirum á óvart þegar franski miðillinn L'Equipe greindi frá því í gær að ástæða brottrekstursins hafi verið vindgangur leikmannsins inni í klefa eftir 3-0 tap Lyon gegn Angers þar sem Marcelo skoraði sjálfsmark. Samkvæmt greinum L'Equipe og fleiri miðla á Marcelo að hafa prumpað inni í klefa eftir leikinn og hlegið að því með liðsfélögum sínum. Þessi gjörningur hans á svo að hafa farið sérstaklega í taugarnar á yfirmanni knattspyrnumála félagsins, Juninho Pernambucano, og í kjölfarið hafi samningi Marcelo verið sagt upp. 🚨 Marcelo was permanently removed from the Lyon squad for farting in the locker room and laughing about it with his teammates.Juninho, who did not like him, decided to take the opportunity to remind him of his poor performances on the pitch and fired him.(Source: L’Equipe) pic.twitter.com/qMtFv7KLNR— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 10, 2022 Eftir að hafa ekki látið heyra í sér á Twitter síðan í október á síðasta ári fann Marcelo sig hins vegar knúinn til að snúa aftur á samfélagsmiðilinn í gær til að neita þessum vægast sagt furðulegu sögum. Thanks to @lequipe, after a long time, I have to come back to @Twitter to deny all the allegations. Journalism nowadays is a joke!— Marcelo Guedes (@MarceloGuedes02) May 10, 2022 „Þökk sé L'Equipe þá þarf ég að snúa aftur á Twitter eftir langa fjarveru til að neita þessum ásökunum. Blaðamennska í dag er algjört grín,“ skrifaði Marcelo á Twitter í gær. Eitthvað hlýtur leikmaðurinn að hafa til síns máls þar sem Juninho svaraði honum og grínaðist með að prump varnarmanna þyrfti að vera hátt, langt og illa lyktandi. Hans hafi hins vegar bara verið hátt. Tá vendo, te disse 😅😅 zagueiro tem q mandar peido alto, longo e fedido 😅😅 o teu só foi alto 😂😂😂😂😂aí tá fraco 😅😅😅 https://t.co/G5fW3nH9FN— Juninho Pernambucano (@Juninhope08) May 10, 2022 Franski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Það kom mörgum stuðningsmönnum Lyon á óvart þegar Marcelo var færður niður í varalið félagsins í ágúst á síðasta ári og þeir sömu klóruðu sér í höfðinu yfir því þegar samningi leikmannsins var sagt upp nú í janúar. Það kom svo enn fleirum á óvart þegar franski miðillinn L'Equipe greindi frá því í gær að ástæða brottrekstursins hafi verið vindgangur leikmannsins inni í klefa eftir 3-0 tap Lyon gegn Angers þar sem Marcelo skoraði sjálfsmark. Samkvæmt greinum L'Equipe og fleiri miðla á Marcelo að hafa prumpað inni í klefa eftir leikinn og hlegið að því með liðsfélögum sínum. Þessi gjörningur hans á svo að hafa farið sérstaklega í taugarnar á yfirmanni knattspyrnumála félagsins, Juninho Pernambucano, og í kjölfarið hafi samningi Marcelo verið sagt upp. 🚨 Marcelo was permanently removed from the Lyon squad for farting in the locker room and laughing about it with his teammates.Juninho, who did not like him, decided to take the opportunity to remind him of his poor performances on the pitch and fired him.(Source: L’Equipe) pic.twitter.com/qMtFv7KLNR— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 10, 2022 Eftir að hafa ekki látið heyra í sér á Twitter síðan í október á síðasta ári fann Marcelo sig hins vegar knúinn til að snúa aftur á samfélagsmiðilinn í gær til að neita þessum vægast sagt furðulegu sögum. Thanks to @lequipe, after a long time, I have to come back to @Twitter to deny all the allegations. Journalism nowadays is a joke!— Marcelo Guedes (@MarceloGuedes02) May 10, 2022 „Þökk sé L'Equipe þá þarf ég að snúa aftur á Twitter eftir langa fjarveru til að neita þessum ásökunum. Blaðamennska í dag er algjört grín,“ skrifaði Marcelo á Twitter í gær. Eitthvað hlýtur leikmaðurinn að hafa til síns máls þar sem Juninho svaraði honum og grínaðist með að prump varnarmanna þyrfti að vera hátt, langt og illa lyktandi. Hans hafi hins vegar bara verið hátt. Tá vendo, te disse 😅😅 zagueiro tem q mandar peido alto, longo e fedido 😅😅 o teu só foi alto 😂😂😂😂😂aí tá fraco 😅😅😅 https://t.co/G5fW3nH9FN— Juninho Pernambucano (@Juninhope08) May 10, 2022
Franski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira