Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2022 21:06 Frammistöðu Systra var vel fangað í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. EBU Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. Alls börðust sautján lönd um pláss í úrslitunum í kvöld en tíu komust áfram og fá að snúa aftur á stóra sviðið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. Mikil spenna ríkti á meðan tilkynnt var hvaða atriði voru hlutskörpust en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina. Atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti stigagjöf dómnefnda í hverju þátttökuríki og munu nánari upplýsingar verða veittar um stigagjöfina á næstu dögum. Systur voru fjórtánda atriðið á svið í kvöld með lag Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur sem nefnist Með hækkandi sól. Með systrunum var bróðir þeirra Eyþór Ingi Eyþórsson á trommum. Flutningur systkinanna gekk vel á sviðinu og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum. Íslenski hópurinn fékk áminningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva eftir dómararennslið í gær þar sem athugasemd var gerð við stuðningsyfirlýsingu flytjendanna við Úkraínu. Töldu skipuleggjendur ummælin þóttu of pólitísk fyrir keppnina. Ekki var minnst á Úkraínu í lok flutnings þeirra í kvöld. Blaðamannafundur hefst klukkan 21:30 þar sem Systur og aðrir keppendur sem komust áfram í kvöld sitja fyrir svörum. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira
Alls börðust sautján lönd um pláss í úrslitunum í kvöld en tíu komust áfram og fá að snúa aftur á stóra sviðið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. Mikil spenna ríkti á meðan tilkynnt var hvaða atriði voru hlutskörpust en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina. Atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti stigagjöf dómnefnda í hverju þátttökuríki og munu nánari upplýsingar verða veittar um stigagjöfina á næstu dögum. Systur voru fjórtánda atriðið á svið í kvöld með lag Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur sem nefnist Með hækkandi sól. Með systrunum var bróðir þeirra Eyþór Ingi Eyþórsson á trommum. Flutningur systkinanna gekk vel á sviðinu og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum. Íslenski hópurinn fékk áminningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva eftir dómararennslið í gær þar sem athugasemd var gerð við stuðningsyfirlýsingu flytjendanna við Úkraínu. Töldu skipuleggjendur ummælin þóttu of pólitísk fyrir keppnina. Ekki var minnst á Úkraínu í lok flutnings þeirra í kvöld. Blaðamannafundur hefst klukkan 21:30 þar sem Systur og aðrir keppendur sem komust áfram í kvöld sitja fyrir svörum. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira