Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Kristín Ólafsdóttir, Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 10. maí 2022 14:30 Keppendur á fyrra undankvöldi Eurovision koma frá sautján löndum. Vísir Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 verður haldið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með þar til yfir lýkur. Eurovisionvaktina má finna neðst í fréttinni. Við byrjum með nýjustu fréttir beint frá Tórínó þar sem Sylvía Rut og Dóra Júlía eru staddar fyrir hönd fréttastofunnar. Þegar nær dregur keppni tekur Kristín við vaktinni og fylgist með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er óviðkomandi - og engum verður hlíft. Til að hita upp fyrir kvöldið er hægt að taka þetta Júrókviss um keppni kvöldsins. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sextán landa í eftirfarandi röð: Albanía, Lettland, Litháen, Sviss, Slóvenía, Úkraína, Búlgaría, Holland, Moldóva, Portúgal, Króatía, Danmörk, Austurríki, Ísland, Grikkland, Noregur, Armenía. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Eurovisionvaktina má finna neðst í fréttinni. Við byrjum með nýjustu fréttir beint frá Tórínó þar sem Sylvía Rut og Dóra Júlía eru staddar fyrir hönd fréttastofunnar. Þegar nær dregur keppni tekur Kristín við vaktinni og fylgist með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er óviðkomandi - og engum verður hlíft. Til að hita upp fyrir kvöldið er hægt að taka þetta Júrókviss um keppni kvöldsins. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sextán landa í eftirfarandi röð: Albanía, Lettland, Litháen, Sviss, Slóvenía, Úkraína, Búlgaría, Holland, Moldóva, Portúgal, Króatía, Danmörk, Austurríki, Ísland, Grikkland, Noregur, Armenía. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Eurovision Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira