Skítamix fór af stað á nýjan leik á dögunum og er um að ræða þáttaröð númer tvö. Í þættinum í gær fór Halldór heim til Sævars Helga Bragasonar, oftast kallaður Stjörnu-Sævar og aðstoðaði hann við litlar framkvæmdir í forstofunni heima hjá honum.
Ekki flóknara verkefni en að setja upp spegil í rýminu.
Sævar sagði Dóra mjög athyglisverða staðreynd af hverju þráðlaus borvél væri í raun og veru til yfirleitt. Slíkt tæki var fundið upp fyrir ferð á tunglið.
Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.