Volkswagen: Rafbílar eru uppseldir í Evrópu og Bandaríkjunum út árið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. maí 2022 07:01 Volkswagen ID.4 1ST Max Framkvæmdastjóri Volkswagen samsteypunnar, Herbert Diess, segir að kínversk eftirspurn sé á uppleið. Hann sagði rafbíla uppselda út árið í Evrópu og Bandaríkjunum. Vestur-Evrópumarkaður sem Volkswagen skilgreinir er einn og sér ábyrgur fyrir 300.000 pöntunum. Þetta þýðir að nýjar pantanir sem koma inn núna verða afgreiddar á næsta ári. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir viðskiptavini sem vilja kaupa nýjan bíl. Sérstaklega með aukinni verðbólgu, gætu nýir bílar orðið talsvert dýrari þegar þeir koma svo á markað. Áætlanir Volkswagen samsteypunnar er að selja um það bil 700.000 hreina rafbíla í ár, þar af 140.000 í Kína. Til þess þarf Volkswagen að ná að framleiða að meðaltali um 200.000 bíla á ársfjórðungi það sem eftir er árs. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Volskwagen samsteypan 99.100 bíla. Besti ársfjórðungur Volkswagen samsteypunnar þegar kemur að rafbílum er fjórði ársfjórðungur 2021 þegar 159.800 bílar seldust. Myndband frá YOUCAR um ID.5: Það mætti segja að þetta séu skýr merki um að orkuskiptin séu hafin fyrir alvöru, stórir framleiðendur eru almennt að vandræðast með að auka framleiðslu í takt við eftirspurn frá kaupendum. Ford og GM hafa nýlega bæst í hóp framleiðanda sem anna ekki eftirspurn. Vistvænir bílar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent
Vestur-Evrópumarkaður sem Volkswagen skilgreinir er einn og sér ábyrgur fyrir 300.000 pöntunum. Þetta þýðir að nýjar pantanir sem koma inn núna verða afgreiddar á næsta ári. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir viðskiptavini sem vilja kaupa nýjan bíl. Sérstaklega með aukinni verðbólgu, gætu nýir bílar orðið talsvert dýrari þegar þeir koma svo á markað. Áætlanir Volkswagen samsteypunnar er að selja um það bil 700.000 hreina rafbíla í ár, þar af 140.000 í Kína. Til þess þarf Volkswagen að ná að framleiða að meðaltali um 200.000 bíla á ársfjórðungi það sem eftir er árs. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Volskwagen samsteypan 99.100 bíla. Besti ársfjórðungur Volkswagen samsteypunnar þegar kemur að rafbílum er fjórði ársfjórðungur 2021 þegar 159.800 bílar seldust. Myndband frá YOUCAR um ID.5: Það mætti segja að þetta séu skýr merki um að orkuskiptin séu hafin fyrir alvöru, stórir framleiðendur eru almennt að vandræðast með að auka framleiðslu í takt við eftirspurn frá kaupendum. Ford og GM hafa nýlega bæst í hóp framleiðanda sem anna ekki eftirspurn.
Vistvænir bílar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent