Körfubolti

Milka yfirgefur Keflvíkinga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dominykas Milka verður ekkiáfram í herbúðum Keflvíkinga.
Dominykas Milka verður ekkiáfram í herbúðum Keflvíkinga. Vísir/Bára Dröfn

Dominykas Milka hefur yfirgefið herbúðir Keflvíkinga eftir þriggja ára veru hjá félaginu og mun því ekki leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla í körfubolta.

Þetta staðfesti leikmaðurinn í samtali við Karfan.is í dag, en samkvæmt leikmanninum var það ekki vilji nýrrar stjórnar að hafa hann áfram. Samningi hans hafi því verið sagt upp.

Milka gekk í raðir Keflvíkinga sumarið 2019 og hefur verið með betri leikmönnum deildarinnar síðan þá. Á síðasta tímabili (2020-2021) skilaði Milka 23 stigum og tíu fráköstum að meðaltali í leik. Keflvíkingar urðu deildarmeistarar það tímabil og fóru alla leið í úrslit þar sem þeir lutu í lægra haldi gegn Þórsurum frá Þorlákshöfn.

Milka hefur að einhverju leiti verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á yfirstandandi tímabili, en leikmaðurinn skilaði þó 15 stigum og tíu fráköstum að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×