Víkingskonur höfðu mikla yfirburði gegn Fram í fyrri hálfleik, en gestirnir tóku foyrstuna á 24. mínútu. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Víkingsstúlkur voru komnar í 4-0 tíu mínútum síðar.
Leikurinn var því svo gott sem búinn þegar flautað var til hálfleiks, en Oddný Sara Helgadóttir bætti fimmta marki liðsins við stuttu fyrir leikslok og niðurstaðan varð 5-0 sigur Víkings.
Þá vann Tindastóll 3-2 sigur þegar liðið fékk HK í heimsókn, en heimakonur fóru með 3-0 forystu inn í hálfleik eftir mörk frá Murielle Tirenan, Hannah Jane Cade og Hugrúnu Pálsdóttur.
Arna Sól Sævarsdóttir og Isabella Eva Aradóttir minnkuðu muninn fyrir gestina, en nær komust þær ekki og 3-2 sigur Stólanna í höfn.
Úrslit dagsins
ÍH 3-2 KÁ
Sindri 4-2 KH
Fram 0-5 Víkingur
Tindastóll 3-2 HK
Völsungur 4-0 Einherji
Álftanes 1-3 Grindavík