Haukakonur unnu öruggan 3-0 útisigur gegn Fylki í Árbænum á meðan FH-ingar gjörsigruðu Gróttu á Seltjarnarnesi 7-0 þar sem Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoraði þrennu.
Þá unnu Skagakonur í ÍA afar öruggan 6-1 heimasigur gegn Fjölni og Augnablik átti ekki í vandræðum með Hamar frá Hveragerði, lokatölur 7-0.