Kominn með Emmy og BAFTA-verðlaun í safnið: „Gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. apríl 2022 22:01 Daði hlaut verðlaunin ásamt þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi. Skjáskot/BAFTA Daði Einarsson hlaut í gær BAFTA-verðlaun fyrir myndbrellur í þáttunum Witcher. Hann segir að um krefjandi og skemmtilegt verkefni hafi verið að ræða og er með fleiri í vinnslu. Verðlaunaafhendingin fór fram í gær en aðrir Íslendingar sem hafa unnið til BAFTA-verðlauna eru til að mynda Ólafur Arnalds og Hildur Guðnadóttir. Ólafur hlaut verðlaunin árið 2014 fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch og Hildur árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Daði hlaut verðlaunin ásamt fimm öðrum, þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi, sem gerðu myndbrellur fyrir aðra seríu Netflix þáttanna Witcher. „Þetta var bara krefjandi og skemmtilegt. Þetta var náttúrulega í miðju Covid þannig það voru margar hindranir sem við þurftum að komast í gegnum,“ segir Daði aðspurður um hvernig það var að vinna að þáttunum. Hann nefnir meðal annars að hætt hafi verið við tökur þegar þau voru að byrja og að flestir hafi verið að vinna heima hjá sér. „Það var eiginlega magnað að sjá hvað þetta fólk og þessi fyrirtæki voru fljót að aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum,“ segir Daði. Daði hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum en hann hlaut til að mynda Emmy verðlaun árið 2002. Hann segir BAFTA-verðlaunin þó mögulega þau skemmtilegustu. And the BAFTA for Special, Visual & Graphic Effects award goes to .The Witcher (Episode 1)!#BAFTATV pic.twitter.com/T3vZSggh7j— BAFTA (@BAFTA) April 24, 2022 „Við komum saman víða að til að vera saman þetta kvöld þannig þetta var bara mjög skemmtilegt. Það var mjög mikil spenna í kringum þetta og gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins,“ segir Daði. Hann er nú með fleiri verkefni í býgerð en þegar fréttastofa náði tali af honum í dag var hann á leiðinni í flug til Los Angeles til að vinna að annarri sjónvarpsþáttaröð. Hann segist líta framtíðina björtum augum. „Ég er náttúrulega búinn að vinna við þetta í mörg ár þannig að ég bara held áfram og það er mikið af skemmtilegum verkefnum í gangi núna,“ segir Daði. „Það er bara nóg að gera alls staðar.“ BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Verðlaunaafhendingin fór fram í gær en aðrir Íslendingar sem hafa unnið til BAFTA-verðlauna eru til að mynda Ólafur Arnalds og Hildur Guðnadóttir. Ólafur hlaut verðlaunin árið 2014 fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch og Hildur árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Daði hlaut verðlaunin ásamt fimm öðrum, þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi, sem gerðu myndbrellur fyrir aðra seríu Netflix þáttanna Witcher. „Þetta var bara krefjandi og skemmtilegt. Þetta var náttúrulega í miðju Covid þannig það voru margar hindranir sem við þurftum að komast í gegnum,“ segir Daði aðspurður um hvernig það var að vinna að þáttunum. Hann nefnir meðal annars að hætt hafi verið við tökur þegar þau voru að byrja og að flestir hafi verið að vinna heima hjá sér. „Það var eiginlega magnað að sjá hvað þetta fólk og þessi fyrirtæki voru fljót að aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum,“ segir Daði. Daði hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum en hann hlaut til að mynda Emmy verðlaun árið 2002. Hann segir BAFTA-verðlaunin þó mögulega þau skemmtilegustu. And the BAFTA for Special, Visual & Graphic Effects award goes to .The Witcher (Episode 1)!#BAFTATV pic.twitter.com/T3vZSggh7j— BAFTA (@BAFTA) April 24, 2022 „Við komum saman víða að til að vera saman þetta kvöld þannig þetta var bara mjög skemmtilegt. Það var mjög mikil spenna í kringum þetta og gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins,“ segir Daði. Hann er nú með fleiri verkefni í býgerð en þegar fréttastofa náði tali af honum í dag var hann á leiðinni í flug til Los Angeles til að vinna að annarri sjónvarpsþáttaröð. Hann segist líta framtíðina björtum augum. „Ég er náttúrulega búinn að vinna við þetta í mörg ár þannig að ég bara held áfram og það er mikið af skemmtilegum verkefnum í gangi núna,“ segir Daði. „Það er bara nóg að gera alls staðar.“
BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp