Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Söru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2022 12:31 Sara Björk Gunnarsdóttir og Caroline Seger í leik Íslands og Svíþjóðar á Laugardalsvelli 2019. Vísir/Vilhelm Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins og leikjahæsti leikmaður í sögu þess, tekur undir gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur val mótshaldara á EM 2022 á keppnisvöllum á mótinu. Í hlaðvarpsþættinum Their Pitch gagnrýndi Sara að tveir leikir Íslands á EM færu fram á akademíuleikvangi Manchester City sem tekur aðeins tæplega fimm þúsund manns í sæti. Þriðji leikur íslenska liðsins fer fram á heimavelli Rotherham United sem tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í vali á keppnisvöllum og að það sé ekki í takti við þróunina í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara. „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur.“ Seger segir gagnrýni Söru réttmæta og skilur ekki af hverju leikirnir á EM fara ekki fram á stærri leikvöngum. „Við verðum líka að fá þessa velli. Þeir verða að hugsa hlutina upp á nýtt og gera það rétta í stöðunni,“ sagði Seger við Fotbollskanalen. Hún bætti við að UEFA þyrfti líka að hugsa sinn gang. „Ættum við ekki að leggja allt í mótið og gefa kvennaboltanum plássið sem hann þarf. Það hefur sýnt sig að miðar seljast fljótt upp. Okkar kæru vinir hjá UEFA eru með það á sinni könnu. Þetta er líka lexía fyrir þá.“ Svíar eru í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga og Svisslendingum. Rússar eru einnig í C-riðlinum en óvíst er hvaða lið tekur sæti þeirra. Leikirnir í C-riðli fara fram á Leigh Sports Village í Leigh og Bramall Lane í Sheffield. Völlurinn í Leigh tekur tólf þúsund manns í sæti á meðan Bramall Lane, heimavöllur Sheffield United, tekur rúmlega 32 þúsund manns í sæti. EM 2022 í Englandi Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Their Pitch gagnrýndi Sara að tveir leikir Íslands á EM færu fram á akademíuleikvangi Manchester City sem tekur aðeins tæplega fimm þúsund manns í sæti. Þriðji leikur íslenska liðsins fer fram á heimavelli Rotherham United sem tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í vali á keppnisvöllum og að það sé ekki í takti við þróunina í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara. „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur.“ Seger segir gagnrýni Söru réttmæta og skilur ekki af hverju leikirnir á EM fara ekki fram á stærri leikvöngum. „Við verðum líka að fá þessa velli. Þeir verða að hugsa hlutina upp á nýtt og gera það rétta í stöðunni,“ sagði Seger við Fotbollskanalen. Hún bætti við að UEFA þyrfti líka að hugsa sinn gang. „Ættum við ekki að leggja allt í mótið og gefa kvennaboltanum plássið sem hann þarf. Það hefur sýnt sig að miðar seljast fljótt upp. Okkar kæru vinir hjá UEFA eru með það á sinni könnu. Þetta er líka lexía fyrir þá.“ Svíar eru í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga og Svisslendingum. Rússar eru einnig í C-riðlinum en óvíst er hvaða lið tekur sæti þeirra. Leikirnir í C-riðli fara fram á Leigh Sports Village í Leigh og Bramall Lane í Sheffield. Völlurinn í Leigh tekur tólf þúsund manns í sæti á meðan Bramall Lane, heimavöllur Sheffield United, tekur rúmlega 32 þúsund manns í sæti.
EM 2022 í Englandi Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Sjá meira