„Þá fór ég svo djúpt inn í karakterinn að ég hætti bara ekki að gráta“ Elísabet Hanna skrifar 27. apríl 2022 07:00 Þeir Viktor og Birgir fara með tvö af aðalhlutverkunum í Berdreymi sem frumsýnd var um helgina. Vísir/Helgi Ómars Birgir Dagur Bjarkason og Viktor Benóný Benedikstsson fara með tvö af aðalhlutverkunum í myndinni Berdreymi sem fumsýnd var um helgina. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og vann meðal annars verðlaun í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Ungir og efnilegir Strákarnir fara með hlutverk Adda og Konna sem er einnig kallaður Dýrið í myndinni. Birgir Dagur er sautján ára og Viktor Benóný sextán ára svo það er óhætt að segja að þeir eigi framtíðina fyrir sér í leiklistinni miðað við þessa byrjun á ferlinum. Myndin gerist í kringum 1999 og tekur á stórum málefnum eins og einelti, ofbeldi af ýmsum toga og vináttu. Það tók um tvo og hálfan mánuð að taka myndina og urðu leikararnir og þeir sem komu að myndinni sem fjölskylda á meðan á tökunum stóð. Sterk vinátta myndaðist hjá leikurunum í myndinni.Vísir/Helgi Ómars „Það var alveg ótrúlega mikil og sterk vinátta sem myndaðist og það sést það mjög vel á hvíta tjaldinu. Við strákarnir höldum enn góðu sambandi og horfi ég svo á að ég hafi eignast vini fyrir lífstíð,“ segir Birgir og Viktor bætir við: „Mér þykir svo vænt um alla sem tóku þátt og sakna þeirra alltaf á hverjum degi, það var mjög erfitt að ljúka tökum.“ Frábært teymi Það er einvalalið íslenskra leikara sem fara með hlutverk í myndinni en Aníta Briem fer með hlutverk móður Adda sem leikinn er af Birgi, Ólafur Darri leikur stjúpföður Baldurs og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir móður Baldurs. Einnig eru það þeir Snorri Rafn Frímannsson og Áskell Einar Pálmason sem fara með hlutverk Sigga og Baldurs sem eru hinn helmingurinn af vinahópnum sem myndin snýst að mestu leyti um. Guðmundur Arnar Guðmundsson skrifaði og leikstýrði myndinni en hann var einnig á bak við myndina Hjartasteinn sem vakti mikla lukku árið 2016. Klippa: Berdreymi - sýnishorn Valdir í hlutverkin Fyrsta prufan sem drengirnir fóru í fyrir myndina var að miklu leiti byggð upp á spuna en þar gátu þeir látið ljós sitt skína og virðast hafa heillað þá sem komu að myndinni upp úr skónnum og eru þakklátir traustinu sem leikstjórinn Guðmundur og framleiðandinn Anton sýndu þeim. „Síðan tóku við nokkrar prufur sem voru mikið byggðar upp á texta sem ég lærði fyrir og var mjög gaman að æfa textann með mömmu oft langt fram eftir kvöldi í góðum kvöldgöngum,“ segir Birgir um ferlið. Viktor segist hafa sér auglýst eftir leikurum hjá Doorway Casting þegar hann var í símanum í skólanum, hann hafi skráð sig og svo hafi hann mætt í nokkrar prufur og alltaf komist áfram í ferlinu. „Síðan kemst ég alltaf áfram og áfram og strákunum fækkaði með hverri prufunni sem ég fór í og síðan fær pabbi símtal um það að ég sé kominn með hlutverk.“ Strákarnir segja myndina einnig vera algjört meistaraverk frá listrænu sjónarhorni. Þeir eru þakklátir fyrir traustið ti þess að takast á við þessi stóru hlutverk.Vísir/Helgi Ómars Aðspurðir hvað þeir tengi við þegar kemur að hlutverkunum nefna þeir báðir vináttuna en þó ekki ofbeldið sem fylgir henni í myndinni. Ég tengdi síðan örugglega mest við það að skammast sín fyrir foreldra sína. Held að allir geri það stundum. Ekki það að það sé eitthvað að foreldrum mínum. Þau eru best, segir Viktor. Stórt handrit Líkt og áður sagði tekst sagan á við stór málefni sem er eflaust erfitt að meðtaka. „Ég gaf mér góðan tíma í að lesa handritið og man að ég sagði við mömmu um leið VÁ, þetta er ótrúlegt handrit og las það aftur um kvöldið til að melta allt,“ segir Birgir um upplifun sína af handritinu. Birgir Dagur segir sumt í fari Adda hafa dregið sig að hlutverkinu: „Vináttan og sumir eiginleikar Adda sem ég tengi við þar sem hann er með sterka réttlætiskennd og góður vinur,“ segir Birgir og bætir við: „Það stangast oft á við ofbeldið og grimmdina sem er í kringum hann í daglega lífinu. Þar kemur vináttan sterk inn og verður oft réttlætiskenndinni yfirsterkari.“ Viktor bíður spenntur eftir næsta tækifæri.Vísir/Helgi Ómars Viktor segist ekki hafa getað látið þetta stóra tækifæri fram hjá sér fara, að vera partur af þessari sögu eftir að hann las handritið og það var frekar ljóst fyrir honum að hann yrði að taka hlutverkið þegar það bauðst og þar fyrir utan langaði hann það gríðarlega mikið. „Ég var bara í sjokki þegar ég las handritið því þarna var ég pínu að sjá myndina í fyrsta sinn, þannig séð og ég gat bara ekki beðið eftir því að taka upp myndina,“ segir Viktor. Hann segist hafa verið búinn að ákveða það í hausnum á sér að hann væri kominn með hlutverk í myndinni áður en hann fékk það en honum hefur alltaf langað til þess að verða leikari síðan hann lék fyrst í Víti í Vestmannaeyjum sem kom út árið 2018. Stór ákvörðun Eftir að Viktor fékk hlutverkið sem Konni þurfti hann að taka stóra ákvörðun. Hann átti heima á Reykhólum á Vestfjörðum á þessum tíma og var þar í skóla. Til þess að geta tekið hlutverkinu þurfti hann að flytja og skipta um skóla á miðri önn sem hann hafði nú þegar gert fimm sinnum í lífinu fram að því. Hann þurfti því að taka ákvörðun um að yfirgefa vini sína fyrir Vestan og skipta um skóla í sjötta skiptið sem hann var búinn að ákveða að gera aldrei aftur áður en tækifærið kom upp. Ég fékk smá tíma að hugsa málið og ákveða mig en þetta var klárlega ein erfiðasta ákvörðun í mínu lífi en það kom samt eiginlega aldrei neitt annað til greina en að elta drauminn og grípa þetta stóra tækifæri. Þegar búið var að ráða í hlutverkin tók við átta mánaða æfingaferli þar sem Viktor var einnig að venjast glænýju umhverfi, eignast nýja vini og byrja í sínum sjötta grunnskóla. Þegar Viktor horfir til baka er hann ánægður með að hafa tekið stökkið: „Í dag sé ég alls ekki eftir þessari ákvörðun.“ Ferlið krefjandi og skemmtilegt „Ferlið var krefjandi en um leið mjög skemmtilegt sem gerði að verkum að það leið mjög hratt og ég á svo margar æðislegar minningar sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Birgir og bætir við: „Einnig var ferlið ótrúlega lærdómsríkt og var hugsað vel um okkur og alltaf einhver til staðar ef við þurftum á að halda.“ Þá rifjar hann upp atriði sem tók sérstaklega á: „ Í eitt skiptið þegar Addi, karakter minn, er tekinn af lögreglunni að þá fór ég svo djúpt inn í karakterinn að ég hætti bara ekki að gráta fyrr en Guðmundur og Aníta komu og knúsuðu mig að sér.“ Birgir segir að frumsýningunni hafi fylgt ákveðið spennufall.Vísir/Helgi Ómars Spennufall að myndin sé komin út „Við strákarnir eru búnir að vera svo þolinmóðir að bíða að það er ákveðið spennufall að myndin sé loksins komin út,“ segir Birgir og bætir við að margir vinir og fjölskyldumeðlimir séu búnir að panta bíóferð með honum svo hann verði líklega fastagestur þar næstu vikurnar. Viktor er einnig alsæll með viðtökurnar sem myndin hefur verið að fá og bætir við: „Það eru margir búnir að koma að manni og segja hvað þau séu í miklu sjokki hversu góðan leik ég átti í myndinni en fyrst og fremst þá er myndin sjálf að fá mjög góð viðbrögð, þá meina ég sko mjög góð.“ Stefnan sett á leiklistina Báðir strákarnir virðast hafa fundið sig í leiklistinni. Birgir er spenntur fyrir framtíðinni og stefnir á frekari störf innan leiklistarinnar: Vonandi fæ ég fleiri tækifæri því þetta kveikti þvílíkan áhuga og í dag er ég nemandi á Leiklistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Stefnan er síðan sett á frekari nám í leiklist. Viktor tekur undir þau orð og segir þetta aðeins vera upphafið af sínum ferli í leiklistinni og jafnvel á öðrum sviðum kvikmyndagerðar: „Núna er maður bara að bíða eftir næsta tækifæri og ég mun grípa það, að sjálfsögðu. Síðan langar mig líka að fara gera eitthvað sjálfur.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Berdreymi: Strákarnir okkar eru ekki í lagi Ný íslensk kvikmynd, Berdreymi, var frumsýnd sl. föstudag. Leikstjóri og höfundur hennar er Guðmundur Arnar Guðmundsson, þetta er hans önnur kvikmynd, en áður hefur hann gert Edduverðlaunamyndina Hjartastein. 28. apríl 2022 15:03 Berdreymi verðlaunuð á Berlinale og verður sýnd í 44 löndum Samtök evrópska kvikmyndahúsa, Europa Cinemas, hafa valið íslensku kvikmyndina Berdreymi sem bestu evrópsku kvikmyndina í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. 17. febrúar 2022 11:54 Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Berdreymi Lífið frumsýnir í dag stikluna fyrir kvikmyndina Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. 11. febrúar 2022 10:15 Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ungir og efnilegir Strákarnir fara með hlutverk Adda og Konna sem er einnig kallaður Dýrið í myndinni. Birgir Dagur er sautján ára og Viktor Benóný sextán ára svo það er óhætt að segja að þeir eigi framtíðina fyrir sér í leiklistinni miðað við þessa byrjun á ferlinum. Myndin gerist í kringum 1999 og tekur á stórum málefnum eins og einelti, ofbeldi af ýmsum toga og vináttu. Það tók um tvo og hálfan mánuð að taka myndina og urðu leikararnir og þeir sem komu að myndinni sem fjölskylda á meðan á tökunum stóð. Sterk vinátta myndaðist hjá leikurunum í myndinni.Vísir/Helgi Ómars „Það var alveg ótrúlega mikil og sterk vinátta sem myndaðist og það sést það mjög vel á hvíta tjaldinu. Við strákarnir höldum enn góðu sambandi og horfi ég svo á að ég hafi eignast vini fyrir lífstíð,“ segir Birgir og Viktor bætir við: „Mér þykir svo vænt um alla sem tóku þátt og sakna þeirra alltaf á hverjum degi, það var mjög erfitt að ljúka tökum.“ Frábært teymi Það er einvalalið íslenskra leikara sem fara með hlutverk í myndinni en Aníta Briem fer með hlutverk móður Adda sem leikinn er af Birgi, Ólafur Darri leikur stjúpföður Baldurs og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir móður Baldurs. Einnig eru það þeir Snorri Rafn Frímannsson og Áskell Einar Pálmason sem fara með hlutverk Sigga og Baldurs sem eru hinn helmingurinn af vinahópnum sem myndin snýst að mestu leyti um. Guðmundur Arnar Guðmundsson skrifaði og leikstýrði myndinni en hann var einnig á bak við myndina Hjartasteinn sem vakti mikla lukku árið 2016. Klippa: Berdreymi - sýnishorn Valdir í hlutverkin Fyrsta prufan sem drengirnir fóru í fyrir myndina var að miklu leiti byggð upp á spuna en þar gátu þeir látið ljós sitt skína og virðast hafa heillað þá sem komu að myndinni upp úr skónnum og eru þakklátir traustinu sem leikstjórinn Guðmundur og framleiðandinn Anton sýndu þeim. „Síðan tóku við nokkrar prufur sem voru mikið byggðar upp á texta sem ég lærði fyrir og var mjög gaman að æfa textann með mömmu oft langt fram eftir kvöldi í góðum kvöldgöngum,“ segir Birgir um ferlið. Viktor segist hafa sér auglýst eftir leikurum hjá Doorway Casting þegar hann var í símanum í skólanum, hann hafi skráð sig og svo hafi hann mætt í nokkrar prufur og alltaf komist áfram í ferlinu. „Síðan kemst ég alltaf áfram og áfram og strákunum fækkaði með hverri prufunni sem ég fór í og síðan fær pabbi símtal um það að ég sé kominn með hlutverk.“ Strákarnir segja myndina einnig vera algjört meistaraverk frá listrænu sjónarhorni. Þeir eru þakklátir fyrir traustið ti þess að takast á við þessi stóru hlutverk.Vísir/Helgi Ómars Aðspurðir hvað þeir tengi við þegar kemur að hlutverkunum nefna þeir báðir vináttuna en þó ekki ofbeldið sem fylgir henni í myndinni. Ég tengdi síðan örugglega mest við það að skammast sín fyrir foreldra sína. Held að allir geri það stundum. Ekki það að það sé eitthvað að foreldrum mínum. Þau eru best, segir Viktor. Stórt handrit Líkt og áður sagði tekst sagan á við stór málefni sem er eflaust erfitt að meðtaka. „Ég gaf mér góðan tíma í að lesa handritið og man að ég sagði við mömmu um leið VÁ, þetta er ótrúlegt handrit og las það aftur um kvöldið til að melta allt,“ segir Birgir um upplifun sína af handritinu. Birgir Dagur segir sumt í fari Adda hafa dregið sig að hlutverkinu: „Vináttan og sumir eiginleikar Adda sem ég tengi við þar sem hann er með sterka réttlætiskennd og góður vinur,“ segir Birgir og bætir við: „Það stangast oft á við ofbeldið og grimmdina sem er í kringum hann í daglega lífinu. Þar kemur vináttan sterk inn og verður oft réttlætiskenndinni yfirsterkari.“ Viktor bíður spenntur eftir næsta tækifæri.Vísir/Helgi Ómars Viktor segist ekki hafa getað látið þetta stóra tækifæri fram hjá sér fara, að vera partur af þessari sögu eftir að hann las handritið og það var frekar ljóst fyrir honum að hann yrði að taka hlutverkið þegar það bauðst og þar fyrir utan langaði hann það gríðarlega mikið. „Ég var bara í sjokki þegar ég las handritið því þarna var ég pínu að sjá myndina í fyrsta sinn, þannig séð og ég gat bara ekki beðið eftir því að taka upp myndina,“ segir Viktor. Hann segist hafa verið búinn að ákveða það í hausnum á sér að hann væri kominn með hlutverk í myndinni áður en hann fékk það en honum hefur alltaf langað til þess að verða leikari síðan hann lék fyrst í Víti í Vestmannaeyjum sem kom út árið 2018. Stór ákvörðun Eftir að Viktor fékk hlutverkið sem Konni þurfti hann að taka stóra ákvörðun. Hann átti heima á Reykhólum á Vestfjörðum á þessum tíma og var þar í skóla. Til þess að geta tekið hlutverkinu þurfti hann að flytja og skipta um skóla á miðri önn sem hann hafði nú þegar gert fimm sinnum í lífinu fram að því. Hann þurfti því að taka ákvörðun um að yfirgefa vini sína fyrir Vestan og skipta um skóla í sjötta skiptið sem hann var búinn að ákveða að gera aldrei aftur áður en tækifærið kom upp. Ég fékk smá tíma að hugsa málið og ákveða mig en þetta var klárlega ein erfiðasta ákvörðun í mínu lífi en það kom samt eiginlega aldrei neitt annað til greina en að elta drauminn og grípa þetta stóra tækifæri. Þegar búið var að ráða í hlutverkin tók við átta mánaða æfingaferli þar sem Viktor var einnig að venjast glænýju umhverfi, eignast nýja vini og byrja í sínum sjötta grunnskóla. Þegar Viktor horfir til baka er hann ánægður með að hafa tekið stökkið: „Í dag sé ég alls ekki eftir þessari ákvörðun.“ Ferlið krefjandi og skemmtilegt „Ferlið var krefjandi en um leið mjög skemmtilegt sem gerði að verkum að það leið mjög hratt og ég á svo margar æðislegar minningar sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Birgir og bætir við: „Einnig var ferlið ótrúlega lærdómsríkt og var hugsað vel um okkur og alltaf einhver til staðar ef við þurftum á að halda.“ Þá rifjar hann upp atriði sem tók sérstaklega á: „ Í eitt skiptið þegar Addi, karakter minn, er tekinn af lögreglunni að þá fór ég svo djúpt inn í karakterinn að ég hætti bara ekki að gráta fyrr en Guðmundur og Aníta komu og knúsuðu mig að sér.“ Birgir segir að frumsýningunni hafi fylgt ákveðið spennufall.Vísir/Helgi Ómars Spennufall að myndin sé komin út „Við strákarnir eru búnir að vera svo þolinmóðir að bíða að það er ákveðið spennufall að myndin sé loksins komin út,“ segir Birgir og bætir við að margir vinir og fjölskyldumeðlimir séu búnir að panta bíóferð með honum svo hann verði líklega fastagestur þar næstu vikurnar. Viktor er einnig alsæll með viðtökurnar sem myndin hefur verið að fá og bætir við: „Það eru margir búnir að koma að manni og segja hvað þau séu í miklu sjokki hversu góðan leik ég átti í myndinni en fyrst og fremst þá er myndin sjálf að fá mjög góð viðbrögð, þá meina ég sko mjög góð.“ Stefnan sett á leiklistina Báðir strákarnir virðast hafa fundið sig í leiklistinni. Birgir er spenntur fyrir framtíðinni og stefnir á frekari störf innan leiklistarinnar: Vonandi fæ ég fleiri tækifæri því þetta kveikti þvílíkan áhuga og í dag er ég nemandi á Leiklistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Stefnan er síðan sett á frekari nám í leiklist. Viktor tekur undir þau orð og segir þetta aðeins vera upphafið af sínum ferli í leiklistinni og jafnvel á öðrum sviðum kvikmyndagerðar: „Núna er maður bara að bíða eftir næsta tækifæri og ég mun grípa það, að sjálfsögðu. Síðan langar mig líka að fara gera eitthvað sjálfur.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Berdreymi: Strákarnir okkar eru ekki í lagi Ný íslensk kvikmynd, Berdreymi, var frumsýnd sl. föstudag. Leikstjóri og höfundur hennar er Guðmundur Arnar Guðmundsson, þetta er hans önnur kvikmynd, en áður hefur hann gert Edduverðlaunamyndina Hjartastein. 28. apríl 2022 15:03 Berdreymi verðlaunuð á Berlinale og verður sýnd í 44 löndum Samtök evrópska kvikmyndahúsa, Europa Cinemas, hafa valið íslensku kvikmyndina Berdreymi sem bestu evrópsku kvikmyndina í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. 17. febrúar 2022 11:54 Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Berdreymi Lífið frumsýnir í dag stikluna fyrir kvikmyndina Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. 11. febrúar 2022 10:15 Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Berdreymi: Strákarnir okkar eru ekki í lagi Ný íslensk kvikmynd, Berdreymi, var frumsýnd sl. föstudag. Leikstjóri og höfundur hennar er Guðmundur Arnar Guðmundsson, þetta er hans önnur kvikmynd, en áður hefur hann gert Edduverðlaunamyndina Hjartastein. 28. apríl 2022 15:03
Berdreymi verðlaunuð á Berlinale og verður sýnd í 44 löndum Samtök evrópska kvikmyndahúsa, Europa Cinemas, hafa valið íslensku kvikmyndina Berdreymi sem bestu evrópsku kvikmyndina í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. 17. febrúar 2022 11:54
Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Berdreymi Lífið frumsýnir í dag stikluna fyrir kvikmyndina Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. 11. febrúar 2022 10:15
Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42