Alfons var á sínum stað í hægri bakverði í liði Bodø/Glimt, en Viðar Örn Kjartansson og Brynjar Ingi Bjarnason voru í byrjunarliði Vålerenga.
Norsku meistararnir í Bodø/Glimt tóku forsytuna tæpum tíu mínútum fyrir hálfleik og þeir voru búnir að tvöfalda forystuna fimm mínútum síðar. Staðan var því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Heomamenn bættu þriðja markinu við eftir um klukkutíma leik og í kjölfarið fylgdu tvö í viðbót.
Gestirnir í Vålerenga náðu að klóra aðeins í bakkann með marki úr vítaspyrnu þegar fimm mínútur voru til leiksloka og þar við sat.
Niðurstaðan varð því 5-0 stórsigur norsku meistaranna í Bodø/Glimt og liðið er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins.
Vålerenga hefur hins vegar ekki byrjað tímabilið jafn vel og er með þrjú stig úr jafn mörgum leikjum.