Átta íslenskar myndir á Cannes á síðustu tólf árum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. apríl 2022 14:15 Volaða land eftir Hlyn Pálmason verður á Cannes í ár. Myndin ber heitið Godland á ensku. Volaða land Kvikmyndin volaða land, eftir Hlyn Pálmason, keppir á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Um er að ræða 15. íslensku myndina sem keppir á hátíðinni í 75 ára sögu hennar. Sú fyrsta var sýnd á hátíðinni árið 1984. Regluleg þátttaka íslenskra mynda á hátíðinni er sögð kvikmyndaiðnaðinum hér á landi dýrmæt. Á vef Klapptrés er farið yfir sögu íslenskra kvikmynda á hátíðinni, sem er ein virtasta kvikmyndahátíð í heimi. Fyrsta íslenska myndin sem tók þátt var Atómstöðin, eftir Þorstein Jónsson, en það var árið 1984. Líkt og áður sagði hafa 15 íslenskar myndir keppt á hátíðinni, en síðustu átta þeirra hafa keppt á síðustu 12 árum. Íslenskar myndir virðast því vera orðnar reglulegir keppendur á hátíðinni. „Slík regluleg þátttaka skiptir verulegu máli hvað varðar prófíl íslenskra kvikmynda og meðvitund hins alþjóðlega kvikmyndaheims gagnvart íslenskri kvikmyndagerð, en að sjálfsögðu eru margir fleiri þættir sem spila inní. Samhliða þessu hefur íslenskum kvikmyndum fjölgað mikið á alþjóðlegum hátíðum um allan heim, bæði stórum og smáum. Á sama tíma hefur framleiðsla íslenskra kvikmynda aukist, alþjóðlegt samstarf eflst, heimsóknum erlendra tökuliða til Íslands fjölgað gríðarlega sem og framleiðsla þáttaraða í alþjóðlegu samstarfi,“ segir á vef Klapptrés. Hátíðin í ár fer fram dagana 17. til 28. maí, í Cannes í Frakklandi. Hér að neðan má sjá lista yfir allar kvikmyndir íslenskra leikstjóra sem sýndar hafa verið á hátíðinni frá upphafi og verið hluti af opinberu vali hátíðarinnar. Með listanum sjást nafn leikstjóra og sá dagskrárflokkur sem myndirnar hafa verið sýndar í: 1984: Atómstöðin / Þorsteinn Jónsson (Director’s Fortnight) 1992: Ingaló / Ásdís Thoroddsen (Critics’ Week)1993: Sódóma Reykjavík / Óskar Jónasson (Un Certain Regard)2003: Stormviðri / Sólveig Anspach (Un Certain Regard)2005: Voksne mennesker / Dagur Kári (Un Certain Regard)2008: Smáfuglar / Rúnar Rúnarsson (Stuttmyndaflokkur)2009: Anna / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight, stuttmynd)2011: Eldfjall / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight)2013: Hvalfjörður / Guðmundur Arnar Guðmundsson (Stuttmyndaflokkur)2015: Hrútar / Grímur Hákonarson (Un Certain Regard)2016: Sundáhrifin / Sólveig Anspach (Director’s Fortnight)2018: Kona fer í stríð / Benedikt Erlingsson (Critics’ Week)2019: Hvítur, hvítur dagur / Hlynur Pálmason (Critics’ Week)2021: Dýrið / Valdimar Jóhannsson (Un Certain Regard)2022: Volaða land / Hlynur Pálmason (Un Certain Regard) Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Á vef Klapptrés er farið yfir sögu íslenskra kvikmynda á hátíðinni, sem er ein virtasta kvikmyndahátíð í heimi. Fyrsta íslenska myndin sem tók þátt var Atómstöðin, eftir Þorstein Jónsson, en það var árið 1984. Líkt og áður sagði hafa 15 íslenskar myndir keppt á hátíðinni, en síðustu átta þeirra hafa keppt á síðustu 12 árum. Íslenskar myndir virðast því vera orðnar reglulegir keppendur á hátíðinni. „Slík regluleg þátttaka skiptir verulegu máli hvað varðar prófíl íslenskra kvikmynda og meðvitund hins alþjóðlega kvikmyndaheims gagnvart íslenskri kvikmyndagerð, en að sjálfsögðu eru margir fleiri þættir sem spila inní. Samhliða þessu hefur íslenskum kvikmyndum fjölgað mikið á alþjóðlegum hátíðum um allan heim, bæði stórum og smáum. Á sama tíma hefur framleiðsla íslenskra kvikmynda aukist, alþjóðlegt samstarf eflst, heimsóknum erlendra tökuliða til Íslands fjölgað gríðarlega sem og framleiðsla þáttaraða í alþjóðlegu samstarfi,“ segir á vef Klapptrés. Hátíðin í ár fer fram dagana 17. til 28. maí, í Cannes í Frakklandi. Hér að neðan má sjá lista yfir allar kvikmyndir íslenskra leikstjóra sem sýndar hafa verið á hátíðinni frá upphafi og verið hluti af opinberu vali hátíðarinnar. Með listanum sjást nafn leikstjóra og sá dagskrárflokkur sem myndirnar hafa verið sýndar í: 1984: Atómstöðin / Þorsteinn Jónsson (Director’s Fortnight) 1992: Ingaló / Ásdís Thoroddsen (Critics’ Week)1993: Sódóma Reykjavík / Óskar Jónasson (Un Certain Regard)2003: Stormviðri / Sólveig Anspach (Un Certain Regard)2005: Voksne mennesker / Dagur Kári (Un Certain Regard)2008: Smáfuglar / Rúnar Rúnarsson (Stuttmyndaflokkur)2009: Anna / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight, stuttmynd)2011: Eldfjall / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight)2013: Hvalfjörður / Guðmundur Arnar Guðmundsson (Stuttmyndaflokkur)2015: Hrútar / Grímur Hákonarson (Un Certain Regard)2016: Sundáhrifin / Sólveig Anspach (Director’s Fortnight)2018: Kona fer í stríð / Benedikt Erlingsson (Critics’ Week)2019: Hvítur, hvítur dagur / Hlynur Pálmason (Critics’ Week)2021: Dýrið / Valdimar Jóhannsson (Un Certain Regard)2022: Volaða land / Hlynur Pálmason (Un Certain Regard)
Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira