Loksins almennileg stikla fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things Árni Sæberg skrifar 12. apríl 2022 23:19 Ýmislegt getur gerst í smábænum Hawkins. Skjáskot/Netflix Netflix birti í dag stiklu fyrir fjórðu þáttaröð af hinum geysivinsælu Stranger Things. Þáttaröðin kemur út í sumar en margir hafa beðið hennar í ofvæni allt frá því að þriðja þáttaröð kom út fyrir heilum þremur árum. Stiklan sem birt var í dag er sú fyrsta sem veitir almennilega innsýn í söguþráð þáttaraðarinnar, en áður höfðum við fengið örstutta stiklu sem sagði lítið annað en að Eleven væri flutt frá Hawkins og að hún saknaði Mike. Nýja stiklan hefst á því að óhugnanleg rödd ávarpar söguhetjuna Eleven, allavega að því er virðist. Röddin segir hana hafa skemmt allt en að þjáningar hennar séu senn á enda. Svo kemur í ljós að röddin tilheyrir nýjast skrímslinu úr langri röð skrímsla sem Eleven hefur séð við í fyrri þáttaröðum. Því næst heyrum við Max segja legsteini bróður síns að ástandið í Hawkins sé aftur orðið slæmt eftir að allt hafi verið með kyrrum kjörum um skamma hríð. Loks heyrum við ónefndan embættismann segja Eleven að hún sé eina von vina sinna í Hawksins til að sigra stríðið. Stríðið virðist vera gegn ógrynni skrímsla úr öfuga heiminum sem gert hefur söguhetjunum lífið leitt í síðustu þáttaröðum. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan: Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Stiklan sem birt var í dag er sú fyrsta sem veitir almennilega innsýn í söguþráð þáttaraðarinnar, en áður höfðum við fengið örstutta stiklu sem sagði lítið annað en að Eleven væri flutt frá Hawkins og að hún saknaði Mike. Nýja stiklan hefst á því að óhugnanleg rödd ávarpar söguhetjuna Eleven, allavega að því er virðist. Röddin segir hana hafa skemmt allt en að þjáningar hennar séu senn á enda. Svo kemur í ljós að röddin tilheyrir nýjast skrímslinu úr langri röð skrímsla sem Eleven hefur séð við í fyrri þáttaröðum. Því næst heyrum við Max segja legsteini bróður síns að ástandið í Hawkins sé aftur orðið slæmt eftir að allt hafi verið með kyrrum kjörum um skamma hríð. Loks heyrum við ónefndan embættismann segja Eleven að hún sé eina von vina sinna í Hawksins til að sigra stríðið. Stríðið virðist vera gegn ógrynni skrímsla úr öfuga heiminum sem gert hefur söguhetjunum lífið leitt í síðustu þáttaröðum. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan:
Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira