Loksins almennileg stikla fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things Árni Sæberg skrifar 12. apríl 2022 23:19 Ýmislegt getur gerst í smábænum Hawkins. Skjáskot/Netflix Netflix birti í dag stiklu fyrir fjórðu þáttaröð af hinum geysivinsælu Stranger Things. Þáttaröðin kemur út í sumar en margir hafa beðið hennar í ofvæni allt frá því að þriðja þáttaröð kom út fyrir heilum þremur árum. Stiklan sem birt var í dag er sú fyrsta sem veitir almennilega innsýn í söguþráð þáttaraðarinnar, en áður höfðum við fengið örstutta stiklu sem sagði lítið annað en að Eleven væri flutt frá Hawkins og að hún saknaði Mike. Nýja stiklan hefst á því að óhugnanleg rödd ávarpar söguhetjuna Eleven, allavega að því er virðist. Röddin segir hana hafa skemmt allt en að þjáningar hennar séu senn á enda. Svo kemur í ljós að röddin tilheyrir nýjast skrímslinu úr langri röð skrímsla sem Eleven hefur séð við í fyrri þáttaröðum. Því næst heyrum við Max segja legsteini bróður síns að ástandið í Hawkins sé aftur orðið slæmt eftir að allt hafi verið með kyrrum kjörum um skamma hríð. Loks heyrum við ónefndan embættismann segja Eleven að hún sé eina von vina sinna í Hawksins til að sigra stríðið. Stríðið virðist vera gegn ógrynni skrímsla úr öfuga heiminum sem gert hefur söguhetjunum lífið leitt í síðustu þáttaröðum. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan: Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Stiklan sem birt var í dag er sú fyrsta sem veitir almennilega innsýn í söguþráð þáttaraðarinnar, en áður höfðum við fengið örstutta stiklu sem sagði lítið annað en að Eleven væri flutt frá Hawkins og að hún saknaði Mike. Nýja stiklan hefst á því að óhugnanleg rödd ávarpar söguhetjuna Eleven, allavega að því er virðist. Röddin segir hana hafa skemmt allt en að þjáningar hennar séu senn á enda. Svo kemur í ljós að röddin tilheyrir nýjast skrímslinu úr langri röð skrímsla sem Eleven hefur séð við í fyrri þáttaröðum. Því næst heyrum við Max segja legsteini bróður síns að ástandið í Hawkins sé aftur orðið slæmt eftir að allt hafi verið með kyrrum kjörum um skamma hríð. Loks heyrum við ónefndan embættismann segja Eleven að hún sé eina von vina sinna í Hawksins til að sigra stríðið. Stríðið virðist vera gegn ógrynni skrímsla úr öfuga heiminum sem gert hefur söguhetjunum lífið leitt í síðustu þáttaröðum. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan:
Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein