„Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 18:14 Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var glaðbeittur eftir sigurinn. Stöð 2 Sport Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Þetta var erfiður leikur og þetta var baráttuleikur,“ sagði Þorsteinn að leik loknum. „Við vissum alveg að þær eru líkamlega sterkar og að við þyrftum að hafa virkilega fyrir þeim og að þetta yrði leikur sem yrði „tough“ fyrir okkur. Ég er bara gríðarlega stoltur að hafa haldið þeim í núllinu hérna og ég var mjög bjartsýnn á það að við myndum skora og við gerðum það, sem betur fer. Svo náðum við að þröngva þessu í gegn.“ Tékkneska liðið skapaði litla sem enga hættu fyrir framan íslenska markið lengst af í leiknum og Þorsteinn segist vera virkilega ánægður með varnarvinnu liðsins í dag. „Við vorum „solid“ varnarlega og Sandra var góð í markinu. Allt liðið spilaði vel varnarlega. Þær voru ekkert að opna okkur og það kom okkur ekkert á óvart hvernig þær voru að spila á móti okkur.“ „En þær náðu aðeins að þrýsta á okkur kannski seinustu tuttugu mínúturnar og við náðum ekki alveg að spila út úr því. Við hefðum getað gert betur í að losa því við fengum oft fínar stöður, en svo var sendingin að klikka og eitthvað svoleiðis. En ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið.“ Nú þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni situr íslenska liðið á toppnum með eins stigs forskot á Hollendinga sem sitja í öðru sæti. Liðin mætast í september og þar er í raun hægt að tala um hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti á HM. „Það var svo sem stefnan allan tímann. Við ætluðum að fara í úrslitaleik í Hollandi og það tókst allavega eins og staðan er í dag. Við þurfum að vinna Hvít-Rússa og síðan förum við til Hollands og spilum til sigurs þar,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórs eftir leik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
„Að sjálfsögðu. Þetta var erfiður leikur og þetta var baráttuleikur,“ sagði Þorsteinn að leik loknum. „Við vissum alveg að þær eru líkamlega sterkar og að við þyrftum að hafa virkilega fyrir þeim og að þetta yrði leikur sem yrði „tough“ fyrir okkur. Ég er bara gríðarlega stoltur að hafa haldið þeim í núllinu hérna og ég var mjög bjartsýnn á það að við myndum skora og við gerðum það, sem betur fer. Svo náðum við að þröngva þessu í gegn.“ Tékkneska liðið skapaði litla sem enga hættu fyrir framan íslenska markið lengst af í leiknum og Þorsteinn segist vera virkilega ánægður með varnarvinnu liðsins í dag. „Við vorum „solid“ varnarlega og Sandra var góð í markinu. Allt liðið spilaði vel varnarlega. Þær voru ekkert að opna okkur og það kom okkur ekkert á óvart hvernig þær voru að spila á móti okkur.“ „En þær náðu aðeins að þrýsta á okkur kannski seinustu tuttugu mínúturnar og við náðum ekki alveg að spila út úr því. Við hefðum getað gert betur í að losa því við fengum oft fínar stöður, en svo var sendingin að klikka og eitthvað svoleiðis. En ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið.“ Nú þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni situr íslenska liðið á toppnum með eins stigs forskot á Hollendinga sem sitja í öðru sæti. Liðin mætast í september og þar er í raun hægt að tala um hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti á HM. „Það var svo sem stefnan allan tímann. Við ætluðum að fara í úrslitaleik í Hollandi og það tókst allavega eins og staðan er í dag. Við þurfum að vinna Hvít-Rússa og síðan förum við til Hollands og spilum til sigurs þar,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórs eftir leik
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira