„Höldum áfram að gera lög sem okkur finnst skemmtileg“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. apríl 2022 10:01 Inspector Spacetime var að senda frá sér lagið Kenndu mér. Nikki/Instagram @inspector_spacetime_ Hljómsveitin Inspector Spacetime sendi frá sér lagið Kenndu mér síðastliðinn föstudag og er þetta tíunda lagið sem hljómsveitin sendir frá sér. Þessi hressa danssveit er skipuð af þeim Agli Gauta Sigurjónssyni, Vöku Agnarsdóttur og Elíasi Geir Óskarssyni. Þau stofnuðu hljómsveitina í fyrsta samkomubanninu, gáfu út plötuna Inspector Spacetime í janúar 2021 og eru þekkt fyrir grípandi taktfasta tóna og lifandi sviðsframkomu. Blaðamaður hafði samband við þetta hressa unga tónlistarfólk og fékk að heyra meira um nýja lagið, Kenndu mér. View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Lagið byggt í kringum ákveðna setningu „Egill var búinn að vera með þessa setningu: „Kenndu mér að dansa“ í hausnum svolítið lengi, við höfðum reynt að koma henni fyrir í öðrum lögum en það gekk aldrei upp fyrr en núna því við ákváðum byggja bara viðlagið í kringum setninguna,“ segja meðlimirnir. Fæðing lagsins var svo ansi snögg. „Við vorum uppi í stúdíói eitt kvöldið og ætluðum að reyna að klára önnur verkefni þegar við tökum pásu frá því og fyrsta demoið af Kenndu mér var tilbúið á svona klukkutíma. Næstu tveir dagar fóru svo í að fínpússa og svo varð það bara sent í mix. Við höfum aldrei verið svona fljót að fullklára lag.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Fyrsta giggið erlendis Þau segjast ótrúlega sátt við það hvað fólk er nú þegar búið að taka vel í lagið. Það er margt spennandi á döfinni og sést langar leiðir að hljómsveitarmeðlimum þykir gaman að koma fram. „Við ætlum að reyna að klára plötu sem fyrst og svo spila ógeðslega mikið í sumar. Í júlí erum við spila okkar fyrsta gigg erlendis á lítilli hátíð í Noregi og erum sjúklega spennt fyrir því.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Þar sem hljómsveitin var stofnuð í alheimsfaraldri tók eflaust dálítinn tíma að venjast því að spila fyrir stóra hópa á takmarkalausum tímum. „Við erum fyrst núna að venjast því að spila reglulega og fyrir framan stærri hópa sem er mjög gaman. Og út af því erum við búin að vera að reyna að stækka við live showin okkar. Annars höfum við bara verið að halda áfram að gera lög sem okkur finnst skemmtileg og við myndum vilja hlusta á.“ Tónlist Tengdar fréttir Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“ 26. febrúar 2021 17:11 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þessi hressa danssveit er skipuð af þeim Agli Gauta Sigurjónssyni, Vöku Agnarsdóttur og Elíasi Geir Óskarssyni. Þau stofnuðu hljómsveitina í fyrsta samkomubanninu, gáfu út plötuna Inspector Spacetime í janúar 2021 og eru þekkt fyrir grípandi taktfasta tóna og lifandi sviðsframkomu. Blaðamaður hafði samband við þetta hressa unga tónlistarfólk og fékk að heyra meira um nýja lagið, Kenndu mér. View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Lagið byggt í kringum ákveðna setningu „Egill var búinn að vera með þessa setningu: „Kenndu mér að dansa“ í hausnum svolítið lengi, við höfðum reynt að koma henni fyrir í öðrum lögum en það gekk aldrei upp fyrr en núna því við ákváðum byggja bara viðlagið í kringum setninguna,“ segja meðlimirnir. Fæðing lagsins var svo ansi snögg. „Við vorum uppi í stúdíói eitt kvöldið og ætluðum að reyna að klára önnur verkefni þegar við tökum pásu frá því og fyrsta demoið af Kenndu mér var tilbúið á svona klukkutíma. Næstu tveir dagar fóru svo í að fínpússa og svo varð það bara sent í mix. Við höfum aldrei verið svona fljót að fullklára lag.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Fyrsta giggið erlendis Þau segjast ótrúlega sátt við það hvað fólk er nú þegar búið að taka vel í lagið. Það er margt spennandi á döfinni og sést langar leiðir að hljómsveitarmeðlimum þykir gaman að koma fram. „Við ætlum að reyna að klára plötu sem fyrst og svo spila ógeðslega mikið í sumar. Í júlí erum við spila okkar fyrsta gigg erlendis á lítilli hátíð í Noregi og erum sjúklega spennt fyrir því.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Þar sem hljómsveitin var stofnuð í alheimsfaraldri tók eflaust dálítinn tíma að venjast því að spila fyrir stóra hópa á takmarkalausum tímum. „Við erum fyrst núna að venjast því að spila reglulega og fyrir framan stærri hópa sem er mjög gaman. Og út af því erum við búin að vera að reyna að stækka við live showin okkar. Annars höfum við bara verið að halda áfram að gera lög sem okkur finnst skemmtileg og við myndum vilja hlusta á.“
Tónlist Tengdar fréttir Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“ 26. febrúar 2021 17:11 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“ 26. febrúar 2021 17:11