„Ég hef fengið þann heiður að leysa þá stöðu í síðustu leikjum. Þetta er annar vinkill. Þú færð að taka meiri þátt í sóknarleiknum og þetta er bara gaman. Maður þarf aðeins að stúdera stöðuna og fá smá hjálp,“ sagði Sif í samtali við Vísi í gær.
„Ég held ég sé þokkalega sjóuð í fótboltanum þannig ég næ að aðlaga mig ágætlega að því. Ég reyni að taka það hlutverk sem ég fæ og gera það eins vel og ég get.“
Hún viðurkennir að hún hafi verið aðeins ryðguð þegar kom að því taka þátt í sókninni.
„Þetta var smá erfitt fyrst. Ég get alveg sagt það. Ég er frekar varnarsinnuð en stelpurnar og þjálfarateymið eru alveg að hjálpa mér að fara framar. Ég þarf að aflæra vörnina og fá að fara með í sóknina,“ sagði Sif að lokum.