Áskorendamótið hefst á morgun: Sæti á Stórmeistaramótinu í boði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2022 23:01 Áskorendamótið í CS:GO hefst á morgun. RÍSÍ Áskorendamótið í CS:GO hefst á morgun þar sem fjögur lið geta unnið sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. Fjögur neðstu lið Ljósleiðaradeildarinnar taka þátt á Áskorendamótinu, en ásamt þeim mæta fjögur efstu liðin á Opna mótinu til leiks. Liðin sem taka þátt eru XY, Fylkir, SAGA og Kórdrengir úr Ljósleiðaradeildinni og Samviskan, Tan5ion, Haukar og BadCompany úr Opna mótinu. Snið mótsins er tvöföld útsláttarkeppni; öll lið hefja leik í efra leikjatré, en ef þau tapa viðureign fara þau í neðra leikjatré, ef þau tapa þar eru þau úr leik. Allar viðureignir eru best-af-3. Fyrirkomulag Áskorendamótsins.RÍSÍ Fyrsta umferð fer fram annað kvöld klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Liðin sem vinna í fyrstu umferð leika svo um sæti á Stórmeistaramótinu klukkan 21:00, en neðra leikjatréð verður klárað á sunnudagskvöldið. Stórmeistaramótið hefst svo laugardaginn 23. apríl þar sem bestu lið landsins mæta til leiks, en það verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn
Fjögur neðstu lið Ljósleiðaradeildarinnar taka þátt á Áskorendamótinu, en ásamt þeim mæta fjögur efstu liðin á Opna mótinu til leiks. Liðin sem taka þátt eru XY, Fylkir, SAGA og Kórdrengir úr Ljósleiðaradeildinni og Samviskan, Tan5ion, Haukar og BadCompany úr Opna mótinu. Snið mótsins er tvöföld útsláttarkeppni; öll lið hefja leik í efra leikjatré, en ef þau tapa viðureign fara þau í neðra leikjatré, ef þau tapa þar eru þau úr leik. Allar viðureignir eru best-af-3. Fyrirkomulag Áskorendamótsins.RÍSÍ Fyrsta umferð fer fram annað kvöld klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Liðin sem vinna í fyrstu umferð leika svo um sæti á Stórmeistaramótinu klukkan 21:00, en neðra leikjatréð verður klárað á sunnudagskvöldið. Stórmeistaramótið hefst svo laugardaginn 23. apríl þar sem bestu lið landsins mæta til leiks, en það verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn