UMBRA frumsýnir Stóðum tvö í túni: „Ef til vill fyrsta ástarsaga okkar Íslendinga“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2022 15:30 Umbra byggir frumsamdar útsetningar sínar á íslenskri og evrópskri miðaldatónlist. Hljómsveitin Umbra hefur sett tónlist við eldheitt ástarljóð úr Víglundarsögu, Stóðum tvö í túni, sem er ef til vill fyrsta ástarsaga okkar Íslendinga. Lagið kemur út í dag og Lífið á Vísi frumsýnir hér myndbandið við lagið. Myndbandinu var leikstýrt af hinum kanadíska Blair Alexander. „Fræg er ástarsenan úr Ghost með Patrick Swayze og Demi Moore við rennibekkinn. Ef til vill er ekki um ósvipaða senu að ræða í Víglundarsögu sem rituð var fyrir meira en 500 árum, þar sem Ketilríður þvær hár elskhuga síns Víglundar. Þau standa tvö í túni, strjúka hvort öðru og kveðjast með ástartrega og táru,“ segir í tilkynningu frá UMBRA. „Ástarsögur voru sjaldnast til frásagnar í Íslendingasögunum en Víglundar saga hverfist um ástir, örlög og hindranir á vegi elskenda sem að lokum ná saman. Klippa: Umbra - Stóðum tvö í túni UMBRA er hljómsveit sem rannsakar víddir þjóðlaga- og miðaldatónlistar með spuna, útsetningum og lagasmíðum. Hópurinn hefur skapað draumkenndan og tímalausan hljóðheim með dökkum undirtón sem hlýst af samspili raddspuna og hljóðfæraleiks. BJARGRÚNIR verður fjórða plata hljómsveitarinnar Umbru. Hún kemur út 1. maí og verður gefin út af Dimmu, Nordic Notes í Þýskalandi og dreift af Sony Music Iceland. Platan hefur að geyma þjóðlagatónlist þar sem er dregin er fram staða og raunir kvenna fyrr aftur í aldir, en lítið er til af heimildum þar að lútandi. Ólík yrkisefni draga fram raunir sem endurspegla íslenska veðráttu, strjálbýli, hrikaleg náttúruöfl eða áfallasögu sem erfist milli kynslóða. Eins og kom fram á Vísi fyrr í vikunni hefur hljómsveitin UMBRA verið valin til þess að koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Nordic Folk Alliance er tónlistarhátíð, ráðstefna og alþjóðlegur vettvangur fyrir þjóðlagatónlistarfólk frá Norðurlöndum sem haldin verður í Gautaborg síðar í mánuðinum. Þrjú íslensk tónlistaratriði koma fram, Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur. Tónlist Tengdar fréttir Íslenskt tónlistarfólk stígur á svið á Nordic Folk Alliance Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur munu koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Öll eru þau þakklát fyrir tækifærið og þennan stóra vettvang til að koma sér á framfæri erlendis. 5. apríl 2022 15:30 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Lagið kemur út í dag og Lífið á Vísi frumsýnir hér myndbandið við lagið. Myndbandinu var leikstýrt af hinum kanadíska Blair Alexander. „Fræg er ástarsenan úr Ghost með Patrick Swayze og Demi Moore við rennibekkinn. Ef til vill er ekki um ósvipaða senu að ræða í Víglundarsögu sem rituð var fyrir meira en 500 árum, þar sem Ketilríður þvær hár elskhuga síns Víglundar. Þau standa tvö í túni, strjúka hvort öðru og kveðjast með ástartrega og táru,“ segir í tilkynningu frá UMBRA. „Ástarsögur voru sjaldnast til frásagnar í Íslendingasögunum en Víglundar saga hverfist um ástir, örlög og hindranir á vegi elskenda sem að lokum ná saman. Klippa: Umbra - Stóðum tvö í túni UMBRA er hljómsveit sem rannsakar víddir þjóðlaga- og miðaldatónlistar með spuna, útsetningum og lagasmíðum. Hópurinn hefur skapað draumkenndan og tímalausan hljóðheim með dökkum undirtón sem hlýst af samspili raddspuna og hljóðfæraleiks. BJARGRÚNIR verður fjórða plata hljómsveitarinnar Umbru. Hún kemur út 1. maí og verður gefin út af Dimmu, Nordic Notes í Þýskalandi og dreift af Sony Music Iceland. Platan hefur að geyma þjóðlagatónlist þar sem er dregin er fram staða og raunir kvenna fyrr aftur í aldir, en lítið er til af heimildum þar að lútandi. Ólík yrkisefni draga fram raunir sem endurspegla íslenska veðráttu, strjálbýli, hrikaleg náttúruöfl eða áfallasögu sem erfist milli kynslóða. Eins og kom fram á Vísi fyrr í vikunni hefur hljómsveitin UMBRA verið valin til þess að koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Nordic Folk Alliance er tónlistarhátíð, ráðstefna og alþjóðlegur vettvangur fyrir þjóðlagatónlistarfólk frá Norðurlöndum sem haldin verður í Gautaborg síðar í mánuðinum. Þrjú íslensk tónlistaratriði koma fram, Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur.
Tónlist Tengdar fréttir Íslenskt tónlistarfólk stígur á svið á Nordic Folk Alliance Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur munu koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Öll eru þau þakklát fyrir tækifærið og þennan stóra vettvang til að koma sér á framfæri erlendis. 5. apríl 2022 15:30 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Íslenskt tónlistarfólk stígur á svið á Nordic Folk Alliance Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur munu koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Öll eru þau þakklát fyrir tækifærið og þennan stóra vettvang til að koma sér á framfæri erlendis. 5. apríl 2022 15:30