BL meðal verðlaunahafa fyrir árangur í kennslu og þjálfun iðnnema Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. apríl 2022 07:00 Fyrir hönd BL ehf tók Anna Lára Guðfinnsdóttir mannauðsstjóri við hvatningaverðlaunum atvinnulífsins. Með henni eru Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra og Ólafur Jónsson, starfsmaður Nemastofu atvinnulífsins. Á Nemastofu atvinnulífsins, sem stofnuð var í vikunni, hlaut BL ásamt gullsmíða- og skartgripaversluninni Tímadjásn og TG raf, hvatningarverðlaun atvinnulífsins fyrir að hafa á liðnum árum náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað. Eru fyrirtækin metin sem góðar fyrirmyndir og lærdómsfyrirtæki fyrir önnur fyrirtæki í viðkomandi faggreinum. Iðnnemar á samningi hjá BL Með nemastofunni, sem er samstarfsvettvangur samtaka í atvinnulífinu um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks, er ætlunin að tvöfalda fjölda fyrirtækja og iðnmeistara sem taka til sín iðnnema enda er talið að þúsundir iðnmenntaðra vanti til starfa hér á landi. Þess má geta að frá 2018 hafa 34 iðnnemar í bifreiðasmíði, bifvélavirkjun eða málun hafið störf á iðnsamningi hjá BL og starfa tuttugu og fjórir enn hjá fyrirtækinu; tíu nemar og fjórtán sem lokið hafa sveinsprófi. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðsluseturs og Þór Pálsson framkvæmdstjóri RAFMENNTAR undirrita samkomulag um sérstakt átaksverkefni sem miðar m.a. að því að fjölga fyrirtækjum á birtingaskrá. Nemastofa atvinnulífsins Með Nemastofu atvinnulífsins er ætlunin að auka yfirsýn yfir fjölda nemenda í vinnustaðanámi og bæta og einfalda aðgengi nemenda að starfsnámi. Nemastofan er í jafnri eigu Iðunnar fræðsluseturs og Rafmenntar fyrir hönd fyrirtækja og félagsmanna sem þar eru meðlimir eins og hægt er að kynna sér á vefsetrinu idan.is og rafmennt.is. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent
Iðnnemar á samningi hjá BL Með nemastofunni, sem er samstarfsvettvangur samtaka í atvinnulífinu um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks, er ætlunin að tvöfalda fjölda fyrirtækja og iðnmeistara sem taka til sín iðnnema enda er talið að þúsundir iðnmenntaðra vanti til starfa hér á landi. Þess má geta að frá 2018 hafa 34 iðnnemar í bifreiðasmíði, bifvélavirkjun eða málun hafið störf á iðnsamningi hjá BL og starfa tuttugu og fjórir enn hjá fyrirtækinu; tíu nemar og fjórtán sem lokið hafa sveinsprófi. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðsluseturs og Þór Pálsson framkvæmdstjóri RAFMENNTAR undirrita samkomulag um sérstakt átaksverkefni sem miðar m.a. að því að fjölga fyrirtækjum á birtingaskrá. Nemastofa atvinnulífsins Með Nemastofu atvinnulífsins er ætlunin að auka yfirsýn yfir fjölda nemenda í vinnustaðanámi og bæta og einfalda aðgengi nemenda að starfsnámi. Nemastofan er í jafnri eigu Iðunnar fræðsluseturs og Rafmenntar fyrir hönd fyrirtækja og félagsmanna sem þar eru meðlimir eins og hægt er að kynna sér á vefsetrinu idan.is og rafmennt.is.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent