Hertz kaupir 65.000 rafbíla af Polestar á næstu fimm árum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. apríl 2022 07:01 Hertz og Polestar kynntu 388 milljarða króna samning á dögunum. Hertz og Polestar hafa gert samning um kaup Hertz á 65.000 rafknúnum ökutækjum á næstu fimm árum. Gert er ráð fyrir að afhendingar hefjist vorið 2022 í Evrópu og seint á árinu 2022 í Norður-Ameríku og Ástralíu. Fyrirtækin sendu frá sér sameiginlega tilkynningu vegna samningsins. Samningurinn er metinn á um 3 milljarða dollara eða um 388 milljarðar króna. Fyrir Hertz er samstarfið hluti af stefnu fyrirtækisins um að vera leiðandi í rafvæðingu, deilihagkerfinu og í stafrænni upplifun viðskiptavina. Samstarfið við Polestar byggir á tilkynningu Hertz í október síðastliðnum um að bjóða viðskiptavinum sínum stærsta rafbílaleiguflota í Norður-Ameríku og einn þann stærsta í heiminum. Auk þess að gera flotann aðgengilegan fyrirtækjaviðskiptavinum og ferðamönnum, er Hertz að útfæra rafbíla til deilibílanotkunar sem leið til að flýta enn frekar fyrir rafvæðingu. Hér má sjá myndband af YouTube-rásinni Munoment um samninginn. „Við erum spennt að eiga samstarf við Polestar og hlökkum til að kynna hágæða rafbíla þeirra til útleigu og sem deilibíla,“ sagði Stephen Scherr, forstjóri Hertz. „Samstarf dagsins í dag við Polestar byggir enn frekar á metnaði okkar um að verða leiðandi þátttakandi í nútíma vistkerfi fyrir hreyfanleika og gera það sem umhverfisvænt fyrirtæki. Með því að vinna með leiðtogum rafbílaiðnaðarins eins og Polestar getum við hjálpað til við að flýta fyrir innleiðingu rafvæðingar á sama tíma og við veitum leigutökum, fyrirtækjaviðskiptavinum og samstarfsaðilum í deilibílum hágæða rafbíla, einstaka reynslu og lægra kolefnisspor.“ Polestar greindi frá því að það næstum þrefaldaði magn seldra bíla árið 2021 og gerir ráð fyrir meira en tvöföldun magns aftur á þessu ári. Polestar gerir ráð fyrir að árlegur fjöldi seldra bíla verði kominn í 290.000 í árslok 2025. Polestar hefur áður kynnt áform um skráningu á Nasdaq New York í fyrirhugaðri sameiningu við Gores Guggenheim, Inc. (Nasdaq: GGPI, GGPIW og GGPIU), sem er gert ráð fyrir að ljúki á öðrum ársfjórðungi 2022. Thomas Ingenlath með Polestar 2 og gyllta stýrinu. „Polestar er staðfast í að hraða orkuskiptum í samgöngum með heillandi og nýstárlegu vöruúrvali,“ sagði forstjóri Polestar, Thomas Ingenlath. „Við erum ánægð með að Hertz hafi valið Polestar sem stefnumótandi samstarfsaðila á leið sinni til rafvæðingar. Samstarf við brautryðjanda á heimsvísu eins og Hertz mun færa breiðari markhóp þá mögnuðu upplifun að keyra rafbíl og fullnægja fjölbreyttum kröfum sameiginlegra viðskiptavina okkar um hreyfanleika til skemmri og lengri tíma. Fyrir marga þeirra gæti þetta verið í fyrsta skipti sem þeir keyra rafbíl og það verður Polestar. Hertz mun upphaflega panta Polestar 2. Polestar 2 býður framúrstefnulega skandinavíska hönnun. Polestar 3 er svo væntanlegur á markað á næsta ári. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent
Fyrirtækin sendu frá sér sameiginlega tilkynningu vegna samningsins. Samningurinn er metinn á um 3 milljarða dollara eða um 388 milljarðar króna. Fyrir Hertz er samstarfið hluti af stefnu fyrirtækisins um að vera leiðandi í rafvæðingu, deilihagkerfinu og í stafrænni upplifun viðskiptavina. Samstarfið við Polestar byggir á tilkynningu Hertz í október síðastliðnum um að bjóða viðskiptavinum sínum stærsta rafbílaleiguflota í Norður-Ameríku og einn þann stærsta í heiminum. Auk þess að gera flotann aðgengilegan fyrirtækjaviðskiptavinum og ferðamönnum, er Hertz að útfæra rafbíla til deilibílanotkunar sem leið til að flýta enn frekar fyrir rafvæðingu. Hér má sjá myndband af YouTube-rásinni Munoment um samninginn. „Við erum spennt að eiga samstarf við Polestar og hlökkum til að kynna hágæða rafbíla þeirra til útleigu og sem deilibíla,“ sagði Stephen Scherr, forstjóri Hertz. „Samstarf dagsins í dag við Polestar byggir enn frekar á metnaði okkar um að verða leiðandi þátttakandi í nútíma vistkerfi fyrir hreyfanleika og gera það sem umhverfisvænt fyrirtæki. Með því að vinna með leiðtogum rafbílaiðnaðarins eins og Polestar getum við hjálpað til við að flýta fyrir innleiðingu rafvæðingar á sama tíma og við veitum leigutökum, fyrirtækjaviðskiptavinum og samstarfsaðilum í deilibílum hágæða rafbíla, einstaka reynslu og lægra kolefnisspor.“ Polestar greindi frá því að það næstum þrefaldaði magn seldra bíla árið 2021 og gerir ráð fyrir meira en tvöföldun magns aftur á þessu ári. Polestar gerir ráð fyrir að árlegur fjöldi seldra bíla verði kominn í 290.000 í árslok 2025. Polestar hefur áður kynnt áform um skráningu á Nasdaq New York í fyrirhugaðri sameiningu við Gores Guggenheim, Inc. (Nasdaq: GGPI, GGPIW og GGPIU), sem er gert ráð fyrir að ljúki á öðrum ársfjórðungi 2022. Thomas Ingenlath með Polestar 2 og gyllta stýrinu. „Polestar er staðfast í að hraða orkuskiptum í samgöngum með heillandi og nýstárlegu vöruúrvali,“ sagði forstjóri Polestar, Thomas Ingenlath. „Við erum ánægð með að Hertz hafi valið Polestar sem stefnumótandi samstarfsaðila á leið sinni til rafvæðingar. Samstarf við brautryðjanda á heimsvísu eins og Hertz mun færa breiðari markhóp þá mögnuðu upplifun að keyra rafbíl og fullnægja fjölbreyttum kröfum sameiginlegra viðskiptavina okkar um hreyfanleika til skemmri og lengri tíma. Fyrir marga þeirra gæti þetta verið í fyrsta skipti sem þeir keyra rafbíl og það verður Polestar. Hertz mun upphaflega panta Polestar 2. Polestar 2 býður framúrstefnulega skandinavíska hönnun. Polestar 3 er svo væntanlegur á markað á næsta ári.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent