Ridley Scott tryggir sér kvikmyndarétt að nýjustu skáldsögu Ragnars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 20:24 Bókin Úti eftir Ragnar Jónasson verður gerð að kvikmynd af framleiðslufyrirtæki Ridley Scott. Aðsend/baldurkristjans Framleiðslufyrirtæki leikstjórans og kvikmyndaframleiðandans Ridley Scott hefur tryggt sér réttinn að Úti, nýjustu skáldsögu Ragnars Jónassonar. Ridley Scott er með þekktustu leikstjórum Hollywood og hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Alien, Blade Runner, Gladiator og Thelma & Louise. Kvikmyndir hans eru margverðlaunaðar, bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni, BAFTA og Golden Globe. Fram kemur í tilkynningu frá Bjarti og Veröld að stefnt sé að því að gera kvikmynd eftir Úti sem Scott yrði framleiðandi að, ásamt teymi frá Scott Free og True North á Íslandi. Viðræður eru þegar hafnar við danska leikstjórann Henrik Hansen um að stýra verkinu. Úti kom út fyrir síðustu jól og er væntanleg á ensku í Bretlandi og Bandaríkjunum í vor. Í framhaldi fylgir svo útgáfa í öðrum löndum. Tímaritið The Times lofsamaði bókina í bókadómi en gagnrýnandi blaðsins sagði Ragnar hafa skapað svo magnað andrúmsloft ofsóknarkenndar og innilokunar að lesendur gætæu vart sleppt taki af bókinni. Meira en þrjár milljónir eintaka af bókum Ragnars hafa selst um heim allan í alls þrjátíu og sex löndum og því var fagnað um helgina að ein milljón eintaka hafi selst af bókum hans í Frakklandi. Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Ridley Scott er með þekktustu leikstjórum Hollywood og hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Alien, Blade Runner, Gladiator og Thelma & Louise. Kvikmyndir hans eru margverðlaunaðar, bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni, BAFTA og Golden Globe. Fram kemur í tilkynningu frá Bjarti og Veröld að stefnt sé að því að gera kvikmynd eftir Úti sem Scott yrði framleiðandi að, ásamt teymi frá Scott Free og True North á Íslandi. Viðræður eru þegar hafnar við danska leikstjórann Henrik Hansen um að stýra verkinu. Úti kom út fyrir síðustu jól og er væntanleg á ensku í Bretlandi og Bandaríkjunum í vor. Í framhaldi fylgir svo útgáfa í öðrum löndum. Tímaritið The Times lofsamaði bókina í bókadómi en gagnrýnandi blaðsins sagði Ragnar hafa skapað svo magnað andrúmsloft ofsóknarkenndar og innilokunar að lesendur gætæu vart sleppt taki af bókinni. Meira en þrjár milljónir eintaka af bókum Ragnars hafa selst um heim allan í alls þrjátíu og sex löndum og því var fagnað um helgina að ein milljón eintaka hafi selst af bókum hans í Frakklandi.
Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein