„Ef við drullum upp á bak núna þá erum við í enn verri vandræðum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 11:01 Þorsteinn Halldórsson stýrir Íslandi á EM í júlí og vonast til að fara einnig með liðið á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. vísir/vilhelm Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, segir ekki koma annað til greina en að leggja allt í sölurnar í Belgrad í dag til að ná sigri gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM. Ísland mætir Tékklandi ytra á þriðjudaginn í algjörum lykilleik í toppbaráttu C-riðils, þar sem Ísland berst við Tékkland og Holland um efstu tvö sætin. Efsta liðið kemst beint á HM og næstefsta liðið í umspil. Fyrir fram er Ísland mun sigurstranglegra en Hvíta-Rússland í dag en Þorsteinn segir ekki koma til greina að hvíla leikmenn eða fara varlega í dag eins og hægt væri að gera með leikinn við Tékka í huga: „Við erum ekki að fara að hvíla einn né neinn. Við mætum með fulla virðingu fyrir andstæðingnum og ætlum ekki að taka sénsa á einu né neinu,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. „Við ætlum að vinna þennan leik, sama hvað við þurfum að gera. Þessi leikur er alveg jafnmikilvægur og leikurinn við Tékka á þriðjudaginn. Ef við drullum upp á bak núna þá erum við í enn verri vandræðum fyrir þriðjudaginn. Við gerum okkur algjörlega grein fyrir því að við erum að fara í leik sem er mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Þýðir ekkert hálfkák þó að við vitum að við séum betri Vinni Ísland bæði Hvíta-Rússland og Tékkland gæti liðinu dugað að ná jafntefli gegn Hollandi á útivelli í september til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farseðil á HM í fyrsta sinn. Holland vann Hvíta-Rússland 2-0 í Minsk á síðasta ári, áður en stríðið í Úkraínu hófst og Hvít-Rússar máttu enn spila á sínum heimavelli, en bæði mörk Hollendinga komu þá eftir 70 mínútna leik. „Hvít-Rússarnir eru skipulagðir varnarlega. Þær geta alveg varist og sýndu á móti Hollandi að þú þarft að vera hugmyndaríkur, áræðinn og spila af krafti á móti þeim. Það þýðir ekkert hálfkák þó að við segjum við sjálf okkur, trúum því og vitum það, að við séum betri en þær. Við þurfum að vera góð í þessum leik og leggja hart að okkur til að brjóta þær á bak aftur,“ sagði Þorsteinn. Leikur Hvíta-Rússlands og Íslands hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Ísland mætir Tékklandi ytra á þriðjudaginn í algjörum lykilleik í toppbaráttu C-riðils, þar sem Ísland berst við Tékkland og Holland um efstu tvö sætin. Efsta liðið kemst beint á HM og næstefsta liðið í umspil. Fyrir fram er Ísland mun sigurstranglegra en Hvíta-Rússland í dag en Þorsteinn segir ekki koma til greina að hvíla leikmenn eða fara varlega í dag eins og hægt væri að gera með leikinn við Tékka í huga: „Við erum ekki að fara að hvíla einn né neinn. Við mætum með fulla virðingu fyrir andstæðingnum og ætlum ekki að taka sénsa á einu né neinu,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. „Við ætlum að vinna þennan leik, sama hvað við þurfum að gera. Þessi leikur er alveg jafnmikilvægur og leikurinn við Tékka á þriðjudaginn. Ef við drullum upp á bak núna þá erum við í enn verri vandræðum fyrir þriðjudaginn. Við gerum okkur algjörlega grein fyrir því að við erum að fara í leik sem er mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Þýðir ekkert hálfkák þó að við vitum að við séum betri Vinni Ísland bæði Hvíta-Rússland og Tékkland gæti liðinu dugað að ná jafntefli gegn Hollandi á útivelli í september til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farseðil á HM í fyrsta sinn. Holland vann Hvíta-Rússland 2-0 í Minsk á síðasta ári, áður en stríðið í Úkraínu hófst og Hvít-Rússar máttu enn spila á sínum heimavelli, en bæði mörk Hollendinga komu þá eftir 70 mínútna leik. „Hvít-Rússarnir eru skipulagðir varnarlega. Þær geta alveg varist og sýndu á móti Hollandi að þú þarft að vera hugmyndaríkur, áræðinn og spila af krafti á móti þeim. Það þýðir ekkert hálfkák þó að við segjum við sjálf okkur, trúum því og vitum það, að við séum betri en þær. Við þurfum að vera góð í þessum leik og leggja hart að okkur til að brjóta þær á bak aftur,“ sagði Þorsteinn. Leikur Hvíta-Rússlands og Íslands hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira