Festivalið heitir „We love stories“ og er sett upp af lista hópnum „Story for Food“ en Smári hefur áður unnið með þeim í Berlín við uppsetningu útvarpsleikrita. We love stories er festival þar sem rithöfundar og sögumenn koma saman og lesa úr sínum verkum.

Smári samdi hljóðheiminn sem verður spilaður undir þegar höfundarnir lesa. Auk þess að hafa búið til hljóðheiminn samdi Smári einnig sína eigin tónlist á Krít undir áhrifum frá grískri tónlist, en bæði lögin á smáskífunni eru drifin áfram af gríska hljóðfærinu bouzouki.
Stór hluti lagana var tekin upp á Krít en einnig fóru upptökur fram í Smástirni. Halldór Lárusson spilar á trommur í öðru laginu annars sér Smári alfarið um allan hljóðfæraleik. Stefán Gunnlaugsson í Stúdíó Bambus sá síðan um listræna hljóðblöndun á lögunum og Sigurdór Guðmundsson í Skonrokk Studios hljóðjafnaði.