„Ekki í mínu besta standi en held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2022 14:01 Sara Björk Gunnarsdottir með samherja sinn hjá Lyon, Catarinu Macario, á bakinu eftir sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu. getty/Johannes Simon Sara Björk Gunnarsdóttir segist ekki enn vera komin í sitt besta form en það styttist í það. Hún hefði viljað fá fleiri tækifæri með Lyon eftir að hún sneri aftur eftir barnsburð. Eftir rúmlega árs fjarveru var Sara valin aftur í íslenska landsliðið sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM á næstu dögum. Hún hefur ekki leikið landsleik síðan 1. desember. Ísland tryggði sér þá sæti á EM með 0-1 útisigri á Ungverjalandi. Sara eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember og sneri aftur á völlinn í síðasta mánuði. Hún hefur komið við sögu í þremur leikjum með Lyon, tveimur í frönsku úrvalsdeildinni og einum í Meistaradeild Evrópu. „Það er stór pakki núna,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. „Í fyrsta lagi er ótrúlega gaman að vera komin til baka með Lyon og vera komin aftur í landsliðið að hitta stelpurnar. Að koma til baka á þessum tímapunkti er ótrúlega skemmtilegt.“ Sara hefur ekki leikið landsleik síðan í lok árs 2020.vísir/vilhelm Sara segist allt eins hafa átt von á því að Þorsteinn Halldórsson myndi velja hana í landsliðið að þessu sinni. „Já og nei. Ég átti von á einhverju samtali við Steina. Hann hringdi í mig og spurði hvernig staðan væri á mér. Ég sagði að hún væri góð þrátt fyrir að hafa ekki fengið mikið af mínútum. Þetta var ákvörðun hans að velja mig. Hann tók mig inn í hópinn og ég var ánægð með það,“ sagði Sara. Ekkert ákveðið með spiltíma Hún sagði að ekkert hefði verið ákveðið hvað hún myndi spila mikið í landsleikjunum tveimur sem framundan eru og benti á landsliðsþjálfarann. „Nei, að hefur ekki verið rætt neitt. Þetta er fyrsti dagurinn og við eigum eftir að tala um það. Það kemur bara í ljós. Það verður að spyrja Steina að því,“ sagði Sara. Hún segist vera í góðu líkamlegu formi en neitar því ekki að hún hefði viljað fá fleiri mínútur með Lyon að undanförnu. Sara varð Evrópumeistari með Lyon 2020.getty/Tullio Puglia „Ég er búin að vera æfa ótrúlega vel með Lyon. Ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi. Ég er búin að spila mest 45 mínútur og einhverjar fimm og tíu mínútur. Ég er ekki í mínu besta standi, það er alveg á hreinu en ég held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. Ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa Hún segist ekki hafa átt von á því að koma jafn snemma til baka eftir barnsburð og raun bar vitni. „Tilfinningin er góð. Ég bjóst kannski ekki við því að koma svona fljótt til baka. Ég var með það markmið að byrja að æfa með liðinu í febrúar eða mars. Það kom mér á óvart hversu fljótt líkaminn aðlagaðist æfingaálaginu,“ sagði Sara. „Ég fann í raun ekki fyrir því að óléttan hafi stoppað mig í að koma til baka. Ég tognaði einu sinni í kálfa eftir tvær vikur af æfingum. Það var ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa. Það er góð tilfinning að vera komin aftur inn í klefa og í mitt umhverfi.“ Franski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Eftir rúmlega árs fjarveru var Sara valin aftur í íslenska landsliðið sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM á næstu dögum. Hún hefur ekki leikið landsleik síðan 1. desember. Ísland tryggði sér þá sæti á EM með 0-1 útisigri á Ungverjalandi. Sara eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember og sneri aftur á völlinn í síðasta mánuði. Hún hefur komið við sögu í þremur leikjum með Lyon, tveimur í frönsku úrvalsdeildinni og einum í Meistaradeild Evrópu. „Það er stór pakki núna,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. „Í fyrsta lagi er ótrúlega gaman að vera komin til baka með Lyon og vera komin aftur í landsliðið að hitta stelpurnar. Að koma til baka á þessum tímapunkti er ótrúlega skemmtilegt.“ Sara hefur ekki leikið landsleik síðan í lok árs 2020.vísir/vilhelm Sara segist allt eins hafa átt von á því að Þorsteinn Halldórsson myndi velja hana í landsliðið að þessu sinni. „Já og nei. Ég átti von á einhverju samtali við Steina. Hann hringdi í mig og spurði hvernig staðan væri á mér. Ég sagði að hún væri góð þrátt fyrir að hafa ekki fengið mikið af mínútum. Þetta var ákvörðun hans að velja mig. Hann tók mig inn í hópinn og ég var ánægð með það,“ sagði Sara. Ekkert ákveðið með spiltíma Hún sagði að ekkert hefði verið ákveðið hvað hún myndi spila mikið í landsleikjunum tveimur sem framundan eru og benti á landsliðsþjálfarann. „Nei, að hefur ekki verið rætt neitt. Þetta er fyrsti dagurinn og við eigum eftir að tala um það. Það kemur bara í ljós. Það verður að spyrja Steina að því,“ sagði Sara. Hún segist vera í góðu líkamlegu formi en neitar því ekki að hún hefði viljað fá fleiri mínútur með Lyon að undanförnu. Sara varð Evrópumeistari með Lyon 2020.getty/Tullio Puglia „Ég er búin að vera æfa ótrúlega vel með Lyon. Ég hef kannski ekki fengið þær mínútur sem ég vildi. Ég er búin að spila mest 45 mínútur og einhverjar fimm og tíu mínútur. Ég er ekki í mínu besta standi, það er alveg á hreinu en ég held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því,“ sagði Sara sem er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. Ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa Hún segist ekki hafa átt von á því að koma jafn snemma til baka eftir barnsburð og raun bar vitni. „Tilfinningin er góð. Ég bjóst kannski ekki við því að koma svona fljótt til baka. Ég var með það markmið að byrja að æfa með liðinu í febrúar eða mars. Það kom mér á óvart hversu fljótt líkaminn aðlagaðist æfingaálaginu,“ sagði Sara. „Ég fann í raun ekki fyrir því að óléttan hafi stoppað mig í að koma til baka. Ég tognaði einu sinni í kálfa eftir tvær vikur af æfingum. Það var ekkert varðandi óléttuna sem kom í veg fyrir að ég myndi byrja að æfa. Það er góð tilfinning að vera komin aftur inn í klefa og í mitt umhverfi.“
Franski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira