Lífið

„Ég og mamma þín vorum eins og kanínur út um allt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð erfitt samtal fyrir unglinginn. 
Nokkuð erfitt samtal fyrir unglinginn. 

Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir fór af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni fyrr á árinu og eru nú þegar sex þættir aðgengilegir.

Sólborg sá um Instagram reikninginn Fávitar á árunum 2016-2020, sem var átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi og má segja að þættirnir hafi orðið til í kjölfarið.

Um er að ræða kynfræðsluþætti fyrir fólk á öllum aldri. Þættirnir eru framleiddir af Ketchup Creative.

Í fyrsta þættinum er fjallað um kynfræðslu almennt og hvernig sú fræðsla hefur verið fyrir ungt fólk síðustu ár.

Margir foreldrar kannast eflaust við eitt atriði í fyrsta þættinum þar sem sjá mátti föður ræða um kynlíf við son sinn. Barninu fannst umræðan nokkuð vandræðaleg og ekki var faðirinn að gera hlutina betri með því að segja setningar á borð við: „Ég og mamma þín vorum eins og kanínur út um allt.“

Hér að neðan má sjá atriðið í heild sinni.

Klippa: Ég og mamma þín vorum eins og kanínur út um allt

Tengdar fréttir

„Horfið á Fávita með ömmu ykkar“

Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag.

„Þetta virkar ekki alveg saman“

Sólborg Guðbrandsdóttir er 25 ára kona sem hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út tvær bækur. Annarsvegar bókina Fávitar og síðan bókina Aðeins færri Fávitar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.