Leikmenn Norður Karólínu voru komnir sextán stigum yfir í leiknum en Kansas mönnum tókst að vinna upp þann mun. Ekkert annað lið hefur komið til baka eftir að hafa lent svo mikið undir en gamla metið var fimmtán stig og frá árinu 1963.
FOR THE FIRST TIME SINCE 2008 ...
— ESPN (@espn) April 5, 2022
THE JAYHAWKS ARE THE MEN'S NATIONAL CHAMPIONS @KUHoops | #NationalChampionship pic.twitter.com/dmeTvbTeNa
Úrslitaleikurinn var spilaður í Superdome-höllinni í New Orleans en sjötíu þúsund áhorfendur voru á leiknum og milljónir fylgdust með honum í sjónvarpi.
Norður Karólína var 40-25 yfir í hálfleik en Bill Self, þjálfari Kansas, átti greinilega frábæra hálfleiksræðu því lið hans skoraði 31 af fyrsta 41 stiginu í seinni hálfleiknum. Þetta er fjórði titill Kansas og sá annar undir stjórn Self.
In 2020, South Carolina's women's team & Kansas' men's team were both No. 1 seeds in March Madness but both seasons were canceled due to COVID.
— The Athletic (@TheAthletic) April 5, 2022
Two years later, both South Carolina & Kansas won the National Championship in the same year, on back-to-back nights pic.twitter.com/LoasXCUTer
Lið Kansas var fullt af strákum sem voru sigurstranglegir vorið 2020 þegar aflýsa þurfti keppninni vegna kórónuveirufaraldursins. Nú fengu þeir að klára tímabilið með því að fagna titlinum.
Þetta voru meðal annars þeir David McCormack (15 stig), Ochai Agbaji (12), Christian Braun (12) og Jalen Wilson (15) sem allir voru að skila sínu í úrslitaleiknum.
Ochai Agbaji var kosinn besti leikmaður Final Four en hann hafði skorað 21 stig í undanúrslitaleiknum á móti Villanova.
Kansas, down by as many as 16 in the first half, completes the largest comeback win in National Championship history.
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 5, 2022
This is the Jayhawks' 4th national title, tied for the 6th-most all-time. pic.twitter.com/5L40Kqs7Pm