Hún sagði það hafa verið gífurleg mistök af hálfu varnarmálaráðherra Suður-Kóreu að ræða mögulegar árásir á Norður-Kóreu.
Suh Wook, áðurnefndur varnarmálaráðherra, sagði á föstudaginn að Suður-Kórea ætti eldflaugar sem hægt væri að nota til að gera nákvæmar árásir á skotmörk í Norður-Kóreu með skömmum fyrirvara. Það var eftir tilraunaskot langdrægrar eldflaugar sem getur borið kjarnorkuvopn í Norður-Kóreu.
Kim Yo Jong, sem er háttsettur embættismaður í kommúnistaflokki Norður-Kóreu, hafði áður fordæmt þessi ummæli og hótaði því að leggja mikilvæg skotmörk í Suður-Kóreu í rúst, ef ráðamönnum þar dytti í hug að gera fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu.
Reuters vitnar í KCNA, ríkismiðil Norður-Kóreu, og hefur eftir henni að í Norður-Kóreu sé ekki litið á Suður-Kóreu sem höfuðóvin einræðisríkisins. Í Pyongyang væru ráðamenn á móti stríði en slík átök myndu skila Suður-Kóreu eftir í rúst.
Hún sagði að ef her Suður-Kóreu færi svo mikið sem eina tommu inn í Norður-Kóreu, myndi ríkið mæta óhugsandi hamförum er herafli Norður-Kóreu sem sér um kjarnorkuvopn einræðisríkisins gerðu skyldu sína.
„Þetta er ekki hótun. Þetta er ítarleg útskýring á viðbrögðum okkar við óábyrgum hernaðaraðgerðum Suður-Kóreu,“ er haft eftir henni Kim.