Erfitt að vera ekki á landinu þegar hann lést Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. apríl 2022 10:00 Katla er í einlægu viðtali um föðurmissinn í nýjasta þættinum af Fokk ég er með krabbamein. Vísir/Helgi Ómars „Það sem ég mæli með fyrir alla sem þurfa að ganga í gegnum þetta er að tala opinskátt um hlutina,“ segir Katla Njálsdóttir Þórudóttir. Hún missti föður sinn Njál Þórðarson aðeins sextán ára gömul eftir mjög stutta og erfiða baráttu við krabbamein. „Það sem ég er svo þakklát fyrir er að foreldrar mínir hafi verið alveg hreinskilin, það var ekki verið að sykurhúða neitt,“ segir Katla í viðtali hjá Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þessi upprennandi leik- og söngkona vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í Söngvakeppninni á dögunum. Í þættinum talar hún opinskátt um þessa erfiðu lífsreynslu. Upplýst allan tímann Þær systurnar fengu að vera inni í samtalinu alveg frá fyrsta degi, deginum sem hann greindist með krabbamein. „Þau sögðu okkur alltaf stöðuna og við vissum alltaf hvað var í gangi.“ Fjölskyldan tæklaði veikindin með húmorinn að vopni, en Katla viðurkennir að það hafi alls ekki alltaf verið auðvelt. Hún var samt þakklát fyrir að ekkert hafi verið falið og allt hafi verið uppi á borðinu. Átti hún löng samtöl við pabba sinn þar sem hún fékk að spyrja allra þeirra spurninga sem henni lágu á hjarta. „Þó að ég hafi ekki verið undirbúin þegar hann dó, að af því að ég var upplýst allan tímann vissi ég alltaf í hvað stefndi.“ Viðtalið við Kötlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum talar hún á sinn einlæga hátt um það hvernig það er að missa foreldri úr lífsógnandi sjúkdómi, hvernig það er að takast á við sorgina og hvað situr eftir. „Þetta hverfur aldrei þetta sár.“ Hún ræðir þar meðal annars atvikið í Söngvakeppninni, þegar Björg Magnúsdóttir kom með athugasemdina um hálsmenið með hring föður Kötlu. Hálsmenið er hún alltaf með um hálsinn. Klippa: 5. Ég er stelpan sem missti pabba sinn Varð dofin í líkamanum Í viðtalinu segir Katla frá því að hún var stödd í kórferðalagi á Ítalíu þegar faðir hennar lést. Móðir hennar sagði henni frá þessum fréttum í gegnum símann á þriðja degi ferðarinnar. „Ég finn fyrir doða í líkamanum,“ segir Katla um tilfinninguna á meðan hún beið eftir því að heyra af hverju móðir hennar vildi tala við hana í síma þennan morgunn. „Hún sagði pabbi í gær var orðinn rosa hress og alveg farinn að tala skýrt og líða betur og við vorum hjá honum, en svo hrakaði honum í nótt og hann dó í morgunn og við vorum öll hjá honum. Ég man bara að hún sagði við vorum öll hjá honum, en nei við vorum það ekki. Ég var ekki hjá honum. Það var leiðinlegt.“ Katla er þakklát fyrir það að æskuvinkonur hennar voru í þessu kórferðalagi og gátu gripið hana á þessu augnabliki. Þær föðmuðust og grétu saman á hótelherberginu. „Þetta var sárt en samt svo fallegt,“ útskýrir Katla. „Þetta var falleg stund.“ Hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein er framleitt af Krafti í samstarfi með Vísi og birtist nýr þáttur vikulega. Eldri þætti má hlusta á hér á Vísi, á vefsíðu Kraft og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fokk ég er með krabbamein Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
„Það sem ég er svo þakklát fyrir er að foreldrar mínir hafi verið alveg hreinskilin, það var ekki verið að sykurhúða neitt,“ segir Katla í viðtali hjá Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þessi upprennandi leik- og söngkona vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í Söngvakeppninni á dögunum. Í þættinum talar hún opinskátt um þessa erfiðu lífsreynslu. Upplýst allan tímann Þær systurnar fengu að vera inni í samtalinu alveg frá fyrsta degi, deginum sem hann greindist með krabbamein. „Þau sögðu okkur alltaf stöðuna og við vissum alltaf hvað var í gangi.“ Fjölskyldan tæklaði veikindin með húmorinn að vopni, en Katla viðurkennir að það hafi alls ekki alltaf verið auðvelt. Hún var samt þakklát fyrir að ekkert hafi verið falið og allt hafi verið uppi á borðinu. Átti hún löng samtöl við pabba sinn þar sem hún fékk að spyrja allra þeirra spurninga sem henni lágu á hjarta. „Þó að ég hafi ekki verið undirbúin þegar hann dó, að af því að ég var upplýst allan tímann vissi ég alltaf í hvað stefndi.“ Viðtalið við Kötlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum talar hún á sinn einlæga hátt um það hvernig það er að missa foreldri úr lífsógnandi sjúkdómi, hvernig það er að takast á við sorgina og hvað situr eftir. „Þetta hverfur aldrei þetta sár.“ Hún ræðir þar meðal annars atvikið í Söngvakeppninni, þegar Björg Magnúsdóttir kom með athugasemdina um hálsmenið með hring föður Kötlu. Hálsmenið er hún alltaf með um hálsinn. Klippa: 5. Ég er stelpan sem missti pabba sinn Varð dofin í líkamanum Í viðtalinu segir Katla frá því að hún var stödd í kórferðalagi á Ítalíu þegar faðir hennar lést. Móðir hennar sagði henni frá þessum fréttum í gegnum símann á þriðja degi ferðarinnar. „Ég finn fyrir doða í líkamanum,“ segir Katla um tilfinninguna á meðan hún beið eftir því að heyra af hverju móðir hennar vildi tala við hana í síma þennan morgunn. „Hún sagði pabbi í gær var orðinn rosa hress og alveg farinn að tala skýrt og líða betur og við vorum hjá honum, en svo hrakaði honum í nótt og hann dó í morgunn og við vorum öll hjá honum. Ég man bara að hún sagði við vorum öll hjá honum, en nei við vorum það ekki. Ég var ekki hjá honum. Það var leiðinlegt.“ Katla er þakklát fyrir það að æskuvinkonur hennar voru í þessu kórferðalagi og gátu gripið hana á þessu augnabliki. Þær föðmuðust og grétu saman á hótelherberginu. „Þetta var sárt en samt svo fallegt,“ útskýrir Katla. „Þetta var falleg stund.“ Hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein er framleitt af Krafti í samstarfi með Vísi og birtist nýr þáttur vikulega. Eldri þætti má hlusta á hér á Vísi, á vefsíðu Kraft og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fokk ég er með krabbamein Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira