Liechtenstein-leikirnir koma Arnari yfir Eyjólf og úr neðsta sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2022 09:31 Byrjun Arnars Þórs Viðarssonar með íslenska landsliðið hefur verið erfið og niðurstaðan er aðeins þrír sigrar úr sautján leikjum. Íslenska liðið hefur tvisvar fengið á sig fimm mörk í síðustu þremur leikjum. Getty/Alex Nicodim Það er óhætt að segja að byrjun Arnars Þór Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafi gengið sögulega illa. Stórt tap á móti Spánverjum var ekki til að hjálpa tölfræði Arnars en liðið hafði áður gert ágæta hluti á móti Finnum. Sigurmarkið datt þó aldrei inn í Finnaleiknum og það eru einkum fáir sigurleikir sem keyra sigurhlutfallið liðsins undir stjórn Hafnfirðingsins niður. Arnar Þór er nú með næstversta árangur allra þjálfara íslenska karlalandsliðsins frá árinu 1990. Það eru síðan bara þeir Jóhannes Atlason, Eyjólfur Sverrisson og Sigfried Held sem eru með slakara sigurhlutfall ef við förum aftur til ársins 1980. Jóhannes og Held stýrðu íslenska landsliðinu á níunda áratugnum en á síðustu þremur áratugum er aðeins Eyjólfur Sverrisson með verri árangur. Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu sautján leikjum sínum undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar og þar af komu tveir þeirra á móti Liechtenstein. Hinn sigurleikurinn er síðan á móti Færeyjum. Síðan Arnar Þór tók við hefur íslenska landsliðið því aðeins unnið þjóðir sem eru nú í 124. og 192. sæti á styrkleikalista FIFA. Liechtenstein-leikirnir bjarga kannski því sem bjargað verður. Arnar Þór er sem sagt með aðeins 27 prósent árangur og -22 í markatölu í fimmtán leikjum þegar landsliðið er ekki að spila við smáþjóðina í Ölpunum. 4-0 og 4-1 sigrar liðsins á Liechtenstein hjálpa honum mikið við að komst úr neðsta sætinu af listanum. Það er reyndar aðra sögu að segja þegar kemur að þjálfaranum sem vermir neðsta sætið yfir árangur íslenskra landsliðsþjálfara síðustu rúmu þrjá áratugi. Eyjólfur Sverrisson var nefnilega látinn fara eftir 3-0 tap á móti Liechtenstein árið 2007. Íslenska landsliðið náði aðeins í eitt stig af sex mögulegum á móti Liechtenstein undir hans stjórn. Liechtenstein leikirnir draga hann því niður. Næsta verkefni íslenska liðsins eru fjórir leikir í júní í Þjóðadeildinni en verða líklega þó bara þrír af því að einn þeirra er á móti Rússlandi sem verður líklega enn í banni í sumar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6% Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Stórt tap á móti Spánverjum var ekki til að hjálpa tölfræði Arnars en liðið hafði áður gert ágæta hluti á móti Finnum. Sigurmarkið datt þó aldrei inn í Finnaleiknum og það eru einkum fáir sigurleikir sem keyra sigurhlutfallið liðsins undir stjórn Hafnfirðingsins niður. Arnar Þór er nú með næstversta árangur allra þjálfara íslenska karlalandsliðsins frá árinu 1990. Það eru síðan bara þeir Jóhannes Atlason, Eyjólfur Sverrisson og Sigfried Held sem eru með slakara sigurhlutfall ef við förum aftur til ársins 1980. Jóhannes og Held stýrðu íslenska landsliðinu á níunda áratugnum en á síðustu þremur áratugum er aðeins Eyjólfur Sverrisson með verri árangur. Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu sautján leikjum sínum undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar og þar af komu tveir þeirra á móti Liechtenstein. Hinn sigurleikurinn er síðan á móti Færeyjum. Síðan Arnar Þór tók við hefur íslenska landsliðið því aðeins unnið þjóðir sem eru nú í 124. og 192. sæti á styrkleikalista FIFA. Liechtenstein-leikirnir bjarga kannski því sem bjargað verður. Arnar Þór er sem sagt með aðeins 27 prósent árangur og -22 í markatölu í fimmtán leikjum þegar landsliðið er ekki að spila við smáþjóðina í Ölpunum. 4-0 og 4-1 sigrar liðsins á Liechtenstein hjálpa honum mikið við að komst úr neðsta sætinu af listanum. Það er reyndar aðra sögu að segja þegar kemur að þjálfaranum sem vermir neðsta sætið yfir árangur íslenskra landsliðsþjálfara síðustu rúmu þrjá áratugi. Eyjólfur Sverrisson var nefnilega látinn fara eftir 3-0 tap á móti Liechtenstein árið 2007. Íslenska landsliðið náði aðeins í eitt stig af sex mögulegum á móti Liechtenstein undir hans stjórn. Liechtenstein leikirnir draga hann því niður. Næsta verkefni íslenska liðsins eru fjórir leikir í júní í Þjóðadeildinni en verða líklega þó bara þrír af því að einn þeirra er á móti Rússlandi sem verður líklega enn í banni í sumar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6%
Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6%
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira