Fylltu Hörpu af innfluttum áhorfendum þrjú kvöld í röð Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2022 19:11 Frá tónleikunum í Hörpu Aðsend mynd Hljómsveitin Umphrey‘s McGee fyllti Eldborgarsal í Hörpu af áhorfendum þrjú kvöld í röð um seinustu helgi. Fæstir hér á landi þekkja hljómsveitina en 1.500 Bandaríkjamenn lögðu leið sína til Íslands til að fylgjast með hljómsveitinni. Hljómsveitin var stofnuð í Indiana-fylki í Bandaríkjunum árið 1997 og hafa þeir gefið út 13 plötur í gegnum árin. Hljómsveitin er svokallað „jam band“ og einblína ekki á neina ákveðna tónlistarstefnu. Aðdáendur hennar eru fjölmargir vestanhafs og eru þeir til í að elta hana um allan heim. Allir í sömu sætum og ekkert lag endurtekið Tónleikarnir þrír fengu nafnið „Röckjavík“ og var uppselt á þá alla. Aðeins örfáir miðar voru seldir til Íslendinga og fengu nokkrir þeirra að hitta hljómsveitina. Á öllum tónleikunum voru sömu áhorfendur og fengu þeir nýja sýningu á hverju kvöldi. Ekkert lag var spilað tvisvar og sátu allir í sömu sætum og kvöldið áður. Einnig var hægt að kaupa aðgang að streymi frá tónleikunum þremur á 60 dollara eða tæplega 8.000 krónur. Aðdáendur hljómsveitarinnar koma flest allir frá Bandaríkjunum en nokkrir Íslendingar náðu að næla sér í miða.Aðsend mynd Líður vel á Íslandi Hljómsveitin kunni vel við sig á Íslandi og nýttu þeir tækifærið til að skoða helstu náttúruperlur landsins. „Maturinn, fólkið, landslagið – þetta var allt yndislegt. Við keyrðum um landið til að skoða landslagið, sumir fóru í fjallgöngu, á hestbak, í náttúruböð og svo margt fleira. Við áttum afar skemmtilega nótt þegar við vorum að leita að norðurljósunum. Við nutum okkar vel á Íslandi,“ sögðu hljómsveitarmeðlimir í samtali við Vísi. Aðspurðir hvers vegna þeir hafi valið Ísland af öllum stöðum segja þeir einfaldlega: „Hvern langar ekki að fara til Íslands?“ Fljótir að selja upp Hljómsveitin gefur ekki einungis út frumsamin lög heldur gera þeir einnig ábreiður af vinsælum lögum. Mest spilaða lagið þeirra á Spotify er lagið „Can‘t Rock My Dream Face“ sem er blanda af mörgum vinsælum lögum á borð við Dreams með Fleetwood Mac, Rock With You með Michael Jackson og I Can‘t Feel My Face með The Weeknd. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var ekki lengi að seljast upp á tónleikana þegar miðarnir fóru í sölu fyrir tveimur árum og því voru allir verulega spenntir að fá loksins að sjá hljómsveitina. Á vefsíðu þeirra voru áhorfendur hvattir til að skoða landið á meðan dvölin stóð yfir og miðað við Twitter-færslur tónleikagesta voru þónokkuð margir sem fylltu helstu ferðamannastaði landsins. Harpa Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Hljómsveitin var stofnuð í Indiana-fylki í Bandaríkjunum árið 1997 og hafa þeir gefið út 13 plötur í gegnum árin. Hljómsveitin er svokallað „jam band“ og einblína ekki á neina ákveðna tónlistarstefnu. Aðdáendur hennar eru fjölmargir vestanhafs og eru þeir til í að elta hana um allan heim. Allir í sömu sætum og ekkert lag endurtekið Tónleikarnir þrír fengu nafnið „Röckjavík“ og var uppselt á þá alla. Aðeins örfáir miðar voru seldir til Íslendinga og fengu nokkrir þeirra að hitta hljómsveitina. Á öllum tónleikunum voru sömu áhorfendur og fengu þeir nýja sýningu á hverju kvöldi. Ekkert lag var spilað tvisvar og sátu allir í sömu sætum og kvöldið áður. Einnig var hægt að kaupa aðgang að streymi frá tónleikunum þremur á 60 dollara eða tæplega 8.000 krónur. Aðdáendur hljómsveitarinnar koma flest allir frá Bandaríkjunum en nokkrir Íslendingar náðu að næla sér í miða.Aðsend mynd Líður vel á Íslandi Hljómsveitin kunni vel við sig á Íslandi og nýttu þeir tækifærið til að skoða helstu náttúruperlur landsins. „Maturinn, fólkið, landslagið – þetta var allt yndislegt. Við keyrðum um landið til að skoða landslagið, sumir fóru í fjallgöngu, á hestbak, í náttúruböð og svo margt fleira. Við áttum afar skemmtilega nótt þegar við vorum að leita að norðurljósunum. Við nutum okkar vel á Íslandi,“ sögðu hljómsveitarmeðlimir í samtali við Vísi. Aðspurðir hvers vegna þeir hafi valið Ísland af öllum stöðum segja þeir einfaldlega: „Hvern langar ekki að fara til Íslands?“ Fljótir að selja upp Hljómsveitin gefur ekki einungis út frumsamin lög heldur gera þeir einnig ábreiður af vinsælum lögum. Mest spilaða lagið þeirra á Spotify er lagið „Can‘t Rock My Dream Face“ sem er blanda af mörgum vinsælum lögum á borð við Dreams með Fleetwood Mac, Rock With You með Michael Jackson og I Can‘t Feel My Face með The Weeknd. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var ekki lengi að seljast upp á tónleikana þegar miðarnir fóru í sölu fyrir tveimur árum og því voru allir verulega spenntir að fá loksins að sjá hljómsveitina. Á vefsíðu þeirra voru áhorfendur hvattir til að skoða landið á meðan dvölin stóð yfir og miðað við Twitter-færslur tónleikagesta voru þónokkuð margir sem fylltu helstu ferðamannastaði landsins.
Harpa Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira