Fyrsti leikur Íslands á EM einn sá fyrsti sem seldist upp á Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 15:31 Íslenska landsliðið virðist til alls líklegt á Evrópumótinu í Englandi í sumar en þar er liðið í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Getty/Omar Vega Þegar er orðið uppselt á fyrsta leik Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar, þegar liðið mætir Belgíu í Manchester 10. júlí. Leikur Íslands og Belgíu er á meðal fjögurra fyrstu leikjanna á EM sem uppselt varð á í dag þegar opin miðasala hófst en áður höfðu verið seldir miðar í afmörkuð svæði fyrir stuðningsmenn liðanna. Demand has been extremely high for tickets and the following matches have now sold out of available tickets: Match 31 - FinalMatch 10 - England Vs NorwayMatch 17 - England Vs Northern IrelandMatch 8 - Belgium Vs Iceland— Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022 Einnig er uppselt á úrslitaleik mótsins og á tvo leikja enska landsliðsins sem verður á heimavelli. Þar er um að ræða báða leiki enska liðsins á St Mary‘s, heimavelli Southampton, gegn Noregi og Norður-Írlandi. Leikur Íslands og Belgíu fer fram á minnsta leikvangi mótsins, akademíuleikvangi Manchester City, en gagnrýnt hefur verið að spilað skuli á stórmóti á velli sem aðeins rúmar 4.700 áhorfendur. Ísland mætir einnig Ítalíu á sama velli í Manchester, 14. júlí, en síðasti leikur liðsins í D-riðlinum er svo við Frakkland á New York-leikvanginum í Rotherham, 18. júlí. Þegar þetta er skrifað eru enn til miðar á báða þá leiki. Sömuleiðis virðast að svo stöddu enn til miðar á fyrsta leik mótsins sem fram fer á Old Trafford en þá mætast England og Austurríki, 6. júlí. NOW AVAILABLE!Tickets for all #WEURO2022 matches are now on sale Grab your tickets and tell us which game you re attending — Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022 Áður en að EM kemur er íslenska landsliðið núna á leið í tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM, gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í byrjun næsta mánaðar. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01 Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. 4. nóvember 2021 10:31 Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45 Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Sjá meira
Leikur Íslands og Belgíu er á meðal fjögurra fyrstu leikjanna á EM sem uppselt varð á í dag þegar opin miðasala hófst en áður höfðu verið seldir miðar í afmörkuð svæði fyrir stuðningsmenn liðanna. Demand has been extremely high for tickets and the following matches have now sold out of available tickets: Match 31 - FinalMatch 10 - England Vs NorwayMatch 17 - England Vs Northern IrelandMatch 8 - Belgium Vs Iceland— Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022 Einnig er uppselt á úrslitaleik mótsins og á tvo leikja enska landsliðsins sem verður á heimavelli. Þar er um að ræða báða leiki enska liðsins á St Mary‘s, heimavelli Southampton, gegn Noregi og Norður-Írlandi. Leikur Íslands og Belgíu fer fram á minnsta leikvangi mótsins, akademíuleikvangi Manchester City, en gagnrýnt hefur verið að spilað skuli á stórmóti á velli sem aðeins rúmar 4.700 áhorfendur. Ísland mætir einnig Ítalíu á sama velli í Manchester, 14. júlí, en síðasti leikur liðsins í D-riðlinum er svo við Frakkland á New York-leikvanginum í Rotherham, 18. júlí. Þegar þetta er skrifað eru enn til miðar á báða þá leiki. Sömuleiðis virðast að svo stöddu enn til miðar á fyrsta leik mótsins sem fram fer á Old Trafford en þá mætast England og Austurríki, 6. júlí. NOW AVAILABLE!Tickets for all #WEURO2022 matches are now on sale Grab your tickets and tell us which game you re attending — Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022 Áður en að EM kemur er íslenska landsliðið núna á leið í tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM, gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í byrjun næsta mánaðar.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01 Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. 4. nóvember 2021 10:31 Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45 Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Sjá meira
Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01
Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. 4. nóvember 2021 10:31
Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45
Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43