„Í núverandi tíðaranda, þar sem fólk er að taka sitt eigið líf vegna látlausar og óvæginnar umfjöllunar fjölmiðla þá vil ég vita, hver gerir þessa fjölmiðlamenn ábyrga fyrir skrifum sínum,“ spyr Bale á Twitter.
„Sem betur fer er ég með þykkan skráp eftir minn tíma á opinberum vettvangi. Það þýðir þó ekki að skrif fjölmiðla hafi ekki áhrif og geti ekki valdið skaða til þeirra sem eru á hinum endanum á þessum illgjörnu sögusögnum.“

Bale hefur áhyggjur af því að þessi óvægna og ósanngjarna umfjöllun muni leiða af sér slæmar afleiðingar.
„Pressan sem sett er á atvinnumenn er ótrúleg og það er augljóst hvernig neikvæð fjölmiðlaumfjöllun getur auðveldlega sett íþróttamann, sem er nú þegar á tæpasta vaði, yfir brúnina.“
„Við vitum öll hvert raunverulega sníkjudýrið er,“ skrifaði Gareth Bale, leikmaður Real Madrid.
— Gareth Bale (@GarethBale11) March 25, 2022