„Kom aldrei til tals hjá henni að hún væri hætt“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 14:30 Elín Metta Jensen á stóran þátt í því að Ísland spilar á EM í Englandi í sumar en hún skoraði sex mörk í undankeppninni, þar á meðal dýrmætt mark í 1-1j jafntefli gegn Svíþjóð og tvö mörk í 4-1 sigri gegn Ungverjum. EPA-EFE/Tibor Illyes Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gat valið Elínu Mettu Jensen í landsliðshóp sinn í dag, í fyrsta sinn síðan í júní á síðasta ári. Hann var spurður út í sögusagnir þess efnis að Elín Metta hefði ætlað að hætta í fótbolta. „Ég ræddi við hana um þetta en hún sagði mér aldrei að hún væri hætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Elín Metta missti af landsleikjum síðasta haust vegna meiðsla en hefur jafnað sig af þeim og spilað með Val í vetur. Í byrjun þessa mánaðar var því hins vegar haldið fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að þessi mikla markamaskína hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna, 27 ára gömul. Elín Metta svaraði því til við Vísi að það væri einfaldlega rangt en hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Þorsteinn sá engu að síður ástæðu til að heyra hljóðið í Elínu Mettu en eins og fyrr segir fékk hann þá staðfestingu á því að Valskonan yrði áfram til taks fyrir landsliðið sem er á leið í afar mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl og svo í lokakeppni EM í Englandi í júlí. „Reyndar voru þessar fréttir að koma þegar við vorum úti og maður var ekki mikið að stressa sig á þessu þá,“ sagði Þorsteinn sem var með íslenska landsliðinu á æfingamóti í Bandaríkjunum undir lok febrúar. „Það kom alla vega aldrei til tals hjá henni að hún væri hætt í fótbolta,“ sagði Þorsteinn en vildi ekki fara nánar út í samskipti sín við Elínu Mettu. Klippa: Þorsteinn um orðróm um Elínu Mettu HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2022 í Englandi Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara snýr aftur í landsliðið Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. 25. mars 2022 13:10 Kynnti hópinn sem mætir Tékkum í algjörum lykilleik Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hvaða leikmenn færu í leikina mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. 25. mars 2022 13:01 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
„Ég ræddi við hana um þetta en hún sagði mér aldrei að hún væri hætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Elín Metta missti af landsleikjum síðasta haust vegna meiðsla en hefur jafnað sig af þeim og spilað með Val í vetur. Í byrjun þessa mánaðar var því hins vegar haldið fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að þessi mikla markamaskína hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna, 27 ára gömul. Elín Metta svaraði því til við Vísi að það væri einfaldlega rangt en hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Þorsteinn sá engu að síður ástæðu til að heyra hljóðið í Elínu Mettu en eins og fyrr segir fékk hann þá staðfestingu á því að Valskonan yrði áfram til taks fyrir landsliðið sem er á leið í afar mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl og svo í lokakeppni EM í Englandi í júlí. „Reyndar voru þessar fréttir að koma þegar við vorum úti og maður var ekki mikið að stressa sig á þessu þá,“ sagði Þorsteinn sem var með íslenska landsliðinu á æfingamóti í Bandaríkjunum undir lok febrúar. „Það kom alla vega aldrei til tals hjá henni að hún væri hætt í fótbolta,“ sagði Þorsteinn en vildi ekki fara nánar út í samskipti sín við Elínu Mettu. Klippa: Þorsteinn um orðróm um Elínu Mettu
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2022 í Englandi Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara snýr aftur í landsliðið Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. 25. mars 2022 13:10 Kynnti hópinn sem mætir Tékkum í algjörum lykilleik Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hvaða leikmenn færu í leikina mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. 25. mars 2022 13:01 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Sara snýr aftur í landsliðið Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. 25. mars 2022 13:10
Kynnti hópinn sem mætir Tékkum í algjörum lykilleik Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hvaða leikmenn færu í leikina mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. 25. mars 2022 13:01