Fagnar plötuútgáfu með tónleikum í Hörpu: „Platan Drown to Die a Little varð til samhliða heilsufarslegu ferðalagi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. mars 2022 13:30 Tónlistarkonan Stína Ágústsdóttir heldur útgáfutónleika í Hörpu næsta sunnudag. Aðsend Tónlistarkonan Stína Ágústsdóttir fagnar útgáfu sinnar fjórðu sólóplötu, Drown to Die a Little, með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn næstkomandi, 27. mars. Síðustu verk Stínu, Jazz á íslensku og The Whale hlutu bæði tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hafa fengið jákvæða dóma á Íslandi sem og á Norðurlöndunum. Blaðamaður spjallaði við Stínu um væntanlega tónleika. View this post on Instagram A post shared by Stina Agustsdottir (@stina_agustsdottir) Heilsufarslegt ferðalag „Platan Drown to Die a Little varð til samhliða eins konar heilsufarslegu ferðalagi sem ég hef verið á síðustu árin. Ég varð svakalega veik af gigtarsjúkdómi í kringum 2016 sem endaði á því að ég gat ekki gert neitt, varla farið á klósettið sjálf og mátti ekki taka verkjalyf, missti röddina og var eiginlega bara sett á pásu í nokkra mánuði,“ segir Stína um ferlið á bak við tónlistar sköpunina á þessari nýju plötu. „Sú lífsreynsla var erfið en jafnframt mjög lærdómsrík og fékk mig til að skoða lífið aðeins upp á nýtt. Lögin á plötunni endurspegla þessa sjálfsskoðun og hinar mismunandi hliðar á manni sjálfum og umhverfinu í kringum mann. Fyrsti singúllinn af plötunni heitir Body og er til dæmis eins konar fyrirgefning til sjálfrar mín fyrir að vera of dómhörð við líkamann á sjálfri mér í gegnum árin. Annað lag á plötunni heitir Maternal og fjallar um það hvað það er flókið að vera foreldri, allar þessar stóru tilfinningar sem maður upplifir og eru stundum í stríði við hvora aðra. Þannig má segja að innblástur fyrir þessa plötu séu persónulegar upplifanir og tilfinningar.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h-SppRgeLNw">watch on YouTube</a> Mikill sveimhugi Stína segir innblástur fyrir tónlistarsköpun sína almennt koma úr fjölbreyttum áttum. „Stundum eru það orð, stundum tónar, stundum einhver taktur eða tilfinning. Ég sem lög og texta frá alls konar sjónarhornum og með mismunandi aðferðum. Ég er svo mikill sveimhugi að ég get ekki haldið mig við eitthvað eitt!“ View this post on Instagram A post shared by Stina Agustsdottir (@stina_agustsdottir) „Voðalega kaotísk í minni listsköpun“ Það er að ýmsu að huga þegar það kemur að því að semja lag og blaðamaður er forvitinn að heyra nánar frá ferlinu frá því að hugmyndin kviknar og þar til lagið fæðist. „Ferlið frá hugmynd að lagi og þangað til það verður til er yfirleitt þannig að ég byrja á einhverjum enda, til dæmis á texta og svo finn ég kannski einhverja hljóma sem passa við tilfinninguna í laginu og vinn mig smám saman áfram þangað til ég festist. Ég á mjög erfitt með að klára heilt lag sjálf og fæ eiginlega alltaf einhvern til að hjálpa mér að klára það. Svo byrja ég ekkert alltaf eins, stundum á laglínu, stundum á hljómum eða einhverju bíti. Ég er voðalega kaótísk í minni listsköpun og þess vegna hjálpar það mér ofboðslega mikið að hafa samstarfsfólk.“ Stína Ágústs byrjar oft á einhverjum enda þegar það kemur að lagasmíði.Aðsend Ólíkir listmiðlar mætast á sviðinu Stína hlakkar mikið til að stíga á svið og segist vona að tónleikarnir verði dálítið sérstök upplifun. „Hljómsveitin sem spilar á plötunni verður með mér og það er dásamlegt. Þegar við tókum upp í Sundlauginni síðasta sumar þá var svo svakalega góður fílíngur og allir urðu vinir og þetta gekk svo stórkostlega vel. Svo verða tveir strengjahljóðfæraleikarar með okkur í nokkrum lögum og gamla ballerínan í mér er að deyja úr spenningi yfir því að fá dansara með okkur líka. Mig hefur alltaf dreymt um að halda svona tónleika og ég held að hver sem er geti haft gaman af þessu en tónlistin sjálf er mjög aðgengileg og alls ekki pjúra jazz, eins og til dæmis á Jazz á íslensku plötunni minni. Einhver sagði jazzskotið sálarpopp sem krefst þess að þú hlustir. Mér finnst það ágæt lýsing.“ View this post on Instagram A post shared by Stina Agustsdottir (@stina_agustsdottir) Stína vann flest lögin í samstarfi við gítarleikarann og tónsmiðinn Mikael Mána Ásmundsson sem gerði þar að auki strengjaútsetningar fyrir tvö lög á plötunni. View this post on Instagram A post shared by Stina Agustsdottir (@stina_agustsdottir) Platan Drown to Die a Little var gefin út í dag í samstarfi við útgáfufyrirtækið Prophone og er dreift af Naxos. Hún verður flutt í heild sinni á tónleikunum ásamt nokkrum ábreiðum og eldri lögum. Hljómsveitina skipar sama tónlistarfólk og tók þátt í upptökum, Mikael Máni Ásmundsson á gítar, Henrik Linder, bassaundrið sænska úr Dirty Loops, Magnús Jóhann Ragnarsson á píanó og hljómborð og Magnús Tryggvason Elíassen á trommur. Að auki munu Júlía Mogensen leika á selló og Ása Guðjónsdóttir Skelton á fiðlu. Tónleikarnir eru styrktir af Styrktarsjóði Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns og platan er styrkt af hljóðritasjóði Rannís. Miðasala fer fram á tix.is. Tónlist Menning Tengdar fréttir Þessi fengu tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14.apríl. 24. mars 2021 18:46 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Stina Agustsdottir (@stina_agustsdottir) Heilsufarslegt ferðalag „Platan Drown to Die a Little varð til samhliða eins konar heilsufarslegu ferðalagi sem ég hef verið á síðustu árin. Ég varð svakalega veik af gigtarsjúkdómi í kringum 2016 sem endaði á því að ég gat ekki gert neitt, varla farið á klósettið sjálf og mátti ekki taka verkjalyf, missti röddina og var eiginlega bara sett á pásu í nokkra mánuði,“ segir Stína um ferlið á bak við tónlistar sköpunina á þessari nýju plötu. „Sú lífsreynsla var erfið en jafnframt mjög lærdómsrík og fékk mig til að skoða lífið aðeins upp á nýtt. Lögin á plötunni endurspegla þessa sjálfsskoðun og hinar mismunandi hliðar á manni sjálfum og umhverfinu í kringum mann. Fyrsti singúllinn af plötunni heitir Body og er til dæmis eins konar fyrirgefning til sjálfrar mín fyrir að vera of dómhörð við líkamann á sjálfri mér í gegnum árin. Annað lag á plötunni heitir Maternal og fjallar um það hvað það er flókið að vera foreldri, allar þessar stóru tilfinningar sem maður upplifir og eru stundum í stríði við hvora aðra. Þannig má segja að innblástur fyrir þessa plötu séu persónulegar upplifanir og tilfinningar.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h-SppRgeLNw">watch on YouTube</a> Mikill sveimhugi Stína segir innblástur fyrir tónlistarsköpun sína almennt koma úr fjölbreyttum áttum. „Stundum eru það orð, stundum tónar, stundum einhver taktur eða tilfinning. Ég sem lög og texta frá alls konar sjónarhornum og með mismunandi aðferðum. Ég er svo mikill sveimhugi að ég get ekki haldið mig við eitthvað eitt!“ View this post on Instagram A post shared by Stina Agustsdottir (@stina_agustsdottir) „Voðalega kaotísk í minni listsköpun“ Það er að ýmsu að huga þegar það kemur að því að semja lag og blaðamaður er forvitinn að heyra nánar frá ferlinu frá því að hugmyndin kviknar og þar til lagið fæðist. „Ferlið frá hugmynd að lagi og þangað til það verður til er yfirleitt þannig að ég byrja á einhverjum enda, til dæmis á texta og svo finn ég kannski einhverja hljóma sem passa við tilfinninguna í laginu og vinn mig smám saman áfram þangað til ég festist. Ég á mjög erfitt með að klára heilt lag sjálf og fæ eiginlega alltaf einhvern til að hjálpa mér að klára það. Svo byrja ég ekkert alltaf eins, stundum á laglínu, stundum á hljómum eða einhverju bíti. Ég er voðalega kaótísk í minni listsköpun og þess vegna hjálpar það mér ofboðslega mikið að hafa samstarfsfólk.“ Stína Ágústs byrjar oft á einhverjum enda þegar það kemur að lagasmíði.Aðsend Ólíkir listmiðlar mætast á sviðinu Stína hlakkar mikið til að stíga á svið og segist vona að tónleikarnir verði dálítið sérstök upplifun. „Hljómsveitin sem spilar á plötunni verður með mér og það er dásamlegt. Þegar við tókum upp í Sundlauginni síðasta sumar þá var svo svakalega góður fílíngur og allir urðu vinir og þetta gekk svo stórkostlega vel. Svo verða tveir strengjahljóðfæraleikarar með okkur í nokkrum lögum og gamla ballerínan í mér er að deyja úr spenningi yfir því að fá dansara með okkur líka. Mig hefur alltaf dreymt um að halda svona tónleika og ég held að hver sem er geti haft gaman af þessu en tónlistin sjálf er mjög aðgengileg og alls ekki pjúra jazz, eins og til dæmis á Jazz á íslensku plötunni minni. Einhver sagði jazzskotið sálarpopp sem krefst þess að þú hlustir. Mér finnst það ágæt lýsing.“ View this post on Instagram A post shared by Stina Agustsdottir (@stina_agustsdottir) Stína vann flest lögin í samstarfi við gítarleikarann og tónsmiðinn Mikael Mána Ásmundsson sem gerði þar að auki strengjaútsetningar fyrir tvö lög á plötunni. View this post on Instagram A post shared by Stina Agustsdottir (@stina_agustsdottir) Platan Drown to Die a Little var gefin út í dag í samstarfi við útgáfufyrirtækið Prophone og er dreift af Naxos. Hún verður flutt í heild sinni á tónleikunum ásamt nokkrum ábreiðum og eldri lögum. Hljómsveitina skipar sama tónlistarfólk og tók þátt í upptökum, Mikael Máni Ásmundsson á gítar, Henrik Linder, bassaundrið sænska úr Dirty Loops, Magnús Jóhann Ragnarsson á píanó og hljómborð og Magnús Tryggvason Elíassen á trommur. Að auki munu Júlía Mogensen leika á selló og Ása Guðjónsdóttir Skelton á fiðlu. Tónleikarnir eru styrktir af Styrktarsjóði Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns og platan er styrkt af hljóðritasjóði Rannís. Miðasala fer fram á tix.is.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Þessi fengu tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14.apríl. 24. mars 2021 18:46 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þessi fengu tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14.apríl. 24. mars 2021 18:46