Samdi lagið sitjandi á gólfinu með opna hurð og í einum skó Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. mars 2022 07:01 Söngkonan Tara Mobee var að senda frá sér lagið Carpool. Anna Margrét/Aðsend Tónlistarkonan Tara Mobee sendi frá sér lagið Carpool á miðnætti í gær. Tara er með marga bolta á lofti um þessar mundir en lagið er hluti af EP plötu sem kemur út í sumar. Blaðamaður tók púlsinn á þessari söngkonu og fékk að heyra nánar um tónlistarlífið hennar. Hér má heyra lagið af streymisveitunni Spotify: Hvaðan sækir þú innblástur sem tónlistarkona? Jiih, það er góð spurning. Það er kannski ekki eitthvað eitt svar til en ég ólst upp við að hlusta á allskonar tónlist. Frá íslenskri dægurlaga klassík í rokkóperur, sinfóníur og Celine Dion. Þetta spilaði held ég sterkt inn í þegar ég byrjaði að semja lög og útkoman hefur alltaf verið mitt heittelskaða popp. Ég gæti farið út í endalausar pælingar til að lýsa mér nánar sem tónlistarkonu en ég hef bara aldrei verið eitthvað sérstaklega góð í að útskýra svona lagað í stuttum orðum, kannski að það sé þess vegna sem ég sem svona mikið af tónlist, haha. View this post on Instagram A post shared by TARA (@taramobee) Hefur þetta nýja tónlistarefni verið lengi í bígerð? Heldur betur, nýja lagið mitt heitir Carpool og var að koma út núna. Það má segja að þetta sé búið að vera ágætlega löng fæðing þar sem ég samdi lagið sitjandi á gólfinu í forstofunni með opna hurð og í einum skó. Mér lá einfaldlega það mikið á að koma því niður á blað. En það fór svo seinast í vinnslu í stúdíóinu þrátt fyrir að vera fyrsta lagið á væntanlegri EP plötu. View this post on Instagram A post shared by TARA (@taramobee) Hvernig myndirðu lýsa sjálfri þér sem tónlistarkonu? Ég myndi segja að ég væri a bop queen en svo er ég líka alveg hógværa týpan svo ég myndi segja a friendly neighborhood bop queen. Um hvað fjallar nýja lagið? Lagið Carpool fjallar um tímamót og óvissu. Er alltaf betra að treysta á innsæi eða ættirðu stundum frekar að hlusta á það sem aðrir segja? Er rangt af þér að spyrja spurninga og efast eða er skrýtið að aðrir svari ekki? Maður spyr sig. Þetta hljómar smá tregafullt svona skrifað niður en ég er eiginlega frekar að gera grín af þessum frestunaráráttu-hausverk sem ég held að allir hafi upplifað á einn hátt eða annan. View this post on Instagram A post shared by TARA (@taramobee) Geturðu sagt mér frá EP plötunni í heild sinni? EP platan sjálf dansar einnig í kringum mismunandi hugtök tengd tíma, bæði umfjöllun laganna og í prodúseringu. En þess má geta að Carpool er létt 60s inspired (and groovy baby). Annars er ég alveg ótrúlega spennt fyrir komandi tímum, er búin að vera að vinna að þessari plötu lengi ásamt fleiru og get varla beðið eftir að deila henni með alheiminum! Tara Mobee sendir frá sér EP plötu í sumar og hlakkar mikið til að deila henni með alheiminum. Anna Margrét/Aðsend Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má heyra lagið af streymisveitunni Spotify: Hvaðan sækir þú innblástur sem tónlistarkona? Jiih, það er góð spurning. Það er kannski ekki eitthvað eitt svar til en ég ólst upp við að hlusta á allskonar tónlist. Frá íslenskri dægurlaga klassík í rokkóperur, sinfóníur og Celine Dion. Þetta spilaði held ég sterkt inn í þegar ég byrjaði að semja lög og útkoman hefur alltaf verið mitt heittelskaða popp. Ég gæti farið út í endalausar pælingar til að lýsa mér nánar sem tónlistarkonu en ég hef bara aldrei verið eitthvað sérstaklega góð í að útskýra svona lagað í stuttum orðum, kannski að það sé þess vegna sem ég sem svona mikið af tónlist, haha. View this post on Instagram A post shared by TARA (@taramobee) Hefur þetta nýja tónlistarefni verið lengi í bígerð? Heldur betur, nýja lagið mitt heitir Carpool og var að koma út núna. Það má segja að þetta sé búið að vera ágætlega löng fæðing þar sem ég samdi lagið sitjandi á gólfinu í forstofunni með opna hurð og í einum skó. Mér lá einfaldlega það mikið á að koma því niður á blað. En það fór svo seinast í vinnslu í stúdíóinu þrátt fyrir að vera fyrsta lagið á væntanlegri EP plötu. View this post on Instagram A post shared by TARA (@taramobee) Hvernig myndirðu lýsa sjálfri þér sem tónlistarkonu? Ég myndi segja að ég væri a bop queen en svo er ég líka alveg hógværa týpan svo ég myndi segja a friendly neighborhood bop queen. Um hvað fjallar nýja lagið? Lagið Carpool fjallar um tímamót og óvissu. Er alltaf betra að treysta á innsæi eða ættirðu stundum frekar að hlusta á það sem aðrir segja? Er rangt af þér að spyrja spurninga og efast eða er skrýtið að aðrir svari ekki? Maður spyr sig. Þetta hljómar smá tregafullt svona skrifað niður en ég er eiginlega frekar að gera grín af þessum frestunaráráttu-hausverk sem ég held að allir hafi upplifað á einn hátt eða annan. View this post on Instagram A post shared by TARA (@taramobee) Geturðu sagt mér frá EP plötunni í heild sinni? EP platan sjálf dansar einnig í kringum mismunandi hugtök tengd tíma, bæði umfjöllun laganna og í prodúseringu. En þess má geta að Carpool er létt 60s inspired (and groovy baby). Annars er ég alveg ótrúlega spennt fyrir komandi tímum, er búin að vera að vinna að þessari plötu lengi ásamt fleiru og get varla beðið eftir að deila henni með alheiminum! Tara Mobee sendir frá sér EP plötu í sumar og hlakkar mikið til að deila henni með alheiminum. Anna Margrét/Aðsend
Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira