Lykilatriði að velja hreyfingu sem vekur ánægju Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. mars 2022 12:31 Sara Snædís er búsett í Stokkhólmi ásamt fjölskyldunni. Withsara Sara Snædís Ólafsdóttir þjálfari er með margar mæður og barnshafandi konur í fjarþjálfun hjá sér. Hún skrifaði nýjan pistil um hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu með góðum ráðum en hún er sjálf tveggja barna móðir. Við gefum henni orðið. Að finna tíma fyrir æfingu ofan á allt hitt? Þú hefur í mörgu að snúast frá degi til dags, börnin, vinnan, félagslífið, makinn og svona mætti lengi telja. Oft á tíðum þá getur gleymst að hlúa að okkur sjálfum þegar dagskráin er þétt, og hvað þá að taka æfingu. Við vitum allar hvað það er mikilvægt fyrir okkur að huga að heilsunni og rækta líkamann okkar. En þegar okkur vantar hvatningu og innblástur til þess að æfa þá á hreyfing til með að falla á milli hluta og annað mætir forgangi. Lykilatriði til þess að halda æfingarútínu til streitu er að velja hreyfingu sem vekur ánægju, gefur árangur og auðvelt er að framkvæma þrátt fyrir þétta dagskrá. Með lítil börn heima við getur verið erfitt að fara af heimilinu og því er tilvalið að velja sér æfingarútínu sem auðvelt er að taka heiman frá sér. Withsara hefur hjálpað fjölda mæðra að byggja upp góða æfingarútínu sem þær ná að gera heima við á stuttum tíma án þess að þurfa eyða tíma í að ferðast á milli staða, finna pössun og fleira. Eftir að hafa þjálfað þúsundir kvenna í gegnum árin þá hef ég tekið saman fjórar algengustu ástæðurnar fyrir því að mæður eiga í erfiðleikum með að byggja upp góðar æfingarútínu. Í kjölfarið sting ég upp á lausn sem hefur virkað vel fyrir konur sem hafa glímt við þessi vandamál. Sara á meðgöngu. Hún er tveggja barna móðir. Skortur á tíma Eitt algengasta vandamálið hjá konum með lítil börn er að finna tíma til þess að æfa. Dagurinn flýgur hjá og verkefnin eru endalaus. Að huga að sjálfri sér er eitthvað sem á það til að mæta afgangi á köflum. Tillaga að lausn: Góð og árangursrík æfing þarf ekki að taka klukkutíma. Í upphaf vikunnar þá setur þú þér markmið um hversu margar æfingar þú kemur til með að gera og hvenær. Að taka frá tíma fyrir æfingu forgangsraðar henni í dagskránni og kemur í veg fyrir að þú bókir eitthvað annað. Hægt er að taka frá tíma áður en börnin vakna, í hádeginu ef þú ert að vinna heiman frá þér eða eftir að börnin eru sofnuð. Hægt er að ná góðri æfingu á undir 30 mínútum og Withsara leggur upp úr því að hanna æfingarnar þannig að hægt sé að ná frábærum árangri þó svo að æfingin sé stutt. Að finna ekki æfingarform sem hvetur þig áfram og vekur ánægju Til þess að endast í góðri æfingarútínu er lykillinn að finna sér æfingarform sem þú hefur mikla ánægju af og sem hvetur þig áfram. Tillaga að lausn: Það getur tekið tíma að finna æfingarform sem hentar þér, en loksins þegar þú finnur það þá er ekki aftur snúið. Æfingin verður því hvatning til þess að halda áfram, árangurinn verður meiri og tilhlökkunin fyrir æfingunni verður til þess að þú heldir áfram að mæta. Withsara leggur upp úr því að hafa fjölbreytt æfingarform allt frá Barre, teygjur, HIIT æfingar, Yoga og styrktartíma fyrir þig að velja úr, út frá því í hvernig stuði þú ert í. Þú endist ekki í æfingarútínunni Að komast í góða rútínu tekur vinnu, sterkt hugarfar og stöðugleika. Það er auðvelt að setja sér markmið en flóknara að fylgja markmiðunum eftir. Ekkert gerist yfir nóttu og því eru litlu breytingarnar sem þú gerir jafnt og þétt yfir lengra tímabil það sem mun bera árangur og verða til þess að þú kemur þér, og heldur þér, í rútínu. Tillaga að lausn: Ef þú ert að leitast eftir því að komast í góða rútínu þá þarf að gera litlar breytingar, eins og ég nefni fyrir ofan, fylgja þeim eftir með aga og stöðugleika. Vikuplanið er vinsælast hjá Withsara kúnnum, en yfir 70 prósent þeirra fylgja því. Ástæðan fyrir því að það er svona vinsælt er vegna þess að við plönum vikuna með fjölbreyttum æfingum ásamt hvíldardögum þannig að eina sem þú þarft að gera er að mæta á dýnuna, æfa og njóta árangursins. Sara Snædís kenndi áður líkamsrækt á Íslandi en býr nú í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni.With Sara Óöryggi að æfa á meðgöngu og eftir Konur á meðgöngu eru oft óöruggar hvernig eigi að æfa á meðgöngunni, hvað sé öruggt að gera og hvernig eigi að framkvæma æfingarnar. Því er mikilvægt að velja sér æfingar sem þeim líður vel af, styrkir líkamann og undirbýr líkamann fyrir fæðingu. Eftir meðgöngu er gott að bíða þar til að læknirinn gefur þér grænt ljós og að líkaminn er hægt rólega tilbúinn að byrja að æfa aftur.. Þegar þú ert tilbúin er nauðsynlegt að finna sér góðar og öruggar æfingar sem hjálpa þér að byggja aftur upp styrk á öruggan og þægilegan hátt. Tillaga að lausn: Við vitum að það styður við heilsu okkar og barnsins að æfa á meðgöngu. Finndu þér æfingarform sem þér líður vel með og líkaminn og hugurinn nýtur góðs af. Ef þér er ráðlagt að æfa ekki á meðgöngu þá getur þú æft öndunina og notað þær æfingar til þess að undirbúa þig fyrir fæðingu. Punkturinn er að hlúa að sér, styrkja líkamann og hugann á öruggar og þægilegan hátt. Eftir fæðingu, þegar þú ert tilbúin að æfa aftur, getur æfingin verið þinn tími til að eiga smá augnablik með sjálfri þér. Þegar barnið sofnar, að rúlla út dýninni, taka ljúfa æfingu, anda og tengjast sjálfri þér. Withsara býður upp á fjölbreyttar æfingar fyrir konur á meðgöngu og nýbakaðar mæður. Við leggjum upp úr því að konur geti valið sér mjúkar æfingar, styrkjaræfingar, öndunaræfingar og fleira sem þær geta notið góðs af á þessu yndislega tímabili. Við erum allar ólíkar, í ólíkum aðstæðum. Það sem skiptir máli er að bera sig ekki saman við aðra heldur að æfa út frá sínum forsendum og láta æfinguna þjóna þér og þínum líkama. Við göngum í gengum tímabil þar sem okkur vantar hvatningu sem er eðlilegt en svo eigum við önnur tímabil þar sem við erum full af orku og innblæstri. Ef þú tengir við þessa punkta hér að ofan þá er gott að hafa í huga að þú ert ekki ein og það er fullkomlega eðlilegt að upplifa þetta. Þá er lausnin að taka smá tíma, forgangsraða og setja meðvitað inn tíma í daginn til þess að hreyfa þig, þó það sé ekki nema tíu mínútur. Öll hreyfing telur. Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Að finna tíma fyrir æfingu ofan á allt hitt? Þú hefur í mörgu að snúast frá degi til dags, börnin, vinnan, félagslífið, makinn og svona mætti lengi telja. Oft á tíðum þá getur gleymst að hlúa að okkur sjálfum þegar dagskráin er þétt, og hvað þá að taka æfingu. Við vitum allar hvað það er mikilvægt fyrir okkur að huga að heilsunni og rækta líkamann okkar. En þegar okkur vantar hvatningu og innblástur til þess að æfa þá á hreyfing til með að falla á milli hluta og annað mætir forgangi. Lykilatriði til þess að halda æfingarútínu til streitu er að velja hreyfingu sem vekur ánægju, gefur árangur og auðvelt er að framkvæma þrátt fyrir þétta dagskrá. Með lítil börn heima við getur verið erfitt að fara af heimilinu og því er tilvalið að velja sér æfingarútínu sem auðvelt er að taka heiman frá sér. Withsara hefur hjálpað fjölda mæðra að byggja upp góða æfingarútínu sem þær ná að gera heima við á stuttum tíma án þess að þurfa eyða tíma í að ferðast á milli staða, finna pössun og fleira. Eftir að hafa þjálfað þúsundir kvenna í gegnum árin þá hef ég tekið saman fjórar algengustu ástæðurnar fyrir því að mæður eiga í erfiðleikum með að byggja upp góðar æfingarútínu. Í kjölfarið sting ég upp á lausn sem hefur virkað vel fyrir konur sem hafa glímt við þessi vandamál. Sara á meðgöngu. Hún er tveggja barna móðir. Skortur á tíma Eitt algengasta vandamálið hjá konum með lítil börn er að finna tíma til þess að æfa. Dagurinn flýgur hjá og verkefnin eru endalaus. Að huga að sjálfri sér er eitthvað sem á það til að mæta afgangi á köflum. Tillaga að lausn: Góð og árangursrík æfing þarf ekki að taka klukkutíma. Í upphaf vikunnar þá setur þú þér markmið um hversu margar æfingar þú kemur til með að gera og hvenær. Að taka frá tíma fyrir æfingu forgangsraðar henni í dagskránni og kemur í veg fyrir að þú bókir eitthvað annað. Hægt er að taka frá tíma áður en börnin vakna, í hádeginu ef þú ert að vinna heiman frá þér eða eftir að börnin eru sofnuð. Hægt er að ná góðri æfingu á undir 30 mínútum og Withsara leggur upp úr því að hanna æfingarnar þannig að hægt sé að ná frábærum árangri þó svo að æfingin sé stutt. Að finna ekki æfingarform sem hvetur þig áfram og vekur ánægju Til þess að endast í góðri æfingarútínu er lykillinn að finna sér æfingarform sem þú hefur mikla ánægju af og sem hvetur þig áfram. Tillaga að lausn: Það getur tekið tíma að finna æfingarform sem hentar þér, en loksins þegar þú finnur það þá er ekki aftur snúið. Æfingin verður því hvatning til þess að halda áfram, árangurinn verður meiri og tilhlökkunin fyrir æfingunni verður til þess að þú heldir áfram að mæta. Withsara leggur upp úr því að hafa fjölbreytt æfingarform allt frá Barre, teygjur, HIIT æfingar, Yoga og styrktartíma fyrir þig að velja úr, út frá því í hvernig stuði þú ert í. Þú endist ekki í æfingarútínunni Að komast í góða rútínu tekur vinnu, sterkt hugarfar og stöðugleika. Það er auðvelt að setja sér markmið en flóknara að fylgja markmiðunum eftir. Ekkert gerist yfir nóttu og því eru litlu breytingarnar sem þú gerir jafnt og þétt yfir lengra tímabil það sem mun bera árangur og verða til þess að þú kemur þér, og heldur þér, í rútínu. Tillaga að lausn: Ef þú ert að leitast eftir því að komast í góða rútínu þá þarf að gera litlar breytingar, eins og ég nefni fyrir ofan, fylgja þeim eftir með aga og stöðugleika. Vikuplanið er vinsælast hjá Withsara kúnnum, en yfir 70 prósent þeirra fylgja því. Ástæðan fyrir því að það er svona vinsælt er vegna þess að við plönum vikuna með fjölbreyttum æfingum ásamt hvíldardögum þannig að eina sem þú þarft að gera er að mæta á dýnuna, æfa og njóta árangursins. Sara Snædís kenndi áður líkamsrækt á Íslandi en býr nú í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni.With Sara Óöryggi að æfa á meðgöngu og eftir Konur á meðgöngu eru oft óöruggar hvernig eigi að æfa á meðgöngunni, hvað sé öruggt að gera og hvernig eigi að framkvæma æfingarnar. Því er mikilvægt að velja sér æfingar sem þeim líður vel af, styrkir líkamann og undirbýr líkamann fyrir fæðingu. Eftir meðgöngu er gott að bíða þar til að læknirinn gefur þér grænt ljós og að líkaminn er hægt rólega tilbúinn að byrja að æfa aftur.. Þegar þú ert tilbúin er nauðsynlegt að finna sér góðar og öruggar æfingar sem hjálpa þér að byggja aftur upp styrk á öruggan og þægilegan hátt. Tillaga að lausn: Við vitum að það styður við heilsu okkar og barnsins að æfa á meðgöngu. Finndu þér æfingarform sem þér líður vel með og líkaminn og hugurinn nýtur góðs af. Ef þér er ráðlagt að æfa ekki á meðgöngu þá getur þú æft öndunina og notað þær æfingar til þess að undirbúa þig fyrir fæðingu. Punkturinn er að hlúa að sér, styrkja líkamann og hugann á öruggar og þægilegan hátt. Eftir fæðingu, þegar þú ert tilbúin að æfa aftur, getur æfingin verið þinn tími til að eiga smá augnablik með sjálfri þér. Þegar barnið sofnar, að rúlla út dýninni, taka ljúfa æfingu, anda og tengjast sjálfri þér. Withsara býður upp á fjölbreyttar æfingar fyrir konur á meðgöngu og nýbakaðar mæður. Við leggjum upp úr því að konur geti valið sér mjúkar æfingar, styrkjaræfingar, öndunaræfingar og fleira sem þær geta notið góðs af á þessu yndislega tímabili. Við erum allar ólíkar, í ólíkum aðstæðum. Það sem skiptir máli er að bera sig ekki saman við aðra heldur að æfa út frá sínum forsendum og láta æfinguna þjóna þér og þínum líkama. Við göngum í gengum tímabil þar sem okkur vantar hvatningu sem er eðlilegt en svo eigum við önnur tímabil þar sem við erum full af orku og innblæstri. Ef þú tengir við þessa punkta hér að ofan þá er gott að hafa í huga að þú ert ekki ein og það er fullkomlega eðlilegt að upplifa þetta. Þá er lausnin að taka smá tíma, forgangsraða og setja meðvitað inn tíma í daginn til þess að hreyfa þig, þó það sé ekki nema tíu mínútur. Öll hreyfing telur.
Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira