Mike Dean leggur flautuna á hilluna Atli Arason skrifar 21. mars 2022 19:00 Mike Dean sýnir Josh Dasilva, leikmanni Brentford, rautt spjald í leik gegn Newcastle þann 26. febrúar. Marc Atkins/Getty Images Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því síðasta sólarhringinn að þeir hafi öruggar heimildir fyrir því að knattspyrnudómarinn Mike Dean muni leggja flautuna frægu á hilluna eftir yfirstandandi leiktímabil. Dean mun þó ekki alveg segja skilið við fótboltann, heldur einungis fótboltavöllinn. Dómarinn geðþekki mun alfarið færa sig yfir í VAR myndbandsdómgæslu herbergið frá og með næsta tímabili. Mike Dean 'will QUIT on-field officiating at the end of the season to go full time with VAR' https://t.co/J8s2eqdhqa pic.twitter.com/SaEhq7t6zx— MailOnline Sport (@MailSport) March 21, 2022 Dean hefur verið dómari í ensku úrvalsdeildinni í 22 ár eða alveg frá því að hann hóf störf árið 2000. Sagt er að dómarinn hafi ætlaði að hætta fyrir tímabilið í ár en síðar verið sannfærður um að taka eitt tímabil í viðbót. Dean er með 553 leiki undir beltinu í úrvalsdeildinni og er sá dómari sem hefur gefið flest rauð spjöld í sögu deildarinnar, alls 114 rauð spjöld. Mike Dean er alls ekki óumdeildur en hann tók sér stutt frí frá fótbolta á síðasta tímabili eftir að hafa fengið moðhótanir þegar hann gaf Tomas Soucek, leikmanni West Ham, rautt spjald í 0-0 jafntefli Hamranna gegn Fulham í febrúar á síðasta ári. Ekkert hefur enn fengist neitt staðfest frá Dean sjálfum eða samtökum knattspyrnudómara um brotthvarf Dean úr fótboltanum. Lee Mason er eins og er eini knattspyrnudómarinn í fullu starfi sem myndbandsdómari hjá ensku úrvalsdeildinni og ekki liggur fyrir hvort Dean muni bætast í þann hóp eða taka alfarið við starfi Mason. In honour of Mike Dean retiring, here’s a compilation I made of his greatest moments. Really beautiful stuff. pic.twitter.com/i3ilo1rIzs— Joshua Jones (@joshuapsjones) March 20, 2022 Enski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Sjá meira
Dean mun þó ekki alveg segja skilið við fótboltann, heldur einungis fótboltavöllinn. Dómarinn geðþekki mun alfarið færa sig yfir í VAR myndbandsdómgæslu herbergið frá og með næsta tímabili. Mike Dean 'will QUIT on-field officiating at the end of the season to go full time with VAR' https://t.co/J8s2eqdhqa pic.twitter.com/SaEhq7t6zx— MailOnline Sport (@MailSport) March 21, 2022 Dean hefur verið dómari í ensku úrvalsdeildinni í 22 ár eða alveg frá því að hann hóf störf árið 2000. Sagt er að dómarinn hafi ætlaði að hætta fyrir tímabilið í ár en síðar verið sannfærður um að taka eitt tímabil í viðbót. Dean er með 553 leiki undir beltinu í úrvalsdeildinni og er sá dómari sem hefur gefið flest rauð spjöld í sögu deildarinnar, alls 114 rauð spjöld. Mike Dean er alls ekki óumdeildur en hann tók sér stutt frí frá fótbolta á síðasta tímabili eftir að hafa fengið moðhótanir þegar hann gaf Tomas Soucek, leikmanni West Ham, rautt spjald í 0-0 jafntefli Hamranna gegn Fulham í febrúar á síðasta ári. Ekkert hefur enn fengist neitt staðfest frá Dean sjálfum eða samtökum knattspyrnudómara um brotthvarf Dean úr fótboltanum. Lee Mason er eins og er eini knattspyrnudómarinn í fullu starfi sem myndbandsdómari hjá ensku úrvalsdeildinni og ekki liggur fyrir hvort Dean muni bætast í þann hóp eða taka alfarið við starfi Mason. In honour of Mike Dean retiring, here’s a compilation I made of his greatest moments. Really beautiful stuff. pic.twitter.com/i3ilo1rIzs— Joshua Jones (@joshuapsjones) March 20, 2022
Enski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Sjá meira