„Vel hefur tekist til að halda úti fjarfundum og úrval viðburða verið fjölbreytt og jafnvel fjölmennara en fyrir Covid í FKA,“ er haft eftir Elísabetu Taníu Smáradóttur, gjaldkera og stjórnarkonu í FKA, í tilkynningu um daginn.

„Fjölbreytileiki viðburða hefur verið að trompa hefðbundin ár hjá FKA en mikið var gaman að sjá félagkonur sameinast á Sýnileikadegi FKA en vegna heimsfaraldurs hefur félagið gert tilhlaup að deginum í raunheimum í þrígang,“ er haft eftir Evu Michelsen, eiganda og framkvæmdastjóra Eldstæðisins sem fór fyrir Sýnileikanefnd FKA þetta árið.
Sýnileikadagurinn var félagskonum að kostnaðarlausu og í tilkynningu frá félaginu eru konur hvattar til að „fjárfesta í sér, setja sig á dagskrá og taka þátt í félagastarfi.“


Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá deginum.





















